(birtist á Heimsvaldastefnan - Umræður 7. maí 2020)
Trump
sagði í gær "kórónuveirufaraldurinn verra högg fyrir Bandaríkin en
árásin á Pearl Harbor og hryðjuverkaárásin á Tvíburaturnana" og bætti
strax við að "Kínverjar hafi haft möguleikann á að stöðva veiruna"
(sjá RÚV). Þetta fer langt í átt að stríðsyfirlýsingu gegn Kína. Tveimur
dögumn áður sagði Trump í viðtali við New York Post um ákvörðun George W. Bush um
að ráðast á Írak 2001: "..við notuðum 8 trilljónir dollara á verstu
ákvörðun sem tekin hefur verið þegar við fórum inn í Miðausturlönd,
líklega verstu ákvörðun í sögu landsins. Milljónir manna drepnar frá
báðum hliðum." Hann hælir sér fyrir að vera friðarins maður. Það er hann
augljóslega ekki en mögulega hefur hann hreinskilnina sér til tekna á
dómsdegi.
Hér má lesa greinar eftir ÞÓRARIN HJARTARSON um þjóðfélagsmál úr mismunandi miðlum frá og með 2009 (bloggsíðan stofnuð 2012). Um yfirgang og hernaðarstefnu heimsvaldasinna og andófið gegn þeim. Um framrás hnattvædds kapítalisma og viðnámið gegn honum. Um aðkallandi verkefni verkalýðshreyfingarinnar. Um sögu og framtíð sósíalismans. Í febrúar 2017 eru greinarnar orðnar 134.
Showing posts with label Írak. Show all posts
Showing posts with label Írak. Show all posts
Friday, May 8, 2020
Tuesday, January 14, 2020
Pólitísk morð og ríkishryðjuverk – afleikur Trumps
(Birtist á Neistar.is 8. janúar 2020)
Abdul-Mahdi forsætisráðherra Íraks segir Soleimani yfirhershöfðingja hafa verið í opinberum erindagjörðum þar í landi þegar hann var myrtur, að Bandaríkin hafi óskað eftir milligöngu Mahdis í deilu BNA og Írans og Soleimani stefnt á hans fund af þeim ástæðum. Hann kom í venjulegu áætlunarflugi til Bagdad. https://www.unz.com/tsaker/the-us-is-now-at-war-de-facto-and-de-jure-with-both-iraq-and-iran/ Dráp á opinberum sendimanni er gróft brot á alþjóðalögum. Soleimani var næstvaldamesti maður í Írans og þjóðhetja. Það er erfitt að hugsa sér nokkra grófari ögrunaraðgerð gagnvart Íran né heldur grófari íhlutun í málefni Íraks. Þetta er utanríkisstefna sokkin niður í glæpamennsku.
Sama drónasprengja drap einnig Abu Mahdi al-Muhandis, foringja hinna áhrifamiklu sjía-hersveita Hashd al-Shaabi (eða PMU, Alþýðusveitirnar) sem njóta stuðnings stjórnvalda í Írak og áttu stærstan þátt í sigrinum yfir ISIS þar í landi.
Morð Soleimanis er stríðsaðgerð af hálfu Bandaríkjanna, ekki stríðshótun heldur stríð. Árásarstríð. Stjórnvöld í Teheran sögðust strax taka því sem stríðsyfirlýsingu. Það er staðfest með loftskeytaárás Íranska byltingarvarðarins á bandarísku herstöðina Ain al-Assad í Vestur-Írak 7. janúar. Íranir vísuðu til stofnsáttmála SÞ sem heimilar beitingu hervalds í sjálfsvarnarskyni. https://www.presstv.com/Detail/2020/01/07/615621/IRGC-Ain-al-Assad-airbase-Anbar-province-
Einbeittur fjandskapur síðan 1979
Drápin við Bagdadflugvöll voru stríðsaðgerð. Spennumögnun með fullri vitund og vilja. Í áratugi hefur BNA haft þá stefnu að ögra Íran, að hámarka spennu og árekstra gagnvart Íran, til að sá sundrungu í landinu, koma þar á valdaskiptum, með litabyltingu, stríðshótunum eða beinum stríðsátökum.
