(Birtist í Fréttablaðinu 25 júní 2014)
Eftir bæjarstjórnakosningarnar hafa frjálslyndir fjölmenningarsinnar gert harða hríð að Framsóknarflokknum út af moskumálinu. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir gaf útlendingaandúð undir fótinn og græddi atkvæði á því. Að gera moskumálið eftir á að spurningu um skipulagsmál var hentistefna hjá Sigmundi Davíð þegar réttindi trúarhópa eru auðvitað prinsippmál.
ESB-sinnar fjandskapast við Framsóknarflokkinn og þykir gott að geta bendlað hann við þjóðrembu, helst rasisma. Fjölmenning er jú ein helsta yfirskrift Evrópusamrunans.
Það er þó vonum seinna að upp komi umræða um innflytjendamál og fjölmenningu á Íslandi. Hlutfall erlendra ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði er nú nálægt 10 prósentum og ferðamenn á síðasta ári voru um 800 þúsund. Hraðfara breyting og margt sem ræða þarf.
Kosningaumræðan í Reykjavík var á sinn hátt endurómur af umræðu úti í Evrópu eftir kosningar til Evrópuþingsins nokkrum dögum áður. Þar unnu hægrisinnaðir ESB-andstæðingar stórsigur í Frakklandi, Bretlandi, Danmörku og miklu víðar, en Syrisa, vinstriróttækur andstæðingur ESB, varð langstærsti flokkurinn í Grikklandi. ESB skelfur.
Viðbrögðin urðu mjög þau sömu og á Íslandi. Frjálslyndir borgaraflokkar og sósíaldemókratar og jafnvel vinstrikratar semja sátt sín á milli þegar berjast skal við þennan popúlíska straum. Frjálslyndið er í húfi og fjölmenningin – og Evrópuhugsjónin.
Hér má lesa greinar eftir ÞÓRARIN HJARTARSON um þjóðfélagsmál úr mismunandi miðlum frá og með 2009 (bloggsíðan stofnuð 2012). Um yfirgang og hernaðarstefnu heimsvaldasinna og andófið gegn þeim. Um framrás hnattvædds kapítalisma og viðnámið gegn honum. Um aðkallandi verkefni verkalýðshreyfingarinnar. Um sögu og framtíð sósíalismans. Í febrúar 2017 eru greinarnar orðnar 134.
Showing posts with label fjölmenningarstefna. Show all posts
Showing posts with label fjölmenningarstefna. Show all posts
Thursday, June 26, 2014
Saturday, February 16, 2013
Fjölmenningarstefnan
(birtist á Vinstri vaktin gegn ESB 16. febr 2013)
Fjölmenning er
í tísku. Til vinstri og til hægri. Þó yfirleitt meira meðal vinstri manna en
hægri. Orðið „fjölmenning“ er t.d.
meðal algengustu orða og orðhluta í útgefnu efni frá Vinstri grænum. Alþjóðlega
sinnaðir vinstri menn vilja taka vel á móti innflytjendum. Þeir vilja borða
fjölbreytilegan mat á veitingastöðunum, líka sleppa við vegabréfaskoðun á
ferðalögum. Og þeir umgangast ógjarnan fólk sem þeir kalla „einangrunarsinna“. Ekki
síst á þetta við um „evrópusinnaða“ vinstrið.
Þetta ber ekki
að hæða. Í Evrópu er fyrir hendi skuggaleg hefð þjóðrembu, rasisma, íslamófóbíu
o.fl. – tengt gróinni nýlendustefnu í sögu álfunnar. Hægri popúlisminn
blómstrar sums staðar í áfunni, bíður færis annars staðar. Varðstaða gegn
þeirri óáran er mjög mikilvæg. Og það má vissulega margt gott segja um
uppbyggilega fjölmenningarhyggju.
Þá er á það að
líta að fjölmenningarstefna hefur verið ríkjandi hugmyndafræði og ein
yfirskrift evrópusamrunans í áratugi. Hins vegar eru það ekki vinstri menn sem
hafa stjórnað tilurð og vexti ESB, heldur evrópskt stórauðvald. En þó að stórauðvaldið
veifi sömu kjörorðunum og vel meinandi vinstri sinnaðir fjölmenningarsinnar er
það annað sem vakir fyrir því.
Lítum aðeins á
hugmyndafræðina bak við samrunaþróunina. Hvað snertir hina YTRI þróun
Evrópusambandsins þá er markmið evrópskra risaauðhringa að þurka út landamærin,
afnema þjóðríki, og skapa eitt stórveldi á heimsmælikvaðra sem getur keppt við
bæði Bandaríkin og Kína (þó svo að samstaða með USA á móti Kína þyki mikilvæg
nú um stundir). Evrópska samrunaferlið er hluti af því sem nefnt hefur verið
hnattvæðing fjármagnsins og markaðarins. Hugmyndafræðina má líka kenna við
alþjóðahyggju auðmagnsins.
