Showing posts with label Tyrkland. Show all posts
Showing posts with label Tyrkland. Show all posts

Sunday, October 13, 2019

Tyrkneskur þjóðréttarglæpur og kúrdískar villigötur

(birtist á Neistum 13. október 2019)
                                                 Tyrkland hefur næststærsta herinn í NATO

"Íslensk stjórnvöld gagnrýna harðlega hernaðaraðgerðir Tyrkja gegn Kúrdum í Sýrlandi“, segir í ályktun ríkisstjórnarinnar, og þingflokkur VG „fordæmir harðlega innrás tyrkneska hersins inn í Norður-Sýrland“. Full fordæming á innrásinni er auðvitað meira en réttmæt. „Friðarvorið“ sem Erdogan nefnir hernaðaraðgerðina er brot gegn fullveldi Sýrlands, fótum troðinn þjóðaréttur, stórfelldur glæpur gegn friði og mannúð. Árásin á Kúrda mælist illa fyrir víða um heim, sérstaklega í Evrópu.

Margir þeir aðilar sem fordæma innrásina „harma“ samtímis „brottköllun“ Trumps á bandarískum hersveitum við norðurlandamæri Sýrlands og boðað frekara brotthvarf herja þaðan. Margir þeir aðilar sem mótmæla nú, m.a. stjórnvöld Íslands, studdu loftskeytaárásirnar á Damaskus í fyrra og hafa aldrei mótmælt neinu í hernaðinum gegn Sýrlandi öðru en árásunum á Kúrda.

Staðan í Norður-Sýrlandi er ekkert einföld. Fréttablaðið slær upp dag eftir dag: „Sýrlenski stjórnarherinn berst með Tyrkjum gegn Kúrdum.“ Það er mikill misskilningur. Ekki er um að ræða Sýrlandsher heldur leifar af hryðjuverkaher á snærum Tyrkja sem áður kallaði sig Free Syrian Army en nú „Syrian National Army“, her sem Erdógan sigar nú gegn Kúrdum. Þetta er reyndar talandi dæmi um þann fréttaflutning af Sýrlandsstríðinu sem Fréttablaðið (og reyndar helstu fjölmiðlar landsins) hafa boðið okkur upp á. Fréttablaðið er aðallega auglýsinga- og afritunarstofa en er þarna „lost in translation“.

Innrás Tyrkja gegn Kúrdum er aðeins einn millikafli í stríðinu gegn Sýrlandi. Aðalgerendur í því stríði eru Bandaríkin, NATO-veldi (Bretland, Frakkland einkum) og svæðisbundnir bandamenn þeirra, Tyrkir, Sádar, Ísrael. Sýrlandsstríðið er auk þess þáttur í umsátrinu um Íran.


Sýrlandsstríðið – stríð með nýjum aðferðum
Sýrlandsstríðið átti frá byrjun að verða allt öðruvísi en Íraksstríðið sem var óvinsælt stríð af almenningi, dýrt (m.a. í bandarískum mannslífum) og sóðalegt. Slík opin og bein innrás var nú álitin gamaldags. Hún yrði að vera óbein, staðgengilsstríð, leynistríð. Fótgöngulið innrásarinnar í Sýrland voru málaliðar og trúarvígamenn sem fjölmiðlar okkar hafa alltaf kallað „uppreisnarmenn“. Ísland hefur stutt þessa „uppreisn“ frá upphafi.

Í upphafi voru áformuð skjót „valdaskipti“ í Damaskus (Assad must go!) í beinu framhaldi af vel heppnaðri „valdaskiptaaðgerð“ í Líbíu, en Sýrlandsstjórn reyndist alls ekki völt í sessi. Þessi plön breyttust síðan í „plan B“, áætlun um sundurlimun landsins (eftir trúar- og þjóðernalínum). En þá fóru að koma fram brestir í samstöðu árásaraflanna, einkum þegar Bandaríkin fundu sína nytsamlegustu fótgönguliða í hersveitum aðskilnaðarsinnaðra Kúrda. Fyrir Tyrklandsstjórn var það breyting til hins verra ef uppskipting Sýrlands myndi þýða styrkingu „kúrdískra hryðjuverkamanna“!

