Showing posts with label efnavopn. Show all posts
Showing posts with label efnavopn. Show all posts

Wednesday, December 11, 2019

OPCW og reykskýið yfir Sýrlandsstríðinu

(birtist á Neistum 30. nóvember 2019)
                                                       Höfuðstöðvar OPCW í Haag               

Það er gott efni um Sýrlandsstríðið í síðustu Stundinni. Birt eru gögn frá Wikileaks sem sýna óheiðarlegar aðferðir Efnavopnastofnunarinnar í Haag, OPCW. Uppljóstrari úr rannsóknarteymi OPCW sem sent var á vettvang meintrar „efnavopnárásar“ í Douma (í útjaðri Damaskus) fordæmir hina opinberu skýrslu OPCW með hagræddum niðurstöðum um atburðinn, en þær hagræddu niðurstöðu voru „nýttar til að réttlæta loftárásir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands" á Damaskus eins og Gunnar Hrafns Jónsson skrifar í greinargóðri og afhjúpandi grein um málið.

Það eru mikil og jákvæð tíðindi að áhrifamikill fjölmiðill á Íslandi skuli ganga gegn hinni opinberu mynd af Sýrlandsstríðinu, og virðist það tengjast upptekinni samvinnu Stundarinnar við Wikileaks. Og íaðsendri grein í netútgáfu Stundarinnar 26. nóvember skrifar Berta Finnbogadóttir nánar um það hvernig sannleikurinn um árásina í Douma hafi verið þaggaður niður af Vesturlöndum.

Það var frá upphafi fullkomin rökleysa í því að Sýrlandsher skyldi beita efnavopnum þegar hann var að vinna fullnaðarsigur á þessu svæði (ýmist kennti við Douma eða Ghouta) og kalla með því yfir sig aðgerðir vestrænna ríkja enda hafði Obama lýst yfir að beiting efnavopna væri „rauða strikið“ sem réttlæta myndi íhlutun. Og eftir þessar síðustu afhjúpanir blasir það við öllum sem vilja sjá að það var aldrei gerð nein „efnavopnaárás“ í Douma vorið 2018, umræddur „atburður“ var aðeins hluti af því reykskýi sem stöðugt er framleitt til að viðhalda íhlutun þeirra sem standa á bakvið stríðið gegn Sýrlandi.

Gleymum því ekki að Íslenska ríkisstjórnin lýsti yfir stuðningi við loftárásir Bandaríkjanna, Breta og Frakka á Damaskus 14. apríl. NATO lýsti yfir stuðningi við aðgerðirnar og Jens Stoltenberg sagði hiklaust að hann hefði til þess umboð allra NATO-ríkja.
Viðbrögð Guðlaugs Þórs voru bergmál af viðbrögðum t.d. Noregs og Danmerkur: Hann gaf sér að það væri rétt að a) efnavopnum hefði verið beitt í Douma og b) að Sýrlandsher hefði beitt þeim. Þess vegna væri það „skiljanlegt við þessar aðstæður að Frakkland, Bretland og Bandaríkin hafi ákveðið að hefja afmarkaðar loftárásir og það á staði sem geyma slík vopn og jafnframt senda þau skilaboð að notkun þeirra hafi afleiðingar í för með sér“ Sjá hér.

Allt er þetta mjög afhúpandi. Ferill Douma-efnavopnamálsins afhjúpar samspil meginstraumsmiðla, vestrænna ríkisstjórna og alþjóðastofnana til að viðhalda reykskýinu yfir Sýrlandsstríðinu. Og það afhjúpar sérstaklega OPCW sem eitt tannhjólið í vél ríkjandi afla.


Blekkingahernaður í skrefum
Fyrsta skref: Hvítu hjálmarnir æpa upp um efnavopnaárás í Douma – og hún geti bara hafa komið frá Sýrlandsher (orustan um Douma var þegar útkljáð). Annað skref: Meginstraumsmiðlarnir slá föstum „sannleikanum“ um efnavopnaárás. Þriðja skref: Bandaríkin, Bretland og Frakkland gera loftsekytaárásir á Damaskus áður en möguleg efnavopnaárás er rannsökuð (Guðlaugur Þór segir þá að það þurfi „að senda skýr skilaboð“). Fjórða skref: OPCW sendir rannsóknarteymi á vettvang. Fimmta skref: Tíu dögum síðar senda Rússar annað teymi til höfuðstöðva OPCW með vitnisburð sem styður ekki „sannleikann“ um efnavopnaárás. Sjötta skref: Bandaríkin, Ísland og 14 önnur ríki stimpla framtak Rússa sem „truflanir, áróður og falsfréttir“ og lýsa fullu trausti á OPCW (sjá grein Bertu). Sjöunda skref: Rannsóknarteymið skilar til yfirstjórnar OPCW skýrslu sem styður ekki „sannleikann“ um efnavopnaárás. Áttunda skref: Yfirstjórn OPCW sendir samt út skýrslu, ritskoðaða skýrslu, sem hægt er að túlka sem stuðning við „sannleikann“ um efnavopnaárás – að rannsóknin hafi útvegað „haldgóðar fosendur til að álykta að notkun eiturefna sem vopn hafi átt sér stað“ https://uk.reuters.com/article/uk-mideast-crisis-syria-chemicalweapons/chemical-weapons-agency-toxic-chemical-used-in-attack-on-syrian-rebel-town-last-april-idUKKCN1QI586 – og meginstraumsmiðlar útbásúnuðu þetta. Níunda skref: Uppljóstrari úr rannsóknarteymi OPCW stígur fram og bendir á að ritskoðaða skýrslan hagræði niðurstöðum rannsóknarteymisins og falsi þær þannig. Tíunda skref: Yfirforstjóri OPCW lýsti yfir í fyrradag 25 nóvember, þvert á framkomnar uppljósranir, að hann standi við fyrri yfirlýsingu um notkun eiturefnavopna.

Atburðurinn í Douma var sviðssetning stríðsaðila sem kölluðu eftir vestrænni íhlutun. Þegar engin spor fundust um efnavopn var rannsóknin fölsuð af OPCW. Þegar fölsunin er dregin fram í dagsljósið bregðast meginstraumsmiðlar almennt við með þögn. Einstaka eins og AFP vísa til reykskýsins yfir Sýrlandi og segir að þarna séu Rússar og Sýrlendingar „reyna að grugga vatnið varðandi meintar árásir herja Assads forseta.“ Sjá hér.

Sviðssetning, já. En í kringum hana birtu Hvíthjálmarnir margar myndir af dánum börnum sem áttu að vara „gasfórnarlömb“ frá Douma. Enn á eftir að svara því hvernig þessar myndir af raunverulegum barnalíkum eru til komnar. En það er hætt við að meginstraumsmiðlarnir hafi engan áhuga á því ef það samræmist ekki hinum fyrirframgefna „sannleika“ um Sýrlandsstríðið.

Saturday, July 8, 2017

Fleiri göt á lygahjúpinn um eiturgasið í Sýrlandi

(birtist á fésbók SHA 7. júlí 2017)
                                                   Fréttamynd um fórnarlamb saríns í Khan Sheikhoun

Meðhöndlun vestrænnar pressu á nýlegum eiturgas-skrifum Seymour Hersh segir sitt um fjölmiðlafrelsið í hinum vestræna heimi. Heimildarmenn hans í bandarískri leyniþjónustu sögðu honum að opinbera útgáfan af eiturárás í sýrlenska bæinn Khan Sheikhoun – sem gaf Trump yfirvarp til að hefja opið stríð gegn Sýrlandsstjórn – væri fals. Hersh gat ekki komið greinum sínum í neitt útbreitt blað í Bandaríkjunum eða Bretlandi. Um síðir kom hann þeim í þýska vikublaðið Welt am Sonntag. Þá kom næsti leikur meginstraumspressunnar: Hún hefur síðan fylgt SKIPULEGRI ÞÖGGUN gagnvart þessum afhjúpunum. Þegjum manninn í hel! Þögnin nær þó ekki til mótstraumsmiðla, og um þá ratar Hersh vel. Um þetta fjallar Jonathan Cook á Counterpunch: sjá heimild.

Aðra glufu í sama lygahjúp gerir Bandaríkjamaður að nafni Scott Ritter. Hann var æðsti vopnaeftirlitsmaður SÞ í Írak frá 1991 til 1998, þ.e.a.s. á undan Hans Blix, og staðhæfði þá staðfastlega að ásakanirnar um gjöreyðingarvopn Íraka væru fals. Þungaviktarmaður m.ö.o. Hann skrifaði núna grein í The American Conservative 29/6. Þarna kannar hann skipulega þau gögn sem lögð hafa verið fram um Khan Sheikhoun, að Sýrlandsher hafi „kastað sarínsprengju“. Gögnin eru myndir frá „Hvítu hjálmunum, myndir sem einkum hafa verið greindar af Human Rights Watch sem hafa dreift þeim áfram gagnrýnislaust. Ritter sýnir fram á að þessi gögn eru víðsfjarri öllu sem kenna má við vísindalega könnun. Engin óháð rannsókn hefur enn farið fram í Khan Sheikhoun. Ritter er ennfremur alveg ómyrkur í máli í afgreiðslu sinni á aðferðum „Hvítu hjálmanna“ sem hann kennir við „leikhúsbrellur“, enda fengu þeir Óskarinn í flokki „heimildarmynda“. Sjá heimild 

Tuesday, July 4, 2017

Seymour Hersh afhjúpar enn og aftur lygar um eiturgas

(birtist á fésbók SHA 27. júní 2017)

Það er skammt stórra högga á milli hjá Seymour Hersh. Stefán Pálsson deildi hér á síðunni greininni "Trumps' Red Line" 25/6 þegar hún birtist í Welt am Sonntag. Sjá hér. Og sama dag birti Hersh aðra grein í sama blaði: „We got a fuckin‘ problem“. Þar birti hann "chat protocol" á milli öryggisráðgjafa úr leyniþjónustunni og manns úr bandarískri herstöð í Miðausturlöndum rétt eftir gasárásina í Khan Sheikhoun. Í samtalinu kemur fram pirringur úr leyniþjónustunni með samráðsleysi forsetans. Þarna kemur skýrt fram að leyniþjónustan vissi alltaf að eiturgasið kom ekki frá Sýrlandsher. Einhverjir úr leyniþjónustunni sýndu þennan pirring í verki með því að leka upplýsingunum til Seymour Hersh.

Í samtalinu segir öryggisráðgjafinn um frammistöðu CIA: "You may not have seen Trumps press conference yesterday. He's bought into the media story without asking to see the Intel. We are likely to get our asses kicked by the Russians. Fucking dangerous. Where are the godamn adults? The failure of the chain of command to tell the President the truth, whether he wants to hear it or not, will go down in history as one of our worst moments."


Skriffinnar sem verja hin hörðu viðbrögð USA gegn Sýrlandsstjórn gagnrýna Seymour Hersh einkum fyrir að nota nafnlausa heimildarmenn. Við því er þetta að segja: Slík viðtöl og slíkir lekar út úr bandarísku leyniþjónustunni, lekar sem stríða gegn opinberri línu, fást aldrei birtir nema með skilyrðum nafnleyndar. Á sínum tíma snéri Hersh öllum öðrum blaðamönnum fremur bandarísku almenningsáliti á Vietnamstríðinu með afhjúpun sinni á fjöldamorðunum í My Lai 1969 og fékk Putitzer Prize árið eftir. Lesið aftur samtalið hér að ofan, samtalið sem Hersh birti í Welt am Sonntag. Það nægir. Samtalið fór fram og því var lekið til Hersh. Hann myndi aldrei hætta sínum fjalltrausta blaðamennskuferli á að birta leka sem væri fleipur eða samtal sem ekki hefði farið fram.

Thursday, June 15, 2017

Efnavopnaárásin var beiðni um "mannúðaríhlutun“

(greinin birtist í Fréttablaðinu 15. júní 2017)

                    Helstu fréttamyndir frá Khan Sheikhoun komu frá "Hvítu hjálmunum"

Þann 4. apríl fórust um 100 manns af völdum efnavopna í bænum Khan Shaykhoun í Idlib, Sýrlandi. Daginn eftir fordæmdi Trump þessa „svívirðilegu aðgerð af hálfu Assadstjórnarinnar“ og sama gerðu allar vestrænar meginfréttastofur – án allrar rannsóknar á vettvangi.
Þann 11. apríl birti New York Times 4 bls. skýrslu frá CIA um málið. Þar komu fram vísbendingar um tvennt: a) að fórnarlömbin hefðu orðið fyrir sarín-eitrun og b) að flugvélar Sýrlandshers hefðu á sama tíma gert sprengjuárásir á bæinn. Því fylgdi svo fullyrðing um að Sýrlandsher stæði á bak við efnaárásina, byggð einna helst á umsögn Amnesty International sem vísaði til „sérfræðinga“ á staðnum án þess að tilgreina það neitt nánar. Hvorki CIA né Amnesty höfðu gert neina rannsókn á vettvangi, og hún hefur ekki enn farið fram. Þann 12. apríl gerði bandarískt herskip svo eldflaugaárás á sýrlenskan flugvöll „í hefndarskyni“ og sneri stríðinu í fyrsta sinn opinskátt gegn Sýrlandsstjórn.

Þetta er að miklu leyti endurtekin atburðarás frá 2013 þegar Vestrið var á barmi lofthernaðar gegn Sýrlandi, einnig þá eftir eiturgasárás, í Ghouta, nærri Damaskus. Ekki heldur þá komu neinar sannanir um geranda. Eftir aðra eiturárás skömmu áður sagði Carla del Ponte, formaður eftirlitsnefndar SÞ, um efnavopn í Sýrlandi að „sterkar grunsemdir“ um beitingu saríns beindust að uppreisnarmönnum fremur en Assadstjórninni. Seinna leiddu Seymour Hersh o.fl. líkur að því að sarínið kæmi frá Tyrklandi til uppreisnarmanna. Obama mat það svo að sönnunarfærsla um sekt Assads væri veik og andrúmsloft bæði í Bandaríkjum og Bretlandi var greinilega andsnúið stríði svo hætt var við á síðustu stundu. En hér hætti endurtekningin og Trump tók skrefið alla leið.