Íran hefur verið efst á óvinalista Bandaríkjanna frá 1979. Þjóðleg og andheimsvaldasinnuð bylting varð í Íran það ár. Íranska keisarastjórnin, sérstakur skjólstæðingur og bandamaður Vestursins (einkum Breta og síðan Bandaríkjanna), var sett af og klerkastjórnin svokallaða tók við. Olíuiðnaðurinn var þjóðnýttur en Exxon, Mobil, Shell o.fl. voru rekin út. Það var ekki fyrirgefið.
Gríðarleg hernaðaruppbygging Bandaríkjanna í þessum heimshluta voru öðru fremur viðbrögð við írönsku byltingunni. Pentagon setti árið 1983 á fót herstjórnarsvæðið CENTCOM. Það markaði nýjar áherslur í hnattrænni herstjórnarlist BNA, ekki síst út frá vægi olíunnar. Næstu tvo áratugi var byggt upp net herstöðva í Miðausturlöndum og kringum Íran. Árið 1983 hafði Bandaríkjaher engar herstöðvar í Miðausturlöndum en á miðjum fyrsta áratug 21. aldar hafði CENCOM byggt upp hernaðaraðstöðu með 125 herstöðvum á svæðinu. Endurtökum: á rúmum tveimur áratugum, 1983-2005, úr núll herstöð í 125 herstöðvar. Bandarísk heimsvaldastefna blómstraði, skákandi í skjóli þess að sovéski mótpóllinn hvarf. https://neistar.is/greinar/iran-heimsvaldastefnan-og-midsvaedid/
Abdul-Mahdi forsætisráðherra Íraks segir Soleimani yfirhershöfðingja hafa verið í opinberum erindagjörðum þar í landi þegar hann var myrtur, að Bandaríkin hafi óskað eftir milligöngu Mahdis í deilu BNA og Írans og Soleimani stefnt á hans fund af þeim ástæðum. Hann kom í venjulegu áætlunarflugi til Bagdad. https://www.unz.com/tsaker/the-us-is-now-at-war-de-facto-and-de-jure-with-both-iraq-and-iran/ Dráp á opinberum sendimanni er gróft brot á alþjóðalögum. Soleimani var næstvaldamesti maður í Írans og þjóðhetja. Það er erfitt að hugsa sér nokkra grófari ögrunaraðgerð gagnvart Íran né heldur grófari íhlutun í málefni Íraks. Þetta er utanríkisstefna sokkin niður í glæpamennsku.
Sama drónasprengja drap einnig Abu Mahdi al-Muhandis, foringja hinna áhrifamiklu sjía-hersveita Hashd al-Shaabi (eða PMU, Alþýðusveitirnar) sem njóta stuðnings stjórnvalda í Írak og áttu stærstan þátt í sigrinum yfir ISIS þar í landi.
Morð Soleimanis er stríðsaðgerð af hálfu Bandaríkjanna, ekki stríðshótun heldur stríð. Árásarstríð. Stjórnvöld í Teheran sögðust strax taka því sem stríðsyfirlýsingu. Það er staðfest með loftskeytaárás Íranska byltingarvarðarins á bandarísku herstöðina Ain al-Assad í Vestur-Írak 7. janúar. Íranir vísuðu til stofnsáttmála SÞ sem heimilar beitingu hervalds í sjálfsvarnarskyni. https://www.presstv.com/Detail/2020/01/07/615621/IRGC-Ain-al-Assad-airbase-Anbar-province-
Einbeittur fjandskapur síðan 1979
Drápin við Bagdadflugvöll voru stríðsaðgerð. Spennumögnun með fullri vitund og vilja. Í áratugi hefur BNA haft þá stefnu að ögra Íran, að hámarka spennu og árekstra gagnvart Íran, til að sá sundrungu í landinu, koma þar á valdaskiptum, með litabyltingu, stríðshótunum eða beinum stríðsátökum.
