Showing posts with label nýlendustefna. Show all posts
Showing posts with label nýlendustefna. Show all posts

Thursday, April 10, 2014

Dæmisagan falska um Rúanda

Birtist á fridur.is og attac.is í febrúar 2014 
TheNewScrambleforAfrica 298x268.jpg

Fyrst: um Bosníu og Kosovo

Í fyrri grein var minnst á nokkur þau voðaverk á undanförnum áratugum sem eru notuð til réttlætingar hinnar vestrænu íhlutana- og hernaðarstefnu, sem "múrbrjótar" gegn fullveldismúrnum. Það er rík ástæða til að skoða þau dæmi vel.
NATO réttlætti aðgerðir sínar í Bosníu 1995 og Kosovo 1999 með "þjóðernishreinsunum" þar, "skipulegum hópnauðgunum" og "fjöldamorðum". Í vestrænni pressu er goðsögnin um bæinn Srebrenica skóladæmi um fjöldamorð í "óþokkaríki". Þar áttu 7-8 þúsund múslimar að hafa verið myrtir í miklu fjöldamorði en rannsóknir eftir á sýndu að í kringum Srebrenica féllu um 2000 manns sem að stærstum hluta voru hermenn í bardögum, úr báðum fylkingum stríðsins. (Sjá grein eftir Edward S Herman um Srebrenica.)
NATO hóf loftásrásir sínar á Júgóslavíu í Kosovo-stríðinu 1999 eftir ótal uppslætti í vestrænni pressu um "þjóðarmorð" eða "Holocost". Bandaríski sendiherrann í landinu hafði t.d. sagt að 100-250 þúsund Kosovoalbanir væru "horfnir" og líklega "myrtir". Ári síðar upplýsti Alþjóðlegi glæpadómstóllinn í Hag eftir vettvangskannanir sínar að fundist hefðu 2788 lík í "fjöldagröfum" Kosovo. Í þeirri tölu var meirihlutinn stríðsmenn frá báðum hliðum og flestir höfðu fallið á svæðum þar sem Frelsisher Kosovo (studdur af Vesturveldunum) hafði verið virkastur. (Sjá grein John Pilger um áróðurinn og raunveruleikann).