Showing posts with label heimsvaldastefna. Show all posts
Showing posts with label heimsvaldastefna. Show all posts

Tuesday, April 26, 2022

Hvaða stríð er háð í Úkraínu? Athugasemd til Jóns Trausta Reynissonar

 (birtist í Stundinni (netútgáfu) 22. apríl 2022)

Ég hef skrifað nokkrar greinar um Úkraínu í ritið Neista. Þær vöktu meiri athygli og meiri viðbrögð en ég á að venjast, en verra var að ég tók ekki eftir viðbrögðunum. Mér var um síðir bent á heilar tvær langar greinar á Stundinni sem báðum var beint gegn þessum skrifum mínum. Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri Stundarinnar hafði 11. mars skrifað greinina Kominn tími til að opna augun, og Stefán Snævarr skrifaði greinina Úkraína og Þórarinn Hjartarson 21. mars. Báðar birtust þær reyndar aðeins á vefútgáfu Stundarinnar og fóru því auðveldlega framhjá manni. Ég hlýt að þakka þessa athygli. Þó seint væri fór ég að pára svolítið svar og ætlaði að svara báðum í einu en það fór svo að svar við fyrri greininni varð nóg í bili.

Það sem okkur Jóni Trausta ber á milli um Úkraínustríðið er um hvers konar stríð þar er að ræða. Það eru fleiri en við tveir sem metum það misjafnlega. Jón Trausti metur ágreininginn um skilgreiningu stríðsins svo: Annars vegar standa „tilteknir vinstri menn“ (Þórarinn meðal þeirra). „Þannig líta þessir tilteknu vinstri menn ekki á uppgang einræðisherra sem helstu ógnina við heiminn, og það sem meira er, líta svo á að heimsmálin hverfist nánast eingöngu um valdatafl stórvelda.“ Jón Trausti sjálfur greinir þetta stríð hins vegar svona: „Lýð­ræð­is­ríki standa frammi fyr­ir banda­lagi ein­ræð­is- og al­ræð­is­ríkj­anna Rúss­lands og Kína sem snýst um að skapa oln­boga­rými fyr­ir of­beldi.“

Tvöfalt eðli Úkraínustríðsins

Þarna ber mikið á milli, ekki samt að öllu leyti. Við Jón Trausti erum sammála um að fleira hangi á spýtunni en staða og örlög Úkraínu. Að hluta til snýst stríðið um árás stórveldis á miklu minna og veikara land. Það er illt og við erum ekki ósammála um að fordæma það. Rússland er árásaraðilinn, og þar með hefur Úkraína fullan rétt á að verja sig, líka með vopnum (hversu skynsamlegt það er er önnur saga).

Mín skoðun er að skilgreining stríðsins endi ekki þar. Stríðið á sér aðra vídd, og það er einnig háð á öðru og hærra plani. Og það er á því plani eða þeirri vídd sem einmitt má kalla „valdatafl stórvelda“, eða það sem á útlensku nefnist „geópólitík“. Hið geópólitíska stríð er á milli Bandaríkjanna/NATO og Rússlands. Í Úkraínu birtast þau átök sem staðgengilsstríð þar sem Bandaríkin/NATO nota Úkraínu sem sinn staðgengil gegn Rússlandi. Í þeirri vídd stríðsins er það ekki Rússland heldur Bandaríkin/NATO sem sækja á sem árásraðili. Þessi vídd stríðsins er ráðandi. Hún hefur víðtækari áhrif og er líka miklu hættulegri fyrir heimsfriðinn en sú fyrrnefnda – þó hún fái miklu minna kastljós í fréttaflutingi – og hún verður meira ráðandi eftir því sem Bandaríkin/NATO blandast meira og beinna inn. Þetta gefur Úkraínustríðinu tvöfalt eðli.

Stríðsflokkurinn í Bandaríkjunum (sem ræður þar för) eygir þann möguleika að þetta staðgengilsstríð verði (sjálfstæðu) Rússlandi að falli. Í þeirri von reyna Bandaríkin að hindra pólitísk-diplómatíska lausn stríðsins og vona að það dragist sem mest á langinn (jafnvel til „hins síðasta Úkraínumanns“). Það síðasta sem þau óska sér er sættir við Rússland. Fyrir Bandaríkin skiptir fullveldi Úkraínu engu máli, það er Rússland sem er málið.

En málið er líka stærra en Rússland. Í hinni geópólitísku vídd takast nú á tvær stórar blokkir á heimsvísu, sem kalla má „Vesturblokk“ gegn „Austurblokk“. Um það virðumst við Jón Trausti raunar vera sammála. En þegar Jón Trausti skilgreinir þetta sem baráttu „lýðræðisríkjanna“ gegn „banda­lagi ein­ræð­is- og al­ræð­is­ríkj­anna“ hætti ég að vera sammála honum og tel þá skilgreiningu gagnslitla og ranga. Barnalega má kalla hana.

Að mati Jóns Trausta stafar nútímanum mest hætta af sókn alræðis. Alræðið skilur hann sem nánast samheiti við einræði, með fullkomna samþjöppun valds (m.a. upplýsingavalds) í hendur einvalda. Alræðið segir hann birtast fyrst og fremst í mynd Rússlands og Kína og styrkingu þeirra. Jón Trausti er stuðningsmaður þenslu NATO í austur af því að það „eina sem bjargar nágrannaríkjunum frá hreinni valdbeitingu Pútíns er NATO“. Hann styður líka meiri efnahagsþvinganir og efnahagsstríð gegn Rússlandi, ekki minni. Skipting heimsins í „viðskiptablokkir einræðis- og lýðræðisríkja“ sé líka „líklegasta niðurstaðan“ í Úkraínudeilunni enda sé nú þegar kominn upp „vísir að nýju járntjaldi“. Hann er alla vega ekki í vafa um hvar í fylkingu hann skipar sér. Ógn nútímans er alræðið í austrinu (hann ræðir t.d. útþenslu NATO í austur aldrei sem vandamál eða hættu fyrir neinn). Hann gefur hinni hernaðarlegu og efnahagslegu baráttu gegn þessari ógn sinn fulla stuðning.

Vestrænu stríðin

Það einkennir skrif Jóns Trausta Reynissonar að hann virðist skilja hernað Vestursins/NATO-velda nokkra síðustu áratugi eins og hinir vestrænu stríðsaðilar skilgreina hann sjálfir. Og hann ber þau stríð saman við stríðsrekstur Rússa sem beinist gegn lýðræði. „Innrásir Rússa, ólíkt stríðum sem Bandaríkin og bandalagsríki hafa átt aðild að, hafa gjarnan beinst gegn sjálfræði nágrannaríkja og lýðræðisumbótum.“ Jón Trausti tæpir síðan á nokkrum helstu styrjöldum Vestursins síðustu 30 árin – og hann kaupir og sporðrennir retorík Vestursins þar um: að stríðin hafi snúst um „gildi“, baráttu lýðræðis gegn einræðiskúgun.

Jón Trausti viðurkennir fúslega að misvel hafi gengið fyrir Bandaríkin & co að ná markmiðum sínum í stríðum undangenginna áratuga – það náðist ekki að koma lýðræði á í Kosovo, Afghanistan, Írak eða Líbíu – en það stóð til, stríðin voru vel meint! Og Joe Biden hefur „fram að þessu horft meira til þess að viðhalda alþjóðalögum“.

Monday, December 14, 2020

Heimsvaldastefnan og bandarísku kosningarnar

 

(birtist á Neistar.is 12. 12. 20)


                                       Frelsisstyttan í útrás. Málverk Þrándar Þórarinssonar.

Trumpisminn sem pólitísk stefna tengist öðru fremur neikvæðri afstöðu til „hnattvæðingarstefnu“. Afstaða bandarískra stjórnvalda til þessa fyrirbæris er afgerandi hluti af stjórnmálum risaveldisins eina – og okkur hina jarðarbúana skiptir hún líka býsna miklu máli. „America is back“ hrópaði Joe Biden eftir kosninganóttina og vísaði til þess forustuhlutverks í alþjóðamálum sem Trumpstjórnin hefði sagt sig frá en skyldi nú tekið upp aftur.

Það er orðin viðtekin venja að kenna heimskapítalismann eftir 1990 við „hnattvæðingu“. Þetta er jafnframt það tímabil sem nýfrjálshyggjan/markaðshyggjan hefur mótað auðvaldskerfið – hnattvæðingin ruddi sér til rúms á grundvelli markaðshyggju og er hluti af henni. Samhliða einkavæðingu og markaðsvæðingu í einstökum löndum fól hnattvæðing í sér „opnun markaðanna út á við“, frjálst flæði fjármagns milli landa og heimshluta og með tilheyrandi athafnafrelsi auðhringa. Á þessu 30 ára skeiði hefur markaðsfrjálslynd hnattvæðingarstefna verið ríkjandi hugmyndafræði, a.m.k. um hinn vestræna heim.

Einnig marxistar nota hugtakið hnattvæðing – og tengja hana hugtakinu HEIMSVALDASTEFNA. Marxísk fræði hafa lengi bent á þá þætti sem einkennt hafa kapítalisma á stigi heimsvaldastefnu allt frá upphafi 20. aldar: samþjöppun og einokun auðmagnsins, drottnun risaauðhringa, aukið vægi fjármálaauðmagnsins, mikill fjármagnsútflutningur, átök heimsvelda um markaði og áhrifasvæði. Þróunin þessa þrjá áratugi hnattvæðingar sýnir einmitt öll þessi efnahagslegu einkenni – í öðru veldi. Hnattvæddur kapítalismi er form heimsvaldastefnunnar í nútímanum.

Jafnframt þessum efnahagslegu einkennum kapítalismans hefur sama tímabil kapítalismans ákveðin PÓLITÍSK einkenni. Eftir fall Sovétríkjanna og Austurblokkar um 1990 hefur megineinkenni alþjóðastjórnmála verið EINPÓLA HEIMUR með Bandaríkin sem eina risaveldið, og þau nýttu þá stöðu til að reyna að leggja heiminn allan undir sig.

Eftir aldamótin 2000 urðu samt til ný viðnámsöfl innan heimsvaldakerfisins og þeim öflum hefur vaxið fiskur um hrygg. Þau hafa styrkt sambandið sín á milli og komið fram sem mótpóll. Fremst í þessum andstöðuarmi eru Rússland og Kína, líka Íran ásamt smærri bandamönnum. En jafnframt hafa þesi lönd gengist inn á hið hnattvædda efnahagslíkan, ekki síst nýkapítalískt Kína sem kemur fram sem hratt rísandi keppinautur innan þess kerfis.

Hnattvæðingarferlið – nokkur einkenni

Skoðum fyrst nokkur einkenni hnattvæðingar sem EFNAHAGSLEGS FERLIS. Hnattvæðingaröflin leitast við að gera heiminn að einu opnu athafnasvæði auðhringa, með opnun markaða, frjálsu flæði fjármagns og vinnuafls milli landa og heimshluta. Hnattvæðingarþróun felur í sér að ákvarðanavald um efnahagsmál færist í hendur á fjarlægum fjármálaelítum, burt frá almannavaldi og þjóðþingum einstakra landa, grefur undan lýðræði, grefur undan sjálfsákvörðunarrétti þjóða og ríkja.

Af helstu verkfærum og múrbrjótum hnattvæðingarinnar á umræddu hnattvæðingarskeiði ber að nefna GATT, WTO, ríkjabandalög eins og ESB/EES í Maastricht-búningi, NAFTA og ASEAN, viðskiptasamningar eins og TISA og TTIP og fjármálastofnanirnar AGS og Alþjóðabankinn. Ef benda skal á hugmyndalega forustu í ferlinu er eðlilegt að benda á samtökin World Economic Forum (WEF, með fundarstað í Davos í Sviss) samkundu hnattrænnar fjármálaelítu og 1000 helstu þungaviktarauðhringa heims.  

Monday, September 7, 2020

Heimsvaldastefnan – með meginfókus á þá bandarísku. Seinni grein

 (birt á Neistum.is 13. ágúst 2020)


Fyrri grein um heimsvaldastefnuna fjallaði einkum um efnahagslegan grundvöll hennar en þessi hér um pólitísku og hernaðarlegu hliðina, baráttuna um áhrifasavæði – og heimsyfirráð. Greinin byggir á fyrirlestri hjá Sósíalistaflokknum 4. júlí sl.

Hernaðarlegt og efnahagslegt stríð

Auðmagnið, „frjálsa framtakið“ og markaðsöflin flæða ekki einfaldlega um löndin af sjálfsdáðum. Þau mæta m.a. mismiklu viðnámi frá þjóðríkjum og keppni frá keppinautum. Pulitzer-verðlaunahafinn Thomas Friedman skrifar reglulega pistla í NYT um hnattvæðingu og alþjóðamál, m.a. í pistli frá því um aldamót, svohljóðandi.

„Til að hnattvæðingin virki mega Bandaríkin ekki hika við að koma fram sem það allsráðandi risaveldi sem þau eru... Hulin hönd markaðarins getur ekki virkað án hins hulda hnefa. McDonalds getur ekki blómstrað án McDonnel Douglas sem bjó til F-15 fyrir flugher Bandaríkjanna. Og sá huldi hnefi sem leyfir tækni Silicon Valley að blómstra í öruggum heimi heitir landher, flugher og floti Bandaríkjanna.“ https://fair.org/media-beat-column/thomas-friedman/

Farvegir fjármagnsins (arðránsins) liggja frá jaðrinum og streyma til kjarnans samkvæmt eðli heimsvaldastefnunnar. Hernaðarleg yfirráð tryggja þessa farvegi og tryggja fjármagnsflæðið í rétta átt. Bandarískar herstöðvar í hundraðatali raðast um heiminn út frá þessu munstri.

Þegar kalda stríðinu lauk héldu ýmsir, jafnvel bandaríska þjóðin, að upp myndu renna friðsamlegir tímar og það myndi draga úr hernaðaruppbyggingu. En bandarísk utanríkisstefna og strategía er ekki ákveðin á þjóðþingi heldur af nokkrum hugveitum elítunnar sem þekkja raunveruleika heimsvaldastefnunnar álíka vel og Vladimir Iljits Lenín gerði. Í mars 1992, þegar Sovétríkin voru nýlega fallin og Persaflóastríðinu – fyrsta meiriháttar stríði Bandaríkjanna í Miðausturlöndum – var nýlokið settu þeir Dick Cheney varnarmálaráðherra og Paul Wolfowitz aðstoðarráðherra hans fram utanríkisstefnu í ljósi nýjustu stórtíðinda – oft nefnd Wolfowitz kenningin – stefnu sem Bandaríkin hafa staðfastlega fylgt síðan undir breytilegum stjórvöldum: „Fyrsta markmið okkar er að hindra að aftur komi upp nýr keppinautur, annað hvort á landssvæði fyrrum Sovétríkjanna eða annars staðar... að hindra sérhvert fjandsamlegt vald í því að drottna yfir svæði sem býr yfir auðlindum sem myndu, undir styrkri stjórn, nægja til að búa til hnattrænt vald.“ (Sjá NYT https://www.nytimes.com/1992/03/08/world/excerpts-from-pentagon-s-plan-prevent-the-re-emergence-of-a-new-rival.html ).

Seríustríðið í Austurlöndum nær sem í bandarískum hernaðarkreðsum er oft nefnt „stríðið langa“ hófst með Persaflóastríðinu u.þ.b. þegar Wolfowitz og Cheney skrifuðu ofanritað. Aðrir miða reyndar upphaf þess við 11. september 2001. „Stríðið langa“ snýst um tilraunir bandarískra heimsvaldasinna til að tryggja full yfirráð sín á efnahagslegu lykilsvæði sem Austurlönd nær eru. Í þeim tilgangi komu bandaríkin upp 125 herstöðvum í Austurlöndum nær á árabilinu 1983-2005. Mesta uppbyggingin var eftir að kalda stríðinu lauk. Til að tryggja full yfirráð þurfti að brjóta niður þvermóðskufull sjálfstæð ríki á svæðinu. „Stríðinu langa“ er stjórnað frá Bandaríkjunum með þátttöku svæðisbundinna bandamanna þeirra og NATO-ríkja. Mikilvægustu vígvellirnir hingað til eru Írak, Afganistan, Líbía og Sýrland.

Í ríkjandi orðræðu og fréttaflutningi á Vesturlöndum er „Stríðinu langa“ ýmist lýst sem „stríði gegn hryðjuverkum“, sem „borgarastríði“ eftir trúarbragðalínum eða sem „uppreisn gegn harðstjórn“ sem kalli á „verndarskyldu“ (responisbility to protect) svokallaðs „alþjóðasamfélags“ (sama sem Vestrið). Alvarlegast er að á 21. öldinni hefur heimsvaldasinnum og fjölmiðlum þeirra gengið furðuvel að selja stríð sín í þessum fallegu umbúðum. Andstaðan við stríðsreksturinn frá friðarhreyfingum Vesturlanda og hefðbundnum stríðsandstæðingum til vinstri hefur verið sáralítill. Og víst er að ef slík andstaða kemur fram byggir hún ekki á greiningu á heimsvaldastefnunni heldur á þeirri friðarhyggju að maður skuli ekki drepa mann.

Heimsvaldasinnum hefur almennt gengið illa í „stríðinu langa“ – en stjórnvöld í Washington sýna mikla staðfestu í því að koma óvinum sínum á kné. Bandaríska þingið hefur nýlega lögfest grimmúðlegar refsiaðgerðir gegn bæði Íran og Sýrlandi, lög sem setja útskúfun og sektir á öll fyrirtæki og öll lönd sem eiga viðskipti eða diplómatísk samskipti við þessi útlagaríki. Samskipti við þau þýða stríð við BNA. Viðskiptabannið beinist gegn almenningi þessara landa í von um pólitíska kreppu sem leiði til „valdaskipta“.

Efnahagslegt stríð er stríð með öðrum aðferðum. Hinar efnahagslegu refsiaðgerðir gegn Íran og Sýrlandi eru orðin hluti efnahagsstríði Bandaríkjanna við Kína og bandamann þeirra Rússland. Í tilfelli Kína er samt orsakasamahengið sagt vera öfugt: Ein helstu rökin fyrir refsiaðgerðum gegn Kína er sú ásökun Trump-stjórnarinnar að kínverski tæknirisinn Huawei hefði brotið bandaríska refsilögggjöf gegn Írönum (brotið bandaríska refsilöggjöf!) með því að selja þeim síma. https://neistar.is/greinar/stridid-gegn-syrlandi-efnahagsvopnunum-beitt/


Enduruppskipting eftir fall Sovétríkjanna

Þegar Lenín skrifaði Heimsvaldastefnuna 1915 gerði hann það m.a. til að skýra hreyfiöflin á bak við heimsstyrjöldina sem þá geysaði. Helstu drifkraftana bak við stríðið sá hann annars vegar í KAPÍTALÍSKRI GRÓÐASÓKN og úþensluhneigð sem af henni leiðir og hins vegar í ÓJAFNRI ÞRÓUN FRAMLEIÐSLUAFLANNA sem breytti styrkleikahlutföllum hagkerfa og skóp misræmi milli þeirra og þar með grundvöll stórstyrjalda. Heimsveldin ýmist sækja fram eða hopa á heimsmarkaði og m.t.t. áhrifasvæða – eftir styrkleika sínum. Þetta misræmi sprengir valdarammann sem fyrir er, knýr á um „enduruppskiptingu“. Lenín skrifaði: "Spuningin er: Hvaða úrræði annað en stríð kemur til greina á auðvaldsgrundvelli til þess að eyða misræmi á milli þróunar framleiðsluaflanna og samsöfnunar fjármagns annars vegar og skiptingar nýlendnanna og „áhrifasvæða“ fjármálaauðmagnsins hins vegar.“ ( Heimsvaldastefnan, bls. 130)

Heimsvaldastefnan – með meginfókus á þá bandarísku. Fyrri grein

 (birt á Neistum 6. ágúst 2020)

Í dag, 6. ágúst, eru 75 ár liðin frá glæpnum gegn mannkyni þegar bandarískri kjarnorkuspregju var varpað á Hírósíma. Glæpurinn var réttlættur með endalausum lygum og skipulegum stríðsáróðri. Sami stríðsáróður frá sama stríðsaðila beinir nú spjótum sínum skipulega að nýjum andstæðingi – Kína. Bandaríkin hafa komið fyrir yfir 400 herstöðvum umhverfis Kína auk gríðarlegrar og hraðvaxandi flotauppbyggingar á Kyrrahafssvæðinu. Samhliða þessari uppbyggingu hefur „stríðið langa“ í Austurlöndum nær geysað það sem af er 21 öldinni. Bandaríkin hafa (2019) einhliða sagt sig frá samningum um takmörkun kjarnorkuflauga (INF, frá 1987). Alls 30 aðildarlönd SÞ stynja nú undan bandarískum efnahagslegum refsiaðgerðum af einhverju tagi. Formlega snúast þær um „lýðræði“ en raunveruleikinn er keppnin um heimsyfirráð.

Hvað hreyfiöfl knýja slíka atburðarás? Í tveimur greinum verður hér fjallað um heimsvaldastefnuna, hæsta stig auðvaldsins – og beina þær ljósinu sérstaklega á þá bandarísku, samt alls ekki eingöngu. Fyrri greinin fjallar einkum um efnahagslega hlið málsins en sú síðari um pólitíska og hernaðarlega hlið. Hryggjarstykki greinarinnar er fyrirlestur sem fluttur var á fundi hjá Sósíalistaflokknum að Borgartúni 1, fjórða júlí sl.


Hugtak sem hvarf

Þegar Bandaríkin herjuðu í Víetnam og Indó-Kína kringum 1970 hrópuðu vinstri menn um allan heim vígorð gegn „heimsvaldastefnu Bandaríkjanna“. Árið 1970 var íslenska Víetnamhreyfingin stofnuð og lýsti yfir á stofnfundi: „Víetnamhreyfingin styður þjóðfrelsisbaráttu Víetnama og baráttu gegn heimsvaldastefnunni um allan heim.“ Árið 1972 breyttist hún í Víetnamnefndina með víðtæku samstarfi vinstri hreyfinga. Fyrsta kjörorð hennar var: „Fullur stuðningur við Þjóðfrelsishreyfinguna (FNL)!“ og annað kjörorð var „Berjumst gegn bandarísku heimsvaldastefnunni!“ Málið var stuðningur við „þjóðfrelsisbaráttu“ þjóða undan heimsvaldastefnu. Þetta var róttæk og framsækin hreyfing..

Á 9. áratug hélt stuðningsstarf við þjáðar þjóðir áfram en innihaldið breyttist. 1985 hófust „Life aid“ tónleikarnir með söfnunarstarfi vegna hungurs í Afríku. Þá fóru jafnvel róttæklingar á Vesturlöndum að syngja „We are the world.. so let´s start giving“ eða „Búum til betri heim, sameinumst hjálpum þeim, sem minna mega sín“. Andheimsvaldabaráttu var skipt út fyrir BORGARALEGT LÍKNARSTARFF sem minntist ekki á heimsvaldastefnuna.

Þegar Bandaríkin réðust á Írak 2003 með stuðningi „viljugra ríkja“, þ.á.m. Íslands, var andstaða vinstri manna mjög massíf, en hugtakinu „heimsvaldastefna“ var þá almennt sleppt. Þegar hins vegar NATO, vestrænir herir og staðbundnir bandamenn hafa ráðist á Afganistan, Líbíu eða Sýrland á 21. öldinni hafa vinstri menn vítt um heim veitt því litla mótstöðu, og vestræn friðarhreyfing sömuleiðis. Íslensk stjórnvöld hafa stutt þessi stríð alveg óháð því hvort ráðherrarnir eru til hægri eða vinstri.

Í inflytjendaumræðunni er sama borgaralega líknarhugsun ráðandi. Góðir og „líknsamir“ vinstri menn og andrasistar sjá nú helstu von fyrir íbúa Afríku í leyfi þeirra til að flýja til Evrópu.


Klassísk greining á heimsvaldastefnunni

Í sögulegu samhengi er áhrifamesta ritið um heimsvaldastefnuna bók Leníns frá 1917 (rituð 1915), Heimsvaldastefnan: hæsta stig auðvaldsins. Í apríl í vor voru 150 ár liðin frá fæðingu Leníns. Í þessari bók dró hann saman meginþætti heimsvaldastefnunnar/ imperíslismans í eftirfarandi skilgreiningu: „Imperíalisminn er kapítalismi á því þróunarstigi er drottinvald einokunar og fjármálavalds festir sig í sessi, þegar fjármagnsútflutningur hefur öðrast áberandi áhrif, þegar hafin er skipting heimsins milli alþjóðlegra hringa og lokið er skiptingu á öllum löndum jarðarinnar milli voldugustu auðvaldsríkjanna.“ (Heimsvaldastefnan... bls 117) Lenín nefndi heimsvaldastefnuna „einokunarstig auðvaldsins“ sem komin var í stað kapítalisma frjálsrar samkeppni. Annað grundvallareinkenni hennar var fjármagsútflutningurinn, erlendar fjárfestingar. Tilvitnun: „Vöruútflutningur var einkenni gamla auðvaldsins þegar frjáls samkeppni var alls ráðandi. Útflutningur fjármagns er orðið einkenni nútíma kapítalisma þar sem einokun drottnar“ (Heimsvaldastefnan.. bls. 79).

Heimsvaldastefnan. Hæsta stig auðvaldssins.
Lenín 150 ára í ár. Höfundur klassísks rits um efnið.

Samkvæmt þessari greiningu var heimsvaldastefna/imperíalismi orðin ríkjandi formgerð kapítalismans um aldamótin 1900. Og samkvæmt þessum skilningi er heimsvaldastefnan í grundvallaratriðum EKKI HUGMYNDALEGS EÐA SIÐFERÐILEGS EÐLIS HELDUR ER HÚN SJÁLFT EFNAHAGSKEFI KAPÍTALISMANS á ákveðnu þróunarstigi, „it's way of life“. Og hún er skilgreind sem „HÆSTA STIG AUÐVALDSINS“ sbr. titil bókarinnar.

Þessi greining varð klassísk meðal marxista, og heimsvaldastefnan í þessari merkingu varð algert lykilhugtak í sósíalískri og andkapítalískri baráttu á 20. öld. Barátta gegn henni varð ANNAR AF TVEIMUR MEGINÞÁTTUM BYLTINGARSINNAÐS STARFS gegn kapítalismanum og fól öðru fremur í sér stuðning við baráttu í 3. heiminum til að losna úr arðránskerfi heimsvaldastefnunnar. Skýringarlíkan Leníns reyndist öðrum skýringum frjórra við að greina hreyfiöflin að baki heimsstyrjöldunum tveimur. Á eftirstríðsárunum og enn frekar frá og með sjöunda áratugnum var þessi klassíska greining á heimsvaldastefnunni í mikilli almennri notkun, á vinstri væng stjórnmála og ekki síður í „þriðja heiminum“ þar sem frelsisstríð og byltingar geysuðu og beindust gegn fjötrum nýlendutímans.

Thursday, November 21, 2019

Samherji varla sértilfelli

(Birtist  á Neistum 20 nóvember 2019)


Ekki skal fella dóma fyrirfram í máli Samherja í Namibíu. En þáttur Kveiks og umfjöllun Stundarinnar um málið sýndist vel unnin, trúverðug og áhrifamikil. Málið er stórt hneykslismál í Namibíu ekki síður en hér og ráðherrar segja af sér svo það snýst áreiðanlega um raunverulega hluti. Hvað sem sannað verður um lögbrot og sekt í einstökum dæmum segir málið heilmikla sögu, m.a. um auð og arðrán, völd og valdaleysi.

Eftir því sem meira rúllast upp þetta mál mun íslenska eignastéttin kappkosta betur að stilla utanlandsrekstri Samherja upp sem algeru sértilfelli.

Ég er hvorki sérfóður um Namibíu né Samherja. En ég vil setja fram þá tilgátu að þær rekstraraðferðir Samherja í Namibíu sem kynntar voru séu e.t.v. ekki ýkja afbrigðilegar. Og að aðalatriði málsins sé ekki spilling. Fremur séu þessi Samherjarekstur í Afríku DÆMIGERÐUR. DÆMIGERÐUR kapítalismi. DÆMIGERÐ heimsvaldastefna. Og að hann endurspegli ríkjandi efnahagskerfi heimsins í dag (Íslands þar með).


Hið kapítalíska
DÆMIGERÐUR kapítalismi. Kapítalisminn byggir á gróðasókn – gróðasóknin er driffjöður kapítalismans. Án gróðasóknar – enginn kapítalismi. Gróðinn er jákvæður segja menn – en græðgin er vond. Slík afstaða verður tvískinnungur af því gróðasókn sem aðaldriffjöður efnahagslífs hlýtur að leiða af sér græðgi. Þegar talað er um „spilltan kapítalisma“ er látið í veðri vaka að „sannur“ kapítalismi sé siðavandur. Sem hann hefur aldrei verið. Það er eðli hlutfjár að leita að hámarksgróða. Fyrirtæki með 5% arðsemi 2,6-faldar heildarfjármagn sitt á 20 árum en fyrirtæki með 10% arðsemi 6,7-faldar það. Þess vegna leitar hlutaféð á markaðnum skiljanlega yfir í 10%-fyrirtækið en 5% fyrirtækið dettur út. Í kauphöllinni er fyrst og síðast spurt um arðsemi, ekki aðferðir í rekstrinum eða samfélagslega nytsemd. Sá kapítalisti sem nær mestum arði út úr starfsmönnum sínum verður sigurvegari. Útkoman er m.a. eignasamþjöppun.

Aðferðir Samherja endurspegla ríkjandi frjálshyggjukapítalisma. Íslenskur sjávarútvegur var markaðsvæddur í upphafi nýfrjálshyggjubyltingar á Íslandi. Þegar aflaheimildir voru gerðar framseljanlegar og veðsetjanlegar 1990 fól það í sér einkavæðingu miðanna. Með því var útgerðin í reynd frátengd samfélaginu: líf og dauði sjávarbyggða réðist á hlutabréfamarkaðnum. Einkavæðing auðlinda árið 1990 var líka DÆMIGERÐ fyrir tíðaranda þess tíma. Margrét Thatcher var enn við völd, framstormandi nýfrjálshyggja á Vesturlöndum og hrynjandi sósíalismi. Markaðsvæðing sjávarútvegs leiddi á skömmum tíma til gríðarlegrar eignasamþjöppunar.

Samþjöppun er eitt af lögmálum kapítalismans. Samþjöppunin í íslenskum sjávarútvegi var hröð, en hún var lögmálsbundin kapítalísk þróun. Hún var DÆMIGERÐ í okkar heimshluta – og íslenskir kapítalistar telja hana mjög árangursríka. DÆMIGERÐ já, en hafði séríslenskt form, kvótakerfið var það form, með framseljanlegum kvóta og söfnun aflaheimildanna í örfá stórfyrirtæki.

Úr þessari keppni kom Samherji stærstur. Þar stjórna harðdrægir fjáraflamenn. Þeir hafa náð meiri arði út úr starfsfólki sínu en aðrir og orðið eitt stærsta útgerðarfyrirtæki í Evrópu. Harðdrægir en ekkert sértilfelli, DÆMIGERÐIR sigurvegarar líklega frekar. Kunna „the name of the game“. Harðdrægnin hefur ekki verið lögð fyrirtækinu til lasts af eftirlitskerfinu. Matsfyrirtækið Creditinfo útnefndi Samherja í efsta sæti „framúrskarandi fyrirtækja“ á Íslandi bæði árið 2017 og 2018!

Sunday, June 2, 2019

Íran, heimsvaldastefnan og „Miðsvæðið“

(birtist á Neistar.is 1. júní 2019)
                                              US-CENTCOM, Miðsvæði bandarísks imperíalisma
„Ef Íran langar til að berjast verða það opinber endalok Írans“, tísti Donald Trump 19. maí sl.“ Viðskiptaþvinganir, stríðshótanir, hernaður eru kjarninn í bandarískri utanríkisstefnu. Undanfarna mánuði hafa spjótin og sviðsljósið beinst að Venesúela og Íran. Bandaríkin senda herflotafylki og kjarnasprengjuberandi flugvélar austur að Persaflóa. En nú bregður svo við að fáir taka undir bandarísku stríðsöskrin gegn Íran. Ekki hinir nánu bandamenn í Evrópu. ESB hefur tekið afstöðu gegn nýjustu refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn Íran. Þær beinast ekki aðeins gegn Íran, heldur öllum þeim ríkjum og fyrirtækjum sem eiga viðskipti við Íran. Sem stendur leiðir þessi stefna til einangrunar Bandaríkjanna. Ekki minnkar árásarhneigðin við það. Málið snýst um heimsvaldastefnu og yfirráðin í Austurlöndum nær. Lítum á baksviðið.

1985-2005, upp spruttu 125 herstöðvar

Bandaríkin hafa sem kunnugt er yfir 800 herstöðvar utanlands. Bandaríska Varnarmálaráuneytið í Pentagon skiptir nú hnettinum okkar í sex bandarísk herstjórnarsvæði: AFRICOM, CENTCOM, EUCOM, INDOPACOM, NORTHCOM, SOUTHCOM.Sjá nánar
 
Það var árið 1983 sem Reaganstjórnin setti á fót „Herstjórn Miðsvæðisins“, CENTCOM, í MacDill-herstöðinni við borgina Tampa í Flórída. Stofnun CENTCOM markaði nýjar áherslur í bandarískri hnattrænni herstjórn eftir hina alvarlegu ósigra Bandaríkjanna í Indó-Kína og Austur-Asíu. Strategistar utanríkisstefnunnar beindu nú sjónum sínum að orkuríkasta svæði heimsins, Miðausturlöndum og því sem USA skilgreindi sem „Miðsvæðið“ (Central Region) en það nær yfir Stór-Miðausturlönd: Miðausturlönd plús Mið-Asíu. Svæðið við og austur af Kaspíahafinu hafði þegar verið skilgreint sem eitt allra olíuríkasta svæði heims. Fróðir menn telja raunar umrætt svæði geyma meirihlutann af vinnanlegum olíuforða heimsins.

Fyrir stofnun CENTCOM 1983 fólst bandarísk „hervernd“ á Miðsvæðinu í mikilli viðverðu bandaríska flotans á svæðinu og herþjálfun og sameiginlegum heræfingum með fylgiríkjum BNA. En frá 1985 og áfram fór á skrið uppbygging herstöðva á svæðinu, fyrst í Sádi-Arabíu, skömmu síðar öðrum Persaflóaríkjum o.s.frv. Írski fræðimaðurinn John Morrissey birti nýlega niðurstöður sínar um þessa uppbyggingu:
„Árið 1983 hafði Bandaríkjaher engar herstöðvar í Miðausturlöndum. Á miðjum fyrsta áratug 21. aldar hafði CENTCOM byggt upp hernaðaraðstöðu með 125 herstöðvum á svæðinu. Frá stofnun sinni hefur þessi herstjórn haft forustu í öllum meiriháttar bandarískum hernaðaríhlutunum utanlands, frá Olíuskipastríðinu (Tanker War) í Persaflóa á 9. áratug, frá Persaflóastríðinu á 10. áratug til Stríðsins gegn hryðjuverkum á seinni áratugum.“ Sjá nánar

Sem sagt, á tveimur áratugum, 1985-2005, hafði orðið á þessu svæði hreint ótrúleg breyting, án þess að nokkuð bæri á því í heimspressunni. Komandi umskipti voru einna fyrst orðuð opinberlaga í „State of the Union“-ávarpi Jimmy Carter í janúar 1980. Þá lýsti hann yfir að: "ef utanaðkomandi afl nær yfirráðum á Persaflóasvæðinu verður það skoðað sem árás á grundvallarhagsmuni Bandaríkjanna og slíkri árás verður mætt með öllum nauðsynlegum aðferðum, þ.á.m. með herafli." Sjá yfirlýsingu

Sunday, March 4, 2018

Hnattræn hersjórnarlist og gagnbylting

(birtist á vefritinu Neistum.is 5. febrúar 2018)

Þýddur er hér hluti af stærri grein eftir John Bellamy Foster úr marxíska tímaritinu Monthly Review, 3. hefti 2017, „Revolution and Counterrevolution, 1917–2017“. Þennan kafla um herstjórnarlist heimsvaldasinna og gagnbyltingar undangengin 100 ár er skynsamlegt að lesa í framhaldi bókar Leníns, Heimsvaldastefnan. Hæsta stig auðvaldsins. Þýðandi
Það var heimsvaldastefnan – ekki í hefðbundnu merkingunni sem spannar alla sögu nýlendustefnunnar [ætti þá frekar að skrifast „heimsveldisstefna“ Þ.H.] heldur tengd einokunarstsigi kapítalismans, eins og V.I. Lenín notaði hugtakið – sem myndaði differentia specifica eða ákvarðandi sérkenni kapítalisma 20. aldarinnar og ákvarðaði þar með skilyrði jafnt byltingar sem gagnbyltingar. Strax á seinni hluta 19. aldar hafði keppnin um nýlendurnar – sem hafði að miklu leyti mótað átökin innan Evrópu allt frá 17. öld – breyst í baráttu nýs eðlis: baráttu á milli ríkja ásamt auðhringum þeirra, ekki fyrir ákveðnum heimsveldissvæðum heldur fyrir hnattrænum yfirráðum í sífellt samþættaðra heimsvaldakerfi.1 Síðan þá hafa bylting og gagnbylting verið samtengdar í kerfinu sem heild. Allar byltingaröldur eftir það – oftast sprottnar upp á jaðarsvæðum þar sem kúgunin er harkalegust, magnaðar af arðráni heimsveldanna – hafa verið byltingar gegn heimsvaldastefnunni og hafa átt í höggi við heimsvaldasinnaða gagnbyltingu, skipulagða af kjarnríkjum heimskapítalismans.2 Það flækti þessa stöðu enn frekar að forréttindageiri verkalýðsstéttarinnar í þróuðum auðvaldsríkjum sýndist þéna óbeint á arðinum sem fenginn var frá jaðarsvæðunum og myndaði „verkalýðsaðal“, fyrirbæri sem Friedrich Engels benti á og seinna var skilgreint fræðilega af Lenín í Heimsvaldastefnunni, hæsta stigi auðvaldsins.3

Tuesday, October 17, 2017

Flóttamenn, heimsvaldastefna og hjartagæska

(Birtist í vefritinu neistar.is 16. okt 2017)

Ræðum nú aðeins flóttamannavandann. Sko, í kosningaumræðunni núna og íslenskri stjórnmálaumræðu er afar lítið talað um utanríkismál. Og sama sem ekkert um stríð og stríðshættu. Ein ástæðan er sú að það er engin raunveruleg stjórnarandstaða á þessu sviði á Alþingi. Það lengsta sem kosningaumræðan kemst inn á umrætt svið er að ræða „flóttamannavandann“. Af viðmælendum á götunni er ég dálítið spurður um afstöðu Alþýðufylkingarinnar til flóttamanna. Stundum í gagnrýnum tón, og er þá Alþýðufylkingunni líklegast ruglað saman við Íslensku þjóðfylkinguna, en það vandamál verður nú minna eftir skipbrot þess framboðs.

Umhyggja almennings gagnvart flóttamönnum sýnir heilbrigt hugarfar, síst skal gera lítið úr því. En fjöldi móttekinna flóttamanna er samt ekki aðalatriði málsins. Í fjölmiðlaumræðunni um flóttamenn, og í umræðu flokkanna flokkanna á Alþingi, er skipulega horft framhjá aðalatriði þess máls, orsökum flóttamannastraumsins. Höfuðorsakir hans eru í fyrsta lagi ránsstyrjaldir heimsvaldasinna og í öðru lagi misskipting og arðránskerfi heimsvaldastefnunnar. Hér mun ég eingöngu tala um fyrrnefnda atariðið.

Skv. tölum Flóttamannastofnunar SÞ (UNHCR) eru um 22 milljónir manna á heimsvísu skilgreindir flóttamenn utan eigin lands, fólk sem flýr stríð, átök og ofsóknir. Á 21. öldinni eru nokkrar stærstu uppsprettur flóttamanna Afganistan, Írak, Sómalía, Suður-Súdan, Jemen og Sýrland. Sýrland hefur verið stærsta einstaka uppspretta flóttamanna frá 2011 og hefur valdið stöðugum og örum vexti í heildarfjölda flóttamanna. Stærsti orsakaþáttur flóttamannasprengjunnar er stríðsrekstur bandamanna okkar, NATO-velda og bandamanna þeirra, í framantöldum löndum (Suður-Súdan býr að vísu ekki við hernaðarinnrás heldur borgarastyrjöld frá 2013 eftir að Bandaríkin og Vesturlönd þvinguðu í gegn skiptingu Súdans 2011). Að baki hinni vestrænu hernaðarútrás, sem kallast oftast „stríð gegn hryðjuvverkum“ býr gróðadrifin, kapítalísk heimsvaldastefna.

Það er mikil hræsni að aulýsa sig sem sérstakan vin flóttamanna en standa í reyndinni á bak við þær styrjaldir sem flóttamannastraumnum valda. Íslenskar ríkisstjórnir hafa stutt hernað Vesturlanda og bandamanna þeirra í Afganistan, Írak, Líbíu, Sýrlandi. Íslensk stjórnvöld hafa auk heldur með þögninni stutt glæpsamlegan stríðsrekstur Sádi-Araba gegn Jemen sem enda er studdur af forusturíkjum NATO.

Þarna breytir litlu eða engu um afstöðu Íslands hvort hér situr íhald við völd eða sk. vinstristjórnir, stuðningurinn við stríðsrekstur bandamanna okkar er óbreyttur. Stuðningur Davíðs og Halldórs við innrásina hroðalegu í Írak 2003 er frægur að endemum. Stuðningur íslensku vinstristjórnarinnar við stríð NATO gegn Líbíu 2011 var fumlaus og skilyrðislaus, stríð sem rak 2 milljónir á flótta, þriðjung þjóðarinnar. Svokölluð „uppreisn“ í Sýrlandi hófst einnig árið 2011. „Bandalag uppreisnarhópanna“ var skjótt viðurkennt og stutt af USA og NATO-ríkjum og bandamönnum þeirra við Persaflóa og af Ísrael – og af íslensku vinstristjórninni. „Uppreisnin“ leiddi af sér ómældar þjáningar fyrir landið. Fyrir hana voru sýrlenskir flóttamenn nánast óþekkt fyrirbæri en innan skamms var hálf þjóðin á flótta, innan landsins eða utan.

Flóttamannastraumur og framlög ríkja til „öryggis- og varnarmála“ hangir náið saman. Eins og áður sagði er stærsti orsakaþáttur flóttamannasprengjunnar hernaðarbrölt NATO-velda og bandamanna þeirra. Hvað um Ísland? Á vef Utanríkisráðuneytisins kemur fram að „hornsteinar varna landsins eru eftir sem áður varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 og aðild að Atlantshafsbandalaginu (NATO).“ Meginverkefni NATO í Evrópu nú um stundir er hernaðaruppbyggingin gagnvart Rússlandi. Loftrýmiseftirlitið við Ísland er hluti af því. Þar við bætast hinar efnahagslegu refsiaðgerðir USA og ESB gegn Rússum út af Úkraínudeilunni. Vestrænt stutt valdarán í Kiev og hernaður nýrra stjórnvalda þar gegn austurhéruðunum hefur leitt af sér flótta um 1 milljónar manna þaðan úr landi. Refsiaðgerðirnar gegn Rússum eru studdar af öllum flokkum á Alþingi og hin tvöfalda árásarstefna Vesturblokkarinnar gegn þeim mætir engri andstöðu á Alþingi Íslendinga.

Stríðsframlög Íslands eru einkum pólitískur stuðningur við stríð. En þó að við berum eingöngu saman „varnarmálaframlög“ Íslands og framlög til flóttamanna er útkoman mjög slæm. Á yfirstandandi ári eru framlög Íslands til „flóttamanna og hælisleitenda“ (150 milljónir) aðeins einn tíundi hluti af framlagi landsins til „öryggis- og varnarmála“ (1,5 milljarður).

Alþýðufylkingin krefst þess að Ísland auki framlög sín til flóttamanna mjög verulega. Samt er það aðeins einn þáttur málsins, og ekki sá mikilvægasti. Flóttamannastraumur er fyrst og fremst ein afleiðing af yfirgangi heimsvaldasinna. Aðalspurningin á að vera: Hver er afstaða ykkar/okkar til styrjaldanna í áðurnefndum löndum? Þá spurningu vilja stjórnamálaflokkar Alþingis ekki ræða. Hana vill RÚV ekki heldur ræða, bara afstöðuna til flóttamanna. Þetta þrönga sjónarhorn mætti yfirfæra á annað svið til glöggvunar, frá utanríkisstefnu t.d. yfir á lýðheilsustefnu. Segjum að stjórnvöld rækju þá lýðheilsustefnu að troða í þegnana sem allra mestu af sykri og ómeti – sem væri jú nokkurs konar sýklahernaður gegn þeim – og tækju svo afleiðingum hernaðarins með mikilli áherslu á bætta tannhirðu. Það væri einmitt hliðstætt þeirri stefnu Vesturlanda (þ.á.m. Íslands) að standa að hernaði víða um heim og gera svo móttöku flóttamanna að aðalatriði í lausn vandans.

Sem áður segir er Sýrland nú stærsta uppspretta flóttamanna á heimsvísu, en nú eru fréttir þaðan reyndar batnandi. Góðu fréttirnar eru ekki brjóstgæði einstaka Evrópulands í móttöku flóttamanna – enda gildir um þau flest það sama og um Ísland að framlag þeirra til stríðsþáttarins er margfalt meira en framlagið til flóttamanna – heldur eru það hernaðarlegir sigrar Sýrlandshers sem valda því að flóttamannastraumur þaðan er byrjaður að snúast við.

Tuesday, May 31, 2016

Stríð um heimsyfirráð - hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Birtist á fridur.is 24. maí og vefsíðu Alþýðufylkingarinnar 31. maí 2016
„Það er alheims stríð, það er allsherjar stríð og það er eyðilegging. Það á sín rök, það er hluti hnattræns kapítalisma. Á núverandi stigi er þetta þó ekki barátta gegn sósíalisma, en það er barátta gegn þjóðlegum kapítalisma. Með öðrum orðum, það eru hinar hnattrænu auðvaldselítur – aðallega ensk-amerískar þar sem hinar miklu fjármálamiðstöðvar Wall Street og London ráða för – gegn kapítalískum keppinautum, sem vel má nefna: Rússland og Kína – Kína er ekki kommúnískt land, Kína er kapítalískt land, í raun mjög þróað kapítalískt land, og eins er um Íran.“ (heimild)

              

Það er kanadíski samfélagsrýnirinn Michael Chossudovsky sem segir þetta. Í eftirfarandi grein tek ég undir þessa greiningu, helstu hernaðarátök nútímans taka á sig þessa mynd, heimselítan berst gegn þjóðlegum kapítalisma og sjálfstæði þjóða. Í framhaldinu spyr ég: Hvers vegna er það svo?

Eitt einkenni kapítalismans er hneigð auðmagnsins til að hlaðast upp, samruni, yfirtökur, stór gleypir lítinn, samruni útyfir landamæri þjóðríkja og sístækkandi efnahagseiningar. Risaauðhingar skipta með sér heimsmarkaðnum. Á pólitíska sviðinu ríkir samþjöppun í vaxandi valdablokkir. Heimskapítalisminn hefur frá 1945 einkennst af drottnunarstöðu eins ríkis, Bandaríkjanna. Um skeið var þó einnig fyrir hendi sterk blokk kennd við kommúnisma. En eftir lok kalda stríðsins og brotthvarf Austurblokkarinnar um 1990 varð heimurinn „einpóla“ með mikilli drottnunarstöðu Vesturblokkar, Bandaríkjanna ásamt bandamönnum.

Í upphafi var hugveitan
Hnattræn stjórnlist (strategía) bandarískrar/vestrænnar elítu er ekki mótuð á neinu þjóðþingi né í stofnunum SÞ. Hún er einkum mótuð í nokkrum hugveitum eða klúbbum þar sem saman koma fulltrúar bandarískrar og vestrænnar toppelítu – alls ekki þjóðkjörnir. Lýðræðið þvælist ekki mikið fyrir hinum raunverulegu valdhöfum heimsins. Af áhrifaríkustu hugveitum innan Bandaríkjanna ber að nefna Brookings Institution (stofnuð 1916), Hoover Institution (1921) og Council of Foreign Relations (1921) og Center for Strategic and International Studies (1962). Tvær þær síðastnefndu hafa öðrum fremur mótað utanríkisstefnu USA, en allir hafa þó klúbbarnir haft mikil og afgerandi áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Á alþjóðavettvangi starfa Bilderberg Group (stofnuð 1954 til að treysta samband N-Ameríku og V-Evrópu og „atlanticism“), Aspen Institute (stofnað 1950), Trilateral Commission (stofnað af David Rockefeller 1973 til að rækta og móta samband Norður Ameríku, Vestur Evrópu og Japans). Síðarnefndu klúbbarnir þrír eru hugveitur fyrir Vesturlönd en að uppruna og öllum grundvelli eru þeir bandarískir eins og hinir sem fyrr voru nefndir. Loks ber að nefna stofnunina The World Economic Forum, eins konar heimsþing vestræns einokurarauðvalds, hagsmunasamtök ca. 1000 voldugustu auðhringa á hnettinum, sem hittist árlega í Davos í Sviss og hefur mjög bein völd og setur pólitík á dagskrá vítt um hinn vestræna heim.

Friday, February 12, 2016

Frelsun Aleppo


(Stutt stöðufærsla á Fésbókarsíðu SHA 7. febr 2016 og lífleg umræða sem fylgdi)
Frelsun Aleppo, stærstu borgar Sýrlands, nálgast hratt. Það er hart að vita, kæru friðarsinnar, en úrslitin ráðst á vígellinum. Ekki í Genf. Takist þetta má segja að sjaldan hafi jafn einangruð þjóð unnið meiri sigur á heimsvaldasinnum. Hún er þó ekki alein meðan hún hefur stuðning Rússa. Straumurinn hefur snúist og verður varla snúið aftur nema með massífri vestrænni innrás. Vestrið á þó óhægt með að beita sér þar sem það þykist vera að berjast við ISIS og Al Kaída. Líklegra er að Tyrkir, Sádar, Katar, Furstadæmin o.s.frv. ráðist inn en þá er stuðningurinn við jíhadistana líka æpandi ljós. Illt að SHA og friðarhreyfingin treystir sér ekki til að taka afstöðu. Lesið Robert Fisk um málið.

Jonas Thor Gudmundsson Nú skil ég ekki nákvæmlega hvaða afstöðu þú vilt að SHA og friðarhreyfingin taki í þessu máli. Ég myndi halda svo að friðarhreyfingar almennt myndu aldrei taka afstöðu með vopnuðum átökum. Þetta er og verður áfram martröð fyrir íbúa svæðisins. Sama hvernig útkoman verður í Raqqa, þá verður aldrei nokkur "frelsun" í gangi - heldur áframhaldandi eymd og hörmung. Átökin verða ekki leyst með vopnum. Kannski er þetta barnalegur hugsanarháttur hjá mér.
Þórarinn Hjartarson Friðarhreyfing, Jónas, sem getur ALDREI tekið afstöðu í vopnuðum átökum, jafnvel ekki í þjóðfrelsisstríði gegn innrás heimsvaldasinna, er vængstífð og lömuð.

Stefán Pálsson Á friðarhreyfing að velja sér lið í styrjöldum í fjarlægum löndum? Um það geta menn deilt. - En varðandi þetta tiltekna stríð þá deili ég einfaldlega ekki þeirri skoðun Þórarins að hér sé um að ræða andstæðurnar þjóðfrelsislið vs. heimsvaldasinnað innrásarlið.

Þegar stríðið byrjaði lenti maður ótaloft í deilum við fólk sem vildi draga upp þá mynd að í Sýrlandi ættust við einræðisstjórn og lýðræðiselskandi almenningur. Það fór ekki lítill tími í að reyna að rökræða það mál og benda á að átakalínurnar væru fyrst og fremst eftir þjóðernis-, ættbálka og trúarbragðalínum. Að uppreisnarmenn væru upp til hópa súnníar á móti shíamúslimum, alavítum, kristnum, kúrdum og drúsum.

Sunday, January 3, 2016

22 greinar á Eldmessu um Sýrlandsstríðið


Ég opnaði bloggsíðu mína, eldmessa.blogspot.is, árið 2012 og fór að færa þar inn nýbirtar greinar mínar úr blöðum og af netinu. Frá og með 2012 hef ég skrifað og birt 72 geinar um stjórnmál, innlend og þó einkum alþjóðleg (16 fyrstu greinarnar teljast hér ekki með, voru skrifaðar á tímabilinu 2009-2011). Þetta þýðir að meðaltali 18 greinar á ári. Alveg viðunadi afköst meðfram stálsmíðunum. 


Þegar þessar 72 greinar eru skoðaðar sést að algengasta atriðisorðið í þeim er SÝRLAND. Alls 22 þeirra hafa Sýrland sem atriðisorð. Í flestum tilfellum er verið að fjalla um stríðið í Sýrlandi. Fyrstu þrjár Sýrlandsgreinarnar eru frá árinu 2012, en áherslan á Sýrland hefur smám saman farið vaxandi og á árinu 2015 fjölluðu 15 af 22 greinum mínum eitthvað um landið og/eða stríðið (reyndar 7 greinar bara í nóvember). Það segir auðvitað allt um þá áherslu sem ég vil leggja á það stríð sem þar geysar. Ég á ekki von á  að aðrir Íslendingar hafi skrifað meira um Sýrlandsstríðið, auk þess sem ég vísa auðvitað mikið í greinar annarra manna sem eru heimildir mínar. Ég tel þess vegna ekki úr vegi að safna hér saman þessum greinum frá fjórum síðustu árum.

Erdóganfjölskyldan, ISIS og smyglolían  nóvember 2015
Tólf tesur um ISIS  nóvember 2015
Innrásin í Sýrland  ágúst 2015






Wednesday, November 18, 2015

Tólf tesur um ISIS

(Birtist á fésbók Samtaka hernaðarandstæðinga 17. nóv 2015)

Tólf tesur um ISIS: 1) Innrásarstríðið í Írak 2003-2011 tókst illa. Þess vegna ákváðu vestrænir strategistar og hugveitur að dulbúa komandi innrásir og taka vígin frekar „innan frá“. 2) Í Miðausturlöndum þýddi nýja aðferðin að styðja ákveðnar fylkingar herskárra íslamista (af súnní-meiði) til uppreisnar gegn óæskilegum stjórnvöldum, út frá trúarbragðalínum. 3) Heimsvaldasinnar beittu fyrir sig uppreisnaröflum fjandsamlegum Vestrinu – sem fullkomnaði dulbúninginn, en reyndar eru herskáir íslamistar sjaldnast vestrænt sinnaðir. 4) Áður hafði CIA beitt svipaðri taktík í Afganistan gegn Sovétmönnum og þá skapað m.a. Al Kaída. 5) Eftir það höfðu Washington og NATO einkum notað Al Kaída sem yfirvarp „stríðs gegn hryðjuverkum“. 6) En í Líbíu 2011 þótti nýja aðferðin sanna sig með glans. 7) Sýrland var næsta lota og uppþotin þar í „arabíska vorinu“ 2011 urðu strax afar blóðug. Ári síðar var „Þjóðareining“ uppreisnaraflanna stofnuð og USA og Vesturlönd viðurkenndu hana strax sem hið „lögmæta stjórnvald“ Sýrlands. 8) ISIS byrjaði sem „Al Kaída í Írak“ sem barðist gegn innrás USA þar. Hópurinn naut ekki stuðnings utanlands frá og óx því ekki neitt. 9) Hins vegar þegar uppreisnin hófst í Sýrlandi 2011 fór hreyfingin yfir landamærin frá Írak, blandaðist þarlendum Al Kaída-hópi (Al Nusra) og spratt nú sem arfi á mykjuhaug. 10) Í leyniskýrslu bandarísku Leyniþjónustu hermála (DIA) frá 2012 segir um hreyfinguna sem nú kallaði sig ISI: „Ástandið sýnir að það er möguleiki að stofna yfirlýst eða óyfirlýst furstadæmi salafista í Austur-Sýrlandi og það er einmitt það sem stuðningsveldin við andspyrnuna vilja.“ 11) Árið 2014 stökk ISIS fullskapað inn á sviðið sem stórveldi í krafti gríðarlegs vopnavalds, lýsti yfir kalífati og lagði undir sig sístækkandi huta Sýrlands og Íraks. Af því hún naut nú massífs stuðnings utanlands frá. 12) ISIS er skilgetið barn vestrænnar heimsvaldastefnu. Það er hinn forboðni sannleikur sem ekki má nefna, og enginn nefndi heldur í umræðunni um Parísarhryðjuverkin á Alþingi í dag.

Sunday, November 15, 2015

Heimsvaldastefnan er týndi hlekkurinn

Vera Illugadóttir skoðaði „Líf og dauða í Sýrlandi“ í tveimur útvarpsþáttum. Sérstaklega fyrri þátturinn var upplýsandi. Jóhanna Kristjánsdóttir og Finnbogi Rútur Finnbogason lýstu opnu, gestrisnu samfélagi einkenndu af trúarlegu umburðarlyndi og bjartsýni, „léttur þægilegur andi eins og í Istanbúl eða París“. Svo kemur þáttur tvö um „rætur borgarastyrjaldar“. „Arabíska vorið“ 2011 kemur til Sýrlands eins og sprenging og samfélagið tortímir sér skyndilega í trúardeilu svo hálf þjóðin lendir á vergangi og flótta. Ekki upplýsandi! Vera dettur í heilaþvottavélina, endurtekur tuggu væstrænna fréttastofa um friðasamleg mótmæli sem stjórnvöld siguðu hernum á, ekki orð um stuðning vestrænnar leyniþjónustu eða Persaflóaríkja við uppreisnina frá fyrsta degi í Daraa eða stöðugan straum birgaðflutninga til uppreisnarmanna yfir landamæri Tyrklands og olíustrauminn hina leiðina. Líkt og vestrænar fréttastofur nefnir hún aldrei þátt vestrænnar heimsvaldastefnu. Það er tapaði hlekkurinn í þróunarkeðju atburðanna. 

Heimsvaldastefnan, þjóðríkið og Sýrlandsstríðið

(Ræða lesin á málþingi Rauðs vettvangs um marxisma í Friðarhúsi 7. nóv 2015)

Heimsvaldastig kapítalismans inniber átök milli efnahagslegra/pólitískra blokka sem bítast um markað og áhrifasvæði. Út úr slíkum átökum hafa sprottið mörg staðbundin stríð sem og báðar heimsstyrjaldir 20. aldar. Lenín skrifaði eftirfarandi um eðli heimsvaldastefnunnar: „Þeir [kapítlistarnir] skipta heiminum „í hlutfalli við fjármagan“, „í hlutfalli við styrkleik“. Um aðra aðferð getur ekki verið að ræða við skilyrði vöruframleiðslu og auðvalds. En styrkleikahlutföllin raskast með þróun efnahags- og stjórnmála... hvort sem sú röskun er „hrein“-efnahagsleg eða af öðrum rótum runnin (t.d. hernaðarlegum).“ (Lenín, Heimsvaldastefnan – hæsta stig auðvaldsins, bls 97-98)
Útþenslan er hreyfiafal og sál kapítalismans. Þegar í lok 19. aldar var heiminum fullskipt upp milli auðvaldsblokka. Heimsvaldastefnan þolir hvergi neitt „tómarúm“ því útþensluhneigt auðmagnið flæðir þá inn í viðkomandi tómarúm. Stundum gerist það með verslun og hreinni fjármagnsútrás ( sbr. „hnattvæðingu auðhringanna“) en stundum með hernaðarútrás, jafnvel þar sem blokkirnar bítast með vopnum.
Það hefur sýnt sig að á hverjum tíma eru hinar ólíku efnahags- og stjórnmálablokkir misjafnlega árásarhneigðar, mishneigðar til að beita herstyrk. Af mismunandi ástæðum. Fyrir fyrri heimsstyrjöld og þó enn frekar á 4. áratugnum var Þýskaland mjög árásarhneigt ríki. Þegar þýskur iðnaðarkapítalismi komst til þroska eftir sameiningu Þýskalands á 19. öld markaðist tilvera hans af þröngu olnbogarými, af því skipting stórvelda á heiminum í formi nýlendna og áhrifasvæða var þá þegar langt komin. Þýskaland hafði komið seint að „borðinu" svo misræmi var á milli gríðarmikils efnahagsstyrks þess og hins tiltölulega litla olnbogarýmis (hér er fylgt greiningu Leníns).
Krafa nasismans um „lífsrými“ skýrist af þessu og einnig stuðningur þýska stórauðvaldsins við nasismann og áform hans um hervæðingu efnahagslífsins og landvinninga. Lenín hafði skrifað: „Hvaða úrræði annað en stríð kemur til greina á auðvaldsgrundvelli til þess að eyða misræmi á milli þróunar framleiðsluaflanna og samsöfnunar fjármagns annars vegar og skiptingar nýlendna og áhrifasvæða hins vegar?“ (Heimsvaldastefnan – hæsta stig auðvaldsins, bls. 130)  

Tuesday, March 24, 2015

Friðarbaráttan og SHA



Friðarhreyfingin á Vesturlöndum hefur undanfarin ár verið lítt virk og sýnist mjög ráðvillt gagnvart nýjum stríðum í Líbíu, Sýrlandi, Írak, Úkraínu og víðar. Ekki heldur SHA á Íslandi tekst að taka skýra afstöðu Í þessum stríðum, hvað þá að skipuleggja öfluga baráttu fyrir friði.
Þetta er breyting frá því sem áður var. Ég fékk pólitíska skírn í baráttunni gegn stríðsrekstri Bandaríkjanna í Víetnam, stríði sem ól af sér mesta andheimsvaldastarf 20. aldarinnar. Alþjóðleg samstaða átti stóran þátt í sigri víetnömsku þjóðarinnar 1975 og sú hreyfing olli pólitískri ólgu á Vesturlöndum og gerði mína kynslóð róttæka. Viðlíka gerðist aftur í tengslum við innrás „hinna viljugu“ í Írak 2003. Þá kviknaði aftur öflug grasrótarbarátta gegn stríði um hinn vestræna heim. Mannfjöldinn í götumótmælum var hliðstæður við hátinda Víetnambaráttunnar. Og mótmælahreyfingin gegn stríðinu vann áróðursstríðið svo Bush og Blair stóðu uppi sem ærulausir stríðsglæpamenn sem höfðu falsað gögnin um „gjöreyðingarvopn Saddams“.
Mótmælin gegn Íraksstríðinu á Íslandi voru líka mjög kröftug. Mánuðum saman voru vikulegir útifundir haldnir í Reykjavík. Allt annað gildir um nýjustu stríðin. Engin mótmæli eða ályktanir komu frá SHA né öðrum þegar stríð NATO geysaði í Líbíu. Og sama er uppi á teningnum í Sýrlandi, í stríði sem USA og ESB-veldin reka gegnum staðgengla. Breytingin er afskaplega sláandi. Ég ætla að slá því fram að meginorsakirnar séu tvær:


Í FYRSTA LAGI  skýrist hin ráðvilta afstaða fjölmargra friðarhreyfinga af því að heimsvaldasinnar tóku upp „smart power“ (sniðuga beitingu valds). Þeir píska upp stemningu gegn útvöldum „harðstjórum“, beita fyrir sig mannréttindasamtökum (NGO´s) og skipuleggja miklar ófrægingarherferðir gegnum heimspressuna. Slíkar herferðir geta tekið stefnu á íhlutun frá „alþjóðasamfélaginu“ undir merkjum „mannúðarinnrásar“ (sbr Líbíu), eða þá, sem algengara hefur orðið, að valin er leið stríðs gegnum staðgengla. Þá felst íhlutunin í að styðja uppreisn óánægðra trúarhópa eða þjóðernishópa og byggja upp og vopna her málaliða, oftast undir trúarlegri eða þjóðernislegri yfirskrift. Þriðja aðferðin er að ráðist er á fórnarlömbin út frá endurnýjaðri kennisetningu um „stríð gegn hryðjuverkum“ (sbr Sýrland og Írak 2014). Lömun friðarhreyfingarinnar liggur þá í því að hún kaupir að einhverju leyti þessar opinberu skýringar stríðsaflanna á hernaðinum. Um þessar aðferðir kenndar við  „smart power“ fjalla ég í  annarri grein:

Thursday, May 22, 2014

Þýska Septemberprógrammið frá 1914 orðið að veruleika

Stórauðvaldið hefur almennt ekki mjög ákveðnar pólitískar skoðanir. Það styður einfaldlega þann pólitíska valkost sem tryggir best gróðann og þenslumöguleikana á hverjum tíma. Þess vegna tekur vald auðsins á sig ólíkar birtingarmyndir.
Tökum þýskt stórauðvald sem dæmi. Þegar þýskur iðnaðarkapítalismi komst til þroska eftir sameiningu Þýskalands á 19. öld markaðist tilvera hans af þröngu olnbogarými, af því skipting stórvelda á heiminum í formi nýlendna og áhrifasvæða var þá þegar langt komin. Þýskaland hafði komið seint að „borðinu" svo misræmi var á milli gríðarmikils efnahagsstyrks þess og lítils olnbogarýmis. Í tímans rás hefur þýskt stórauðvald brugðist við þessari stöðu á talsvert mismunandi vegu. Samt er í því veruleg samfella.
Bethmann Hollweg kanslari
Árið 1914. Í septembermánuði það ár þegar rúmur mánuður var liðinn af fyrra stríði - mánuður sem gekk Þjóðverjum mjög í vil - lagði Bethmann Hollweg Þýskalandskanslari framstyrjaldarmarkmiðin fyrir ríkisstjórn sína og næsta valdahring íSeptemberprógramminu. Þar stóð:
„Mynda þarf Miðevrópskt efnahagssamband og tollabandalag sem nái yfir Frakkland, Belgíu, Holland, Danmörku, Austurríki-Ungverjaland, Pólland og mögulega Ítalíu, Svíþjóð og Noreg. Sambandið mun líklegast verða án sameiginlegs stjórskipunarlegs stjórnvalds og hafa yfirbragð jafnréttis meðal þátttakenda, þó það verði í reynd undir þýskri forustu, og verði að tryggja ráðandi stöðu Þýskalands í Mið-Evrópu." 
Skömmu síðar snérist stríðsgæfan á móti Þjóðverjum og stríðsmarkmiðin ýttust inn í framtíðina.
Árið 1933. Framan af höfðaði þýski Nasistaflokkurinn einkum til millistéttar en í djúpi kreppunnar 1932/33 vann hann tiltrú stórauðvaldsins. Það gerði flokkurinn einfaldlega með því setja hagsmuni þess í forgang: lofa harðri baráttu fyrir auknu landrými („lífsrými", nokkuð sem var í stefnuskrá flokksins frá upphafi), með því að leggja fram áform um hervæðingu efnahagslífsins sem leið út úr kreppunni, ennfremur bjóða sig fram sem brjóstvörn gegn kommúnisma/sósíalisma og róttækri verkalýðshreyfingu.
Auðhringar Þýskalands mynduðu kjarnann í efnahagskerfi nasista og stuðningur þeirra var meginforsenda fyrir völdum flokksins. Það er siður að dylja þetta með því að lýsa Þýskalandi sem einræði illmennis. Stjórnarfar Nasistaflokksins var um margt sérstætt. Hugmynd nasista um „lífsrými" var öðru vísi en Septemberprógrammið og gerði ráð fyrir opinskárri undirokun annarra (óæðri) þjóða. Samt var þetta stjórnarfar fyrst og fremstein birtingarmynd á stéttarveldi þýsks auðvalds. Aðferðin skilaði gróða og landvinningum allt til Stalíngrað en snérist síðan í hamfarir. En hamfarirnar eru kapítalismanum hollar og lögðu grunn að nýju þýsku blómaskeiði.
Árið 2014. Þýskt auðvald - ásamt einkum því franska - hefur alla tíð verið forystuaflið í Evrópusamrunanum. Eftir því sem hnattvæðing viðskiptanna náði sér á flug, m.a. með falli Austurblokkarinnar hefur ESB orðið múrbrjótur hnattvæðingar í formi frjáls fjármagnsflæðis og flæðis vöru og vinnuafls á sameiginlegum evrópskum markaði. Djúp kreppa Rússlands á 10. áratugnum auðveldaði sókn ESB inn í Austur-Evrópu. Sambandið beitti eigin viðskiptamúrum gagnvart löndunum: Ef Austur-Evrópulönd vilja aukin viðskipti við ESB-markaðinn verða þau að ganga í ESB! Eftir það áttu svo auðhringar ESB ­- og sérstaklega Þýskalands - óhindraðan aðgang inn í þessi lönd.
ESB-svæðið er nú tvískipt, skiptist í kjarnsvæði norðan og vestanvert og jaðarsvæði í suðri og austri. Kjarninn - og Þýskaland sérstaklega - blæs út sem útflutningshagkerfi og lánveitandi en jaðarsvæðin verða undir í samkeppninni og verða hjálendur í skuldafjötrum. Fjármálaöflin í ESB setja hinum skuldugu löndum skilmálana, afsetja jafnvel ríkisstjórnir og setja sitt fólk í staðinn. „Samstarfssamningur" sá sem ESB bauð Úkraínu í fyrra ber öll merki sömu útþenslustefnu, ekki síst sker hann mjög á hin nánu tengsl landsins við Rússland. Sjá grein mína um samstarfssamninginn:http://vinstrivaktin.blog.is/blog/vinstrivaktin/entry/1382814/. Dæmið Úkraína sýnir líka að evrópskt stórauðvald styður fasista til valda ef nauðsyn krefur til að tryggja gróða sinn og þenslumöguleika.
Það eru ekki grófar ýkjur að kalla Austur- og Suður-Evrópu efnahagslegan bakgarð Þýskalands. Það eru alls ekki grófar ýkjur að segja að þýska Septemberprógrammið frá 1914 sé orðið að veruleika.