Showing posts with label rasismi. Show all posts
Showing posts with label rasismi. Show all posts

Thursday, June 18, 2020

Bandaríkin: Stéttaandstæður þungvægari en rasismi

(birtist á Neistum.is 12. júní 2020
 
Í mótmælaólgunni miklu í Bandaríkjunum eftir dráp lögreglunnar á George Floyd í Minneapolis felst augljóslega gríðarmikil grasrótaruppreisn gegn ríkjandi kerfi. Sterk öfl reyna þó mjög að koma því til leiðar að broddur mótmælanna sneiði framhjá valdakerfi bandaríska auðvaldsins. Hér verða settar fram nokkrar ályktanir um mótmælahreyfinguna.

 

Rasismi – ofbeldi – misskipting

rasismi
Frá kynþátta- og stéttaátökum í Chicago 1919
  • Í Bandaríkjunum eru svartir hlutfallsega miklu oftar drepnir en hvítir.
  • Svartir íbúar í Bandaríkjunum eru að jafnaði miklu fátækari en hvítir og hafa verið það allt frá dögum þrælasölu og þrælahalds.
  • Í bandarískum fangelsum eru 33% vistmanna svartir, sem er nærri þrefalt hlutfall þeirra af þjóðinni (12%).
  • Ofbeldisglæpir í Bandaríkjunum eru mjög bundnir fátækrahverfum borganna. Þar búa hlutfallslega margir svartir.
  • Blökkumenn sem drepnir eru í BNA eru langoftast drepnir af öðrum blökkumönnum.
  • Þeir sem drepnir eru í Bandaríkjunum – af lögreglu og öðrum – eru fátækir.
Þessi tölfræði er tiltölulega óumdeild. En ef út frá henni er reiknuð sú rökrétta niðurstaða að aðalvandi Bandaríkjanna sé stéttaandstæðurnar væri slík fullyrðing fáséð í stóru fjölmiðlunum. Fátækt á þriðjaheimsstigi er útbreidd í þessu ríkasta landi heims þar sem auðurinn safnast á fáar og sífærri hendur með hverju ári. Rasisminn þar í landi er ærinn en stéttaandstæðurnar eru þó miklu þungvægari og meira böl.

Af fréttum frá BNA má skilja að grundvallarvandamál samfélagsins vestan hafs sé rasisminn og hann er skoðaður sem sjálfstætt og einangrað þjóðfélagsböl. Í því formi er kynþáttavandamálið raunar notað í stjórnmálabaráttunni í BNA.

 

Thursday, September 27, 2018

Hægripopúlisminn – helsta ógn við lýðræðið?

(birtist á Neistum.is 26. sept 2018)


                                           Marine Le Pen á útifundi

Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi.
Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar).
Sem stafar aftur af því að markaðsfrjálslynd hnattvæðingarhyggja er RÍKJANDI HUGMYNDAFRÆÐI á heimsvísu nú um stundir.
„Ríkjandi hugmyndir á hverjum tíma hafa alltaf verið hugmyndir ríkjandi stéttar" segir í Kommúnistaávarpinu. Nú á dögum eru það hugmyndir auðstéttarinnar – nánar tiltekið hugmyndir EINOKUNARAUÐVALDSINS, sem verið hefur ríkjandi hluti stéttarinnar undanfarna öld, sem ráða. Og RÚV er málpípa ríkjandi hugmynda.
Þessar hugmyndir eru ríkjandi einfaldlega af því hnattvædd heimsvaldastefna undir merkjum markaðsfrjálshyggju er RÍKJANDI EFNAHAGSKERFI okkar daga – núverandi form heimsvaldastefnunnar og þróunarstig kapítalismans.
Það er þetta ríkjandi efnahagskerfi sem nú tröllríður mannkyninu og jörðinni. Það er MEGINVANDAMÁL OKKAR DAGA.
RÚV er kannski vorkunn af því ALLIR stjórmálaflokkar á Alþingi aðhyllast og styðja þetta efnahagskerfi og þessa hugmyndafræði. Engin raunveruleg stjórnarandstaða.
RÚV telur sig tilheyra „det gode selskap“. Þar á hægripopúlisminn/þjóðernispopúlisminn hins vegar ekki sæti. Af hverju ekki?
Af því hann rekur raunverulega stjórnarandstöðu, fer út fyrir meginstrauminn. Hann hafnar vissum þáttum í hinni ríkjandi hugmyndafræði: fyrst og fremst hnattvæðingarhyggjunni og að nokkru leyti markaðsfrjálshyggjunni. Hann gerir út á afleiðingar hnattvæðingarinnar – og hann gerir út á „flóttamannavandann“. Og hann þykist eiga góð svör og lausnir á þessum sviðum.
Sem hann á ekki.
Hægripopúlisminn/þjóðernispopúlisminn sækir margar hugmyndir sínar og lausnir til rasisma, þjóðrembu og fasisma – í mismiklum mæli. Sem er alveg nógu slæmt. Reynsla 20. aldar færir okkur órækar sannanir um það. Það er þó ekki það sama og að segja að umræddur popúlismi sé helsta ógn lýðræðisins nú um stundir. Því það er hann ekki.

Thursday, June 26, 2014

Borgaralegt frjálslyndi og alþýðlegt íhald

(Birtist í Fréttablaðinu 25 júní 2014)
Eftir bæjarstjórnakosningarnar hafa frjálslyndir fjölmenningarsinnar gert harða hríð að Framsóknarflokknum út af moskumálinu. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir gaf útlendingaandúð undir fótinn og græddi atkvæði á því. Að gera moskumálið eftir á að spurningu um skipulagsmál var hentistefna hjá Sigmundi Davíð þegar réttindi trúarhópa eru auðvitað prinsippmál.

ESB-sinnar fjandskapast við Framsóknarflokkinn og þykir gott að geta bendlað hann við þjóðrembu, helst rasisma. Fjölmenning er jú ein helsta yfirskrift Evrópusamrunans.
Það er þó vonum seinna að upp komi umræða um innflytjendamál og fjölmenningu á Íslandi. Hlutfall erlendra ríkisborgara á íslenskum vinnumarkaði er nú nálægt 10 prósentum og ferðamenn á síðasta ári voru um 800 þúsund. Hraðfara breyting og margt sem ræða þarf. 

Kosningaumræðan í Reykjavík var á sinn hátt endurómur af umræðu úti í Evrópu eftir kosningar til Evrópuþingsins nokkrum dögum áður. Þar unnu hægrisinnaðir ESB-andstæðingar stórsigur í Frakklandi, Bretlandi, Danmörku og miklu víðar, en Syrisa, vinstriróttækur andstæðingur ESB, varð langstærsti flokkurinn í Grikklandi. ESB skelfur.
Viðbrögðin urðu mjög þau sömu og á Íslandi. Frjálslyndir borgaraflokkar og sósíaldemókratar og jafnvel vinstrikratar semja sátt sín á milli þegar berjast skal við þennan popúlíska straum. Frjálslyndið er í húfi og fjölmenningin – og Evrópuhugsjónin.