Ekki síður
mikilvæg er INNRI þróun þeirra samfélaga sem mynda Evrópusambandið. Þar er svonefnt
„fjórfrelsi“ ígildi Móses og spámannanna: frjálst flæði fjármagns, vöru,
þjónustu og vinnuafls. Stefna stórauðvaldsins varðandi þróun vinnumarkaðarins
er að vinnuaflið sé sem hreyfanlegast. Tilgangurinn með hreyfanleikanum er
einfaldur: lækkun launa, meðfærilegri verkalýðshreyfing. Innflutningur
vinnuafls frá láglaunalöndum til Kárahnjúkavirkjunar virkaði nákvæmlega þannig:
hélt niðri kaupi og kjörum, og var lítill smjörþefur af þess konar „frjálsu
fræði“ í hnattvæddum heimi. Ekki er þó hægt að segja upphátt að markmiðið sé
þetta. Á stofnanamálinu heitir það „sveigjanlegur vinnumarkaður“ og
„fjölmenningarsamfélag“.
Þýskaland er fyrirmyndarland
að þessu leyti. Þar hefur tekist, einkum eftir aldamótin, að þrýsta
lágmarkslaunum verulega niður á við. Það hefur helst gerst með innflutningi
ódýrs vinnuafls, einkum frá Austur-Evrópu. Þannig hefur Þýskalandi tekist að
slá út í samkeppninni stóra hluta atvinnulífsins í Suður-Evrópu. Eitt svarið
við þýsku markaðssókninni í löndum eins og Spáni og Ítalíu er af svipuðum toga:
innflutningur á ólöglegu vinnuafli frá Afríku sem hefur nokkurs konar
þrælastöðu. Í Ítalíu er þetta fólk í neti mafíunnar og starfar oftar en ekki að
landbúnaðarstörfum. Ítalska launþegahreyfingin CGIL hefur gert könnun á umfangi
þrælavinnunnar og fundið út að allt að 700 000 manns vinni í landinu sem
nútímaþrælar (sjá hér).
Í grein minni Goldman Sachs &
“Masters of the Eurozone” 13 janúar var minnst á Írann Peter
Sutherland sem einn af toppmönnum í evrópsku efnahagselítunni. Hann var áður ríkissaksóknari á Írlandi,
stjórnarformaður í olíurisanum BP, stjórnarmaður í Bilderberg Group og fulltrúi
Írlands í Framkvæmdastjórn ESB. Nú er hann stjórnarformaður í Goldman Sachs International og sérlegur
fulltrúi SÞ á sviði fólksflutninga. BBC greindi frá ræðu hans í bresku Lávarðadeildinni í júní 2012 þar sem
hann sagði að ESB yrði að „vinna gegn þjóðlegri einsleitni“ í aðildarríkjunum.
Höfum í huga að hér er það í raun fjölþjóðlegt ESB-auðvald sem
talar, ekki írskur stjórnmálamaður: „Hækkandi
aldur og fólksfækkun í Þýskalandi eða suðurríkjum ESB eru lykilrök fyrir – ég hika
við að nota orðið af því að fólk snýst gegn því – þróun fjölmenningarríkja… í
okkar [evrópsku] þjóðfélögum hlynnum við enn að hugmyndinni um einsleitni okkar
og það hve ólík við séum öðrum. En það er einmitt það sem ESB ætti að kappkosta
að grafa undan… fólksflutningar
eru afgerandi hreyfifræði hagvaxtar í mörgum ESB-löndum, hversu erfitt sem það
er að útskýra það fyrir þegnum þeirra ríkja.“
Óskaumhverfi
og meðvitað markmið stórauðvaldsins (í ESB-ríkjum og reyndar miklu víðar) er
sundurleitur vinnumarkaður og sundraður verkalýður á mikilli hreyfingu. Þar sem
einn hópur launafólks skilur ekki mál annars o.s. frv. Þetta er herfræði
efnahagselítunnar gegn launafólki. Í þessu spili hennar eru vinstri
fjölmenningarsinnar velmeinandi sakleysingjar, en mjög nytsamir sem slíkir.
Þeir eru jú löngu hættir að spyrja um stéttarhagsmuni á bak við stjórnmál.
Í þessum
jarðvegi eiga síðan rasisminn og hægri popúlisminn ákjósanleg vaxtarskilyrði,
því betri sem kreppan dýpkar meira, og eiga trúlega næsta leik – nema
skipulegri verkalýðshreyfingu takist að sjá við sundrunarstefnu auðvaldsins og
sameinast á stéttarlegum grundvelli, bæði innan ríkja og þvert á landamæri.
Subscribe to:
Posts (Atom)