Sunday, March 4, 2018

Sýrland : Grímurnar falla og innrásasrstríðið blasir við

(birt á Neistar.is 12. febrúar 2018)

Innrásareðli stríðsins í Sýrlandi verður æ augljósara. Það breytir þó engu fyrir RÚV sem hleypur fram á hlað og geltir að þeim sem sigað er á frá Washington.
1. Tyrkir hófu beina innrás í Sýrland 20. janúar eins og áður hefur verið um fjallað í Neistum.
2. Svonefnt „Fjölþjóðalið gegn ISIS“ undir forustu Bandaríkjanna gerði loftárásir á liðssveitir tengdar sýrlenska stjórnarhernum nærri bænum Deir Ezzor þann 7. febrúar og munu hafa drepið a.m.k. 100 hermenn.
3. Og nú 10. og 11. febrúar fréttist að Sýrlenski herinn hafi skotið niður Ísraelska herflugvél í sprengjuleiðangri yfir Sýrlensku svæði við Golanhæðir, þá fyrstau sem Sýrlandsher skýtur niður. Og Ísrael svarar harkalega með loftárásum á 12 skotmörk í Sýrlandi.  

Tyrkir og síðan Fjölþjóðaliðið ráðast fram

Tyrkland gerir sína innrás til að koma á „öryggissvæði“ (safe havens) innan Sýrlands eins og þeir hafa lengi hótað að gera. Sú hugmynd hefur verið studd af Bandaríkjunum. Hins vegar er ljóst að núverandi innrás er sólóspil Tyrkja, í óþökk Bandaríkjanna enda beinist hún gegn herjum Kúrda, SDF,  bandamanni USA á svæðinu sem orðið hefur þeim símikilvægari að undanförnu. Árásin var bein viðbrögð við yfirlýsingum Tillersons utanríkisráðherra um að koma upp 30 000 manna „landamæraher“ sunnan sýrlensku landamæranna, borinn uppi af Kúrdum. Innrás Trykja er sem sagt alvarleg mögnun stríðsins, en um leið er hún merki um sundrungu í liði árásaraðilanna gegn Sýrlandi.
Hvað þá um árás Bandaríkjanna (formlega „Fjölþjóðaliðið gegn ISIS“) á liðssveitir tengdar Sýrlandsher nálægt bænum Deir Ezzor, 7. Febrúar? Að sögn bandarískra embættismanna voru þær liðssveitir „líklega að reyna að ná olíulindunum í Khusham“ austan Efrats, í Deir-Ezzor sýslu.  Það kemur æ betur fram í yfirlýsingum frá Washington að þar hafa menn ekki í hyggju að láta af hendi til Sýrlandsstjórnar hin olíuríku landsvæði austan Efrats þó að þau losni undan yfirráðum ISIS. „Þegar Mattis varnarmálaráðherra var spurður hvort Bandaríkjaher væri kannski að hnjóta inn í hin breiðari átök Sýrlandsstríðsins svaraði hann: „Nei, þetta er gert í sjálfsvörn.““ 

Saturday, February 3, 2018

Innrás Tyrkja í Sýrland: Árásaraðilarnir í hár saman

(Birtist í Neistum.is 26. jan 2018)

Sýrlandsstríðið tekur á sig nýja króka og flækjan eykst. Tyrklandsher réðist nú inn á sýrlenska svæðið Afrin sunnan tyrknesku landamæranna, vestarlega. Það er svæði sem um árabil hefur verið undir stjórn Varnarsveita Kúrda, YPG (sem er meginaflið í Sýrlenska lýðræðishernum, SDF) sem Erdógan kallar hryðjuverkamenn. Í árásinni eru Tyrkir studdir af Sýrlenska frelsishernum (FSA) sem er náinn bandamaður þeirra og opinberlega studdur af USA og NATO-veldunum. 
En þessi árás Tyrkja veldur nú miklum titringi vítt um lönd af því þeir sem ráðist er á, hersveitir YGP/SDF, eru einnig nánir bandamenn NATO-veldanna, sérstaklega Bandaríkjanna. Á meðan Sýrlandsher hefur undangengin tvö ár, með aðstoð Rússa, að mestu rústað kalífati Íslamska ríkisins og þrengt mjög kosti annarra mikilvægustu hópa uppreisnarinnar (Al Nusra/Al-Sham..), hafa Bandaríkin veðjað á vopnaða Sýrlandskúrda sem sinn meginbandamann í Sýrlandi. Kúrdarnir berjast fyrir sjálfstjórn á sínu svæði og hafa um leið barist harkalega við ISIS – en fyrir Bandaríkin er aðalmálið baráttan við Sýrlandsstjórn. Forusta Kúrda hefur að sínu leyti þegið USA sem bandamann sinn og verndara. 
Bandarísk yfirvöld höfðu örfáum dögum fyrr gefið það út að þau hygðust byggja upp 30 000 manna her í norðaustur Sýrlandi, mannaðan að mestu af Kúrdum. Allt að 2000 bandarískir sérsveitarmenn ku starfa með Kúrdum á svæðinu. Sú heruppbygging er augljóslega liður í áformum um sundurlimun Sýrlands, sem hefur verið „plan B“ í Washington þegar „plan A“ um valdaskipti í Damaskus ætlaði ekki að ganga upp. Erdógan getur vel hugsað sér báðar hugmyndirnar – um valdaskipti í Sýrlandi og sundurlimun landsins – en ekki skilyrðislaust. Innrás hans núna núna er snöggt svar til vina hans í Washington: Skipting Sýrlands skal aldrei verða með styrkingu „kúrdneskra hryðjuverkamanna“! Og öll plön USA eru þar með í upplausn.
Það hefur örugglega verið Kúrdum áfall að Bandarísku verndararnir hafa ekki hreyft legg né lið þeim til varnar gegn Erdógan. Tillerson utanríkisráðherra lét nægja að senda Tyrkjaforseta skeyti segjandi: „við viljum hvetja Tyrkland til að gæta hófs og tryggja að hernaðaraðgerðirnar séu takmarkaðar í tíma og umfangi.“ En þetta hefðu Kúrdar mátt segja sér sjálfir af langri og biturri reynslu, það er forgengilegra en flest annað í heimi hér að veðja á vinskap heimsvaldasinna.
Sýrlandsstjórn mótmælti auðvitað hinn löglausu innrás harkalega. En hún hefur látið þar við sitja. Sýrlandsher hefur fullar hendur á öðrum svæðum, ekki síst Idlib, síðasta stóra yfirráðasvæði ISIS og Al Kaídahópa í Sýrlandi. Hann getur illa bætt á sig stríðsátökum við Tyrklandsher sem er sá 8. stærsti í heimi. Assad-stjórnin kærir sig vissulega hvorki um kúrneskt ríki né tyrkneskt yfirráðasvæði á
sýrlensku landi. En hún metur stöðuna líklega sem svo: Ef Tyrkir veikja stöðu kúrdneskra aðskilnaðarsinna (studda af USA) í Afrin getum við vonandi aftur náð stjórn á því svæði við samningaborðið i Sochi (þar standa friðarviðræður yfir þessa dagana) eða við önnur samningaborð í náinni framtíð.

Sunday, June 11, 2017

Eldsmatur í "Katar-krísunni"

(Ég deili hér viðtali við Juniad Ahmad sem birtist á The Real News Network 9. Júní 2017 um „Katar-krísuna“. Úr umræðu á fésbók SHA sama dag)


Samkvæmt Junaid Ahmad vakir fyrir þessu bandalagi sem hann kallar „US-Saudi-Israeli-UAE nexus“ að magna deiluna við Írani og vill það þvinga Katar til að slíta sinni orkumálasamvinnu við þá. Og í þinginu í Washington er hafin umræða um að setja aftur refsiaðgerðirnar á Íran. En eldsmaturinn í deilunni sést á því að Tyrkir taka afstöðu með Katar og bjóða þeim bæði mat og hernaðaraðstoð. Þarna er þá samtímis alvarleg deila risin innan NATO (Innan sviga sjást önnur merki um alvarlegar sprungur innan NATO þegar Þjóðverjar draga 260 manna her sinn fráIncirlik-herstöðinni í Tyrklandi)


Ég hef ákveðið á tilfinningunni að þessi klofningur innan fylgiríkja Vestursins í Miðausturlöndum tengist mikið því að stríðin þeirra þar ganga mjög illa. Líbíustríðið gekk „vel“ og varð til að þétta raðirnar og menn fylktu sér fullir bjartsýni á bak við valdaskipta-"uppreisn" í Sýrlandi. En lengi hefur allt gengið á afturfótum í Sýrlandi og líka í Jemen og þá fer samstaðan að bila.

Sunday, September 4, 2016

Í staðgengilsstríði þarf að ríða mörgum stríðshestum í einu

(Birt á fésbókarsíðu Samtaka hernaðarandstæðinga 4. sept 2016)
Langtímamarkmið USA – og bandamanna þeirra – er að steypa Sýrlandsstjórn (og Íranstjórn) og yfirvinna áhrif Rússa (og Kínverja) í Miðausturlöndum. Til þess þarf staðgöngu-stríðsmenn, og taktíkin gagnvart þeim er mjög flókin. Aðra vikuna hvetja þeir heri Kúrda til að sækja fram á Alepposvæðinu og hina vikuna skipa þeir Kúrdaherjum að hlýða kröfu Tyrkja að hverfa „austur fyrir Efrat“, enda styður USA tyrknesku innrásina sem beinist að stórum hluta gegn Kúrdum. Taktíkin gagnvart herskáum íslamistum er ennþá flóknari. USA og „Alþjóðlega bandalagið gegn ISIS“ senda sprengjur á stöðvar ISIS og drepa forystumenn þeirra fyrir framan fréttamyndavélar, en láta bandamenn sína fóðra og vopna ISIS bak við tjöldin og halda aðflutningsleiðunum frá Tyrklandi opnum. Formlega fordæma Bandaríkin Al Nusra fylkinguna, sem opinbera Al Kaída-deild, en styðja (ásamt Sádum, Tyrkjum...) „hófsama íslamista“ t.d. Faylaq Al-Sham sem er vopnabróðir Al Nusra og raunar nýtt vörumerki á sama liði eða hópinn Nour al-Din al-Zinki sem skemmdi „hófsömu“ myndina í sumar með því að dreifa mynd af sér hálshöggvandi palestískt barn. Í öðru orðinu greina þeir á milli hinna vondu „hryðjuverkamanna“ (ISIS...) og „uppreisnarmanna“ eða „hófsamra uppreisnarmanna“ en viðurkenna í hinu orðinu að hófsamir uppreisnarmenn séu ekki til í Sýrlandi. Íslensku fréttamiðlarnir hafa eðlilega ekki undan að útskýra þessa flóknu stöðu eins og hún er dregin upp af vestrænu fréttastofunum.

Innrás Tyrkja sýnir: óhaggað stríðsbandalag og mögnun stríðs

Birt á fésbókarsíðu SHA 1. sept 2016
Tyrkland fótum treður þjóðarétt og sendir her sinn óboðinn inn í Sýrland. Þetta felur í sér grafalvarlega mögnun stríðsins og miklar nýjar hættur. Bandaríski flugherinn verndar innrásina úr lofti og tilkynnir að hann muni skjóta niður sýrlenskar flugvélar sem mögulega veitist að innrásarhernum! Bandarísk stjórnvöld halda á loft þeirri mynd að andstæðingur þeirra sé ISIS. En lífæðar ISIS liggja gegnum Tyrkland. Og m.a.s. NY Times skrifar að ISIS sé ekki aðalskotmark innrásarinnar: “Turkish officials made little secret that the main purpose of the operation was to ensure that Kurdish militias did not consolidate control over an area west of the Euphrates River.” Tyrkneska innrásin sýnir eftirfarandi:
A) NATO-tenging og bandalag Tyrklands við Bandaríkin standa óhögguð þrátt fyrir getgátur manna (m.a. mínar) um annað eftir valdaránstilraunina. Sú „tilraun“ leiddi af sér þær hreinsanir sem gerðu Erdogan kleift að fara í stríð, svo líklegast er að valdaránstiraunin hafi verið „framkölluð“.
B) Bæði Tyrkland og Bandaríkin eru staðföst í stríðsstefnu sinni gegn Sýrlandi, tilbúin að magna átökin, tilbúin að storka Rússum, tilbúin að hætta á stórstríð.
C) Stríðsmarkmið árásarlandsins og volduga bakmannsins eru ólík. Báðir vilja „valdaskipti“, steypa Sýrlandsstjórn. En á meðan Bandaríkin stefna á sundurlimun Sýrlands í þrennt eftir trúar- og þjóðernalínum – og nýta þjóðernishreyfingu Kúrda í því skyni – er fremsta markmið Tyrkja að stöðva framgang Kúrda. Strategískt mat Pentagon er að í núverandi stöðu sé framlag Tyrkja mikilvægara en framlag Kúrda

Vilja Tyrkir skipta um lið?

Birt á fésbókarsíðu SHA 3. ágúst 2016
Hreinsanir Erdógans hafa verið helstu fréttir frá Tyrklandi undanfarið. Valdaránstilraunin kom eins og „sending frá himnum“ sagði Erdógan og varð honum tilefni til að herða tök og berja niður andstöðu. Það sem hefur fengið minni athygli er að bandarísk-tyrknesk samskipti hafa snarversnað í kjölfarið. Föstudaginn 29 júlí sagði Reuter: „The director of US national intelligence, James Clapper, said on Thursday the purges were harming the fight against Islamic State in Syria and Iraq by sweeping away Turkish officers who had worked closely with the United States.“ Eitt af því sem mun hafa einkennt upphlaupið var að NATO-flugvöllurinn Incirlik (með helling af kjarnorkuvopnum) virðist hafa verið miðlægur. Í kjölfar valdaránstilraunarinnar var vellinum lokað um skeið af miklum lögregluher og mótmælendur í kringum völlinn kölluðu „dauða yfir USA“. Ásakanir Tyrkja að USA hafi staðið þarna á bak við (og gegnum Gullen-hreyfinguna) hafa ekki þagnað síðan, og spor liggja líka til Sáda og Persaflóaríkja. Ástæða upplausnarástands í Tyrklandi er umfram allt að landið hefur gert sig að verkfæri í stríði gegn Sýrlandi sem er að tapast. Helsta niðurstaða hins mislukkaða valdaráns getur orðið sú að Tyrkir skipti um lið og nálgist nú Rússa, sem mun sjálfsagt leiða af sér nýjar valdaránstilraunir.

Saturday, July 23, 2016

Valdaránstilraun merki um klofning

Birtist á fésbókarsíðu SH 17. júlí 2016
Recep Erdogan

Robert Fisk skrifar að Tyrkland sé á barmi upplausnar (þó Erdogan herði sín einræðistök) og hann leitar skýringa í því hlutverki sem Tyrkland hefur tekið sér, að vera svæðisbundið verkfæri USA og Vestursins í hnattræna taflinu þar sem valdi er beitt: "Recep Tayyip Erdogan had it coming. The Turkish army was never going to remain compliant while the man who would recreate the Ottoman Empire turned his neighbours into enemies and his country into a mockery of itself." Og Fisk líkir þessu við eldra dæmi um sama hlutverk, hjá Pakistan: "When Turkey began playing the same role (as Pakistan) for the US in Syria – sending weapons to the insurgents, its corrupt intelligence service cooperating with the Islamists, fighting the state power in Syria – it, too, took the path of a failed state, its cities torn apart by massive bombs, its countryside infiltrated by the Islamists. The only difference is that Turkey also relaunched a war on its Kurds in the south-east of the country where parts of Diyabakir are now as devastated as large areas of Homs or Aleppo.

Friday, January 8, 2016

Vestrið og gerfistríðið við ISIS

(birtist á fridur.is 7.jan 2016)


Vestræn herveldi ráðast nú hvert af öðru inn í Sýrland til að „berjast við ISIS“. Nú er endurvakið það „stríð gegn hryðjuverkum“ sem Bandaríkin og NATO skrifuðu á stríðsfána sína eftir 11. september 2001 og réðust í framhaldinu á Afganistan og Írak. Margt er líkt. Fyrirbærið ISIS er einmitt af sama meiði og fyrirbærið Al Kaída: Islömsk hryðjuverkasamtök af stofni Súnnía. ISIS hétu upphaflega Al Kaída í Írak. Líkt og Al Kaída láta þau nú til sín taka í mörgum löndum í Asíu og Afríku.
Þessi hernaður vestrænna ríkja í Sýrlandi er í óþökk ríkisstjórnar landsins, vestrænir leiðtogar og bandamenn þeirra taka mjög skýrt fram að þeir muni ekki vinna með því afli sem öðrum fremur hefur þó sýnt árangur í að uppræta ISIS á svæðinu, þ.e. Sýrlandsher.
Vestrænar íhlutanir og hryðjuverk hanga saman
Jafnvel í vestrænni fréttaveitu er sú staðreynd nokkuð viðurkennd að íslamskir hryðjuverkahópar og jíhadistar – bæði Al Kaída, ISIS og fleiri slíkir – hafi einkum sprottið og gróið úr innrásum og íhlutunum vestursins á hinu íslamska svæði frá Mið-Asíu til Norður-Afríku eftir að „stríð gegn hryðjuverkum“ hófst. Þetta má staðfesta með því að ganga á röðina.
Írak: Fyrir innrás „hinna viljugu“ 2003 var Al Kaída ekkert afl í Írak. Upp úr innrásinni og hernáminu uxu samtökin úr grasi, hétu fyrst Al Kaída í Írak, svo ISI. Hlutverk þeirra í stríðinu varð að vekja trúarbragðadeilur innan Írak og veikja þar með samstöðuna og viðnámið gegn hinni vestrænu innrás. Hryðjuverkasamtökin fluttu svo meginstarfsemi sína 2011 yfir landamærin til Sýrlands þegar vestrænt studd uppreisn hófst þar, uxu þá eins og arfi á mykjuhaug og urðu smám saman höfuðaflið í þeirri uppreisn. Árið 2014 voru þau orðinn stór, ríkulega útbúinn her og kölluðu sig ISIS/ISIL. Líbía: Al Qaeda var ekki neitt neitt í Líbíu fyrr en með hinni vestrænt studdu uppreisn og lofthernaði NATO gegn landinu 2011. En eftir íhlutunina er landið orðið að miðstöð íslamskra hryðjuverkahópa alls konar sem sendir vopn og vígamenn í allar áttir. Framantalin dæmi gefa skýra mynd: Eftir vestrænar íhlutanir standa viðkomandi lönd í upplausn, sundurtætt af trúardeilum þar sem íslamskir vígamenn gera sig gildandi umfram aðra. Hryðjuverkahóparnir gréru og blómstruðu við þær aðstæður sem ihlutanirnar skópu. Þetta vitum við og þurfum ekki að deila um. Afganistan er aðeins flóknara dæmi. Sjálfur utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Hillary Clinton , viðurkenndi (2009) berum orðum hinn stóra þátt bandarískra strategista í því að skapa Al Kaída og slíka íslamska hryðjuverkahópa þegar hún sagði: „þeir sem við berjumst við núna kostuðum við fyrir 20 árum“ til að berjast við Sovétherinn í Afganistan.https://www.youtube.com/watch?feature=player_embedded&v=xd0fLAbV1cA Í því stríði gegndu þessir íslömsku hryðjuverkahópar mikilvægu staðgengilshlutverki fyrir vestræna heimsvaldastefnu, fjármagnaðir og vígbúnir einkum annars vegar af CIA og hins vegar af Sádi-Arabíu. Í seinna Afganistanstríðinu hafði Al Kaída hins vegar aðeins það hlutverk að réttlæta innrás USA og NATO-veldanna í landið, svo var því hlutverki lokið og þau hurfu að mestu úr sögunni. Í viðtali nýlega viðurkenndi Hamid Karzai – sem var yfirverkfæri Bandaríkjanna og NATO eftir innrásina – að Al Kaída sé kannski mýta og hann, forseti landsins 2004-2014, hafi a.m.k. aldrei séð neinar sannanir fyrir tilvist þeirra í Afganistan. http://www.theguardian.com/us-news/2015/sep/10/hamid-karzai-al-qaida-myth-september-11-afghanistan

Monday, November 30, 2015

Erdóganfjölskyldan, ISIS og smyglolían

Hér hafa Rússara kveikt í smyglolíu

(athugasemdir mínar á fésbókarsíðu SHA 24. nóvember 2015)
Hér hafa Rússar bombarderað röð 500 olíubíla með smyglolíu fyrir ISIS. Sprengjuvélar hinna vestrænu "Bandamanna gegn ISIS" hafa alltaf látið þessar olíusölulestar alveg í friði! ISIS ræður (réð til skamms tíma) 70% af olíu Sýrlands. Olíusala er stærsta tekjulind þeirra, og enn meiri frá Írak en Sýrlandi. Mest gegnum Tyrkland. Rússar hafa farið að sýna myndir af rosa röðum olíubíla í smyglflutingi við tryknesku landamærin, sem þeir svo bombardea. Þetta hafa ekki Vestur-bandamenn gert undanfarið stríðsár, fyrr en nú aðeins eftir Parísaródæðin og eftir að hernaður Rússa fór á fullt. 

Ekki aðeins hafa "Bandamenn", og Tyrkir sjálfir, umborið að ISIS fái lífskraftinn gegnum þessa æð. Sonur forsetans, Bilal Erdogan, stórútgerðarmaður m.m. er á kafi í olíuviðskiptunum við hryðjuverkamennina, tengdasonur Erdogans er svo olíumálaráðherra og kemur að frekari meðferð olíunnar. Á samfélagsmiðlum í Tyrklandi gangamyndir af Bilal Erdogan í innilegum félagsskap með þekktum jíhadforingjum. Systir hans rekur leynilegt hersjúkrahús sem annast særða ISISmenn. Sjá hér: