Brennuvargar þinga um brunavarnir. Enn
og aftur gerist það: Blóðug uppreisn studd af vestrænum stórveldum er notuð af
þeim sjálfum sem tilefni til íhlutunar í viðkomandi land. Mikil diplómatísk
herferð er nú farin gegn Sýrlandi, afar lík þeirri sem var undanfari árásarinnar
á Líbíu í fyrra. Þann 30. júní var ráðstefna í Genf og önnur í París 6. júlí til
að beita Sýrlandsstjórn þrýstingi. Frú Clinton beindi spjótum að Rússum og
Kínverjum fyrir að vinna gegn herferðinni og hótaði að „þeir muni gjalda fyrir
þetta“. Fremstir í flokki á fundum
þessum voru fulltrúar þeirra ríkja (einkum vesturvelda og arabískra
stuðningsríkja þeirra) sem stutt hafa vopnaða uppreisn í Sýrlandi á annað ár með
því m.a. að veita straumi vopna og erlendra leiguhermanna inn í landið.
No comments:
Post a Comment