Íran hefur verið efst á óvinalista Bandaríkjanna frá 1979. Þjóðleg og andheimsvaldasinnuð bylting varð í Íran það ár. Íranska keisarastjórnin, sérstakur skjólstæðingur og bandamaður Vestursins (einkum Breta og síðan Bandaríkjanna), var sett af og klerkastjórnin svokallaða tók við. Olíuiðnaðurinn var þjóðnýttur en Exxon, Mobil, Shell o.fl. voru rekin út. Það var ekki fyrirgefið.
Gríðarleg hernaðaruppbygging Bandaríkjanna í þessum heimshluta voru öðru fremur viðbrögð við írönsku byltingunni. Pentagon setti árið 1983 á fót herstjórnarsvæðið CENTCOM. Það markaði nýjar áherslur í hnattrænni herstjórnarlist BNA, ekki síst út frá vægi olíunnar. Næstu tvo áratugi var byggt upp net herstöðva í Miðausturlöndum og kringum Íran. Árið 1983 hafði Bandaríkjaher engar herstöðvar í Miðausturlöndum en á miðjum fyrsta áratug 21. aldar hafði CENCOM byggt upp hernaðaraðstöðu með 125 herstöðvum á svæðinu. Endurtökum: á rúmum tveimur áratugum, 1983-2005, úr núll herstöð í 125 herstöðvar. Bandarísk heimsvaldastefna blómstraði, skákandi í skjóli þess að sovéski mótpóllinn hvarf. https://neistar.is/greinar/iran-heimsvaldastefnan-og-midsvaedid/
Tuesday, November 13, 2018
Hálf milljón fallin í „stríði gegn hryðjuverkum“
(birtist á Neistum.is 12. nóvember 2018)
„Stríðið gegn hryðjuverkum“ sem hófst 2001
hefur kostað hálfa milljón mannslífa. Stríð Bandaríkjanna með NATO í
eftirdragi. Það er Watson Institute for International and Public Affairs
við Brown University (á Rhode Island, USA), virt bandarísk stofnun sem
nýlega sendi frá sér tölur yfir látna í umræddu stríði. RÚV gerði
skýrslunni raunar allgóð skil. Sjá nánar hér
Tölurnar eru sláandi og þær vaxa enn hratt. Nærri tvöfaldur fjöldi Íslendinga. Tölurnar byggja á opinberum gögnum frá þessum löndum. En skýrslan sjálf segir að mannfallið sé að öllum líkindum vantalið. Sem eitt dæmi nefnir skýrslan sprengjuhernaðinn gegn Mosul í Írak þar sem væntanlega aldrei var talinn (eða fundinn) nema hluti fallinna borgarbúa.
Svo er á það að líta að skýrslan takmarkar sig við þrjú lönd: Afganistan, Pakistan og Írak. Það er aðeins hluti af „stríðinu langa í Stór-Miðausturlöndum“ sem Bandaríkin og NATO hófu eftir 11. septembewr 2001. Hér eru ekki meðtalin stríðin gegn Líbíu og Sýrlandi sem Bandaríkin voru/eru höfuðaflið á bak við (íhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi kallast „stríð gegn ISIS“) ellegar stríðið gegn Jemen sem Bandaríkin líka styðja með fé og vopnum.
Ennfremur er þess að gæta að tölurnar ná fyrst og fremst yfir fallna í beinum hernaðarátökum, ekki yfir það fólk sem látið hefur lífið af óbeinum afleiðingum stríðsins eins og sjúkdómum og eyðilögðum innviðum samfélaganna.
En meginniðurstöður skýrslunnar um fallna í þessum þremur löndum eru eftirfarandi: í Afganistan 147 000, í Pakistan 65 000, í Írak 280 000, samanlagt 480-507 þúsund. Almennir borgarar eru um helmingur fallinna (240 þúsund). Tíu milljón manns hafa verið reknar á flótta. Sjá skýrsluna hér. Skýrsla
Aðeins Bandaríkjunum leyfast slík fjöldamorð vítt um veröldina. Yfirskriftin er fín: „stríð gegn hryðjuverkum“. En her og leyniþjónusta Bandaríkjanna eru öflugustu hryðjuverkasamtök heims.
Eftirmáli:
Hér er vitnað í tölur frá bandaríska Brown University um fjölda látinna í "stríðinu gegn hryðjuverkum" í þremur löndum. Rannsakendur vita að tölurnar eru of lágar. Með aðferðum farsóttarfræðinga fást út mun hærri tölur um dauðsföll af völdum stríðsins. Lancet-rannsóknin á Íraksstríðinu frá 2006 er af mörgum óháðum aðilum metin ein sú umfangsmesta og traustasta. Hún komst að því að á fyrstu rúmum 3 árum Íraksstríðsins hafi látist um 600 þúsund af þess völdum. Hjálagðar tölur Brown University byggja hins vegar einkum á "body count" og sleppa "óbeinum dauðsföllum". Í því ljósi verður að skoða þær.
Tölurnar eru sláandi og þær vaxa enn hratt. Nærri tvöfaldur fjöldi Íslendinga. Tölurnar byggja á opinberum gögnum frá þessum löndum. En skýrslan sjálf segir að mannfallið sé að öllum líkindum vantalið. Sem eitt dæmi nefnir skýrslan sprengjuhernaðinn gegn Mosul í Írak þar sem væntanlega aldrei var talinn (eða fundinn) nema hluti fallinna borgarbúa.
Svo er á það að líta að skýrslan takmarkar sig við þrjú lönd: Afganistan, Pakistan og Írak. Það er aðeins hluti af „stríðinu langa í Stór-Miðausturlöndum“ sem Bandaríkin og NATO hófu eftir 11. septembewr 2001. Hér eru ekki meðtalin stríðin gegn Líbíu og Sýrlandi sem Bandaríkin voru/eru höfuðaflið á bak við (íhlutun Bandaríkjanna í Sýrlandi kallast „stríð gegn ISIS“) ellegar stríðið gegn Jemen sem Bandaríkin líka styðja með fé og vopnum.
Ennfremur er þess að gæta að tölurnar ná fyrst og fremst yfir fallna í beinum hernaðarátökum, ekki yfir það fólk sem látið hefur lífið af óbeinum afleiðingum stríðsins eins og sjúkdómum og eyðilögðum innviðum samfélaganna.
En meginniðurstöður skýrslunnar um fallna í þessum þremur löndum eru eftirfarandi: í Afganistan 147 000, í Pakistan 65 000, í Írak 280 000, samanlagt 480-507 þúsund. Almennir borgarar eru um helmingur fallinna (240 þúsund). Tíu milljón manns hafa verið reknar á flótta. Sjá skýrsluna hér. Skýrsla
Aðeins Bandaríkjunum leyfast slík fjöldamorð vítt um veröldina. Yfirskriftin er fín: „stríð gegn hryðjuverkum“. En her og leyniþjónusta Bandaríkjanna eru öflugustu hryðjuverkasamtök heims.
Eftirmáli:
Hér er vitnað í tölur frá bandaríska Brown University um fjölda látinna í "stríðinu gegn hryðjuverkum" í þremur löndum. Rannsakendur vita að tölurnar eru of lágar. Með aðferðum farsóttarfræðinga fást út mun hærri tölur um dauðsföll af völdum stríðsins. Lancet-rannsóknin á Íraksstríðinu frá 2006 er af mörgum óháðum aðilum metin ein sú umfangsmesta og traustasta. Hún komst að því að á fyrstu rúmum 3 árum Íraksstríðsins hafi látist um 600 þúsund af þess völdum. Hjálagðar tölur Brown University byggja hins vegar einkum á "body count" og sleppa "óbeinum dauðsföllum". Í því ljósi verður að skoða þær.
Monday, April 30, 2018
Sviðssetningar og vestræna bræðralagið
(birtist á Neistar.is 7. apríl 2018)
Sergei Skripal
Sergei Skripal
Þessi grein var send á Vísir.is
fyrir 10 dögum en ekki birt. Það sem síðan hefur einkum gerst er að breski
utanríkisráðherrann, Boris Johnson, er staðinn að ósannsögli. Hann hafði
fullyrt að vísindamenn á tilraunaverksmiðjunni í Porton Down hefðu sagt
„afdráttarlaust“ að eitrið væri framleitt í Rússlandi. Vísndamenn Porton Down
vildu hins vegar ekki staðfesta þetta og sögðust ekki geta fullyrt neitt um
framleiðslustaðinn. En skortur á sönnunum hefur ekki breytt samstöðu „vestræna
bræðralagsins“. Hér kemur þá greinin.
I. Tvíburaturnarnir féllu 11. sept 2001 og NATO hóf stríð sitt í Afganistan þremur
vikum síðar. Afgerandi fundur var haldinn í Norður-Atlantshafsráðinu í Brussel
2. okt. Þar var mættur Frank Taylor sendiherra frá bandaríska State Department.
Hann lagði fram skýrslu með kynningu sönnunargagna um atburðina 11. september.
Utanríkisráðherrar NATO fengu sama dag skýrsluna kynnta munnlega, hver í sinni
höfuðborg. Henni var svo haldið leyndri í 7 ár en leyndinni var aflétt 2008
þegjandi og hljóðalaust. Prófessor Niels Harrit við Kaupmannahafnarháskóla
hefur gert grein fyrir innihaldi hennar. Á grundvelli skýrslunnar lýsti
Robertson lávarður, aðalritari NATO yfir 2. október: „Á grundvelli þessarar
sönnunar-kynningar hefur það verið staðfest að árásinni á Bandaríkin 11.
september var stjórnað utanlands frá og verður hún því skoðuð sem aðgerð sem 5.
grein Washington-sáttmálans tekur til, þar sem segir að hernaðarárás á einn eða
fleiri bandamenn í Evrópu eða Norður-Ameríku sé skoðuð sem árás á þá alla.“ En
í skýrslu Taylors er bara ekki neitt sem sýnir fram á tengsl afganskra
stjórnvalda við árásirnar 11. september. Kjarnaatriðið – sem fjallaði um þau
tengsl – kom orðrétt fram í yfirlýsingunni sem Robertson lávarður gaf út 2.
október. Svohljóðandi: „Staðreyndiranr eru skýrar og óyggjandi. Við vitum að
einstaklingarnir sem framkvæmdu þessar árásir voru hluti af
alheims-hryðjuverkaneti Al Kaída sem stjórnað er af Osama bin Laden og
liðsforingjum hans og verndað af Talíbanastjórninni.“ Engar frekari sannanir.
Bara einföld fullyrðing, komin frá CIA og Pentagon. En stjórnvöld í samanlögðum
NATO-ríkjum spurðu einskis frekar um sannanir, heldur „stóðu með sínum
bandamönnum“. Engar sannanir hafa síðar komið fram sem tengja Afganistan á
neinn hátt við 11. september, en stríð NATO gegn landinu hefur staðið síðan. www.globalresearch.ca/the-mysterious-frank-taylor-report-the-911-document-that-launched-us-natos-war-on-terrorism-in-the-middle-east/5632874
II. Átyllan
til að ráðast á Írak var sviðssett. Við þekkjum hana. Skýrsluna sem sem Colin
Powell varnarmálaráðherra gaf Öryggsiráðinu 30. janúar 2003. Hún var byggt á
„gögnum“ sem starfsmenn í ráðuneyti Tony Blairs klipptu og límdu saman af
samfélagsmiðlum – um gjöreyðingarvopn Saddams Hussein. Skýrsla Powells var
flutt undir mikilli stríðshljómkviðu vestrænnar pressu. Mótmælin gegn þessu
stríði voru reyndar svo gríðarleg að nokkur NATO-ríki heltust úr lestinni og
NATO gat ekki staðið formlega að innrásinni, lét nægja að gerast aðili að
hernáminu á eftir. Og nógu margir NATO-ráðherrar, bandalag viljugra, létu
þessar „sannanir“ nægja og „stóðu með sínum bandamönnum“. Árás Vestursins á
Miðausturlönd var hafin.
III. Sviðssetningin í Líbíu tókst „betur“. Vestrænar fréttastofur þróuðu þá tækni að
búa til stríðsæsifréttir. Sagðar voru skáldaðar fréttir um fjöldamorð og
fyrirhuguð fjöldamorð Gaddafís á þegnum sínum ásamt skálduðum fréttum af
spontan uppreisn þegnanna. Það nægði ráðherrum NATO og þeir ákváðu einróma að
hefja lofthernað gegn Líbíu. Þeir spurðu ekki um frekari sannanir, og landið er
í tætlum síðan.
IV. Stríðið
gegn Sýrlandi er aðallega þríþætt: með þungvopnuðum leiguherjum fjölþjóðlegra
íslamista, með viðskiptabanni/diplómatískri útskúfun og með háþróaðri og
samhangandi sviðssetningu vestrænnar pressu, leikstýrðri leiksýningu sem ber
yfirskriftina „uppreisn gegn ógnarstjórn“. Sýningin er afar vel auglýst og
kaflar úr henni hafa fengið Óskarasverðlaunin. Þetta virðist þó ekki duga til að
koma á hinum tilætluðu „valdaskiptum“. Þess vegna getur maður enn átt von á
skelfilegum sviðssetningum frá óvinum Sýrlands.
V. Sviðssetningin í Salisbury virðist vera illa valin og illa leikstýrð, æpandi
órökræn og ótrúverðug í alla staði. Hefði gamli njósnarinn Skripal verið mjög
hættulegur Rússum hefðu þeir ekki sleppt honum í fangaskiptum. Ef þeir vildu
eitra fyrir hann var auðveldara að gera það meðan hann var í fangelsinu heima.
Fyrirfram var í gangi mikil herferð á Vesturlöndum til að gera skrímsli úr Pútín
og einangra Rússa. Afskaplega er ólíklegt að Rússar kysu að auka á þá einangrun
með diplómatískum skandala, allra síst í aðdraganda HM. Nú, fróðir menn segja
að Bretar geti vel framleitt eiturefnið novitjok, í tilraunaverksmiðju hersins
við Salisbury, Porton Down. Og Pentagon er á kafi í efnavopnaprógrömmum þeirrar verksmiðju. Ekkert hefur verið lagt fram sem líkist sönnun á þátttöku Rússa í
atburðinum. Enda sagði Theresa May aldrei að umrætt taugagas væri rússneskt,
aðeins „af tegund sem þróuð var í Rússlandi“. Rússar eru krafðir skýringa en
þegar þeir stinga upp á sameiginlegri rannsókn er því hafnað. En Guðlaugur Þór
og aðrir utanríkisráðherrar NATO spyrja bara ekkert um sannanir. Hann og þeir
hinir segjast bara „standa með sínum bandamönnum“ (og engar athugasemdir
heyrast frá VG heldur).
Ef þessi
leiksýnig selur – eftir allan lygabálkinn sem einkenndi upphaf fyrri
árásarstríða – er komið upp stórhættulegt pólitískt ástand. Ég hef þó vissa von
um að almenningur kaupi sig ekki inn á þessa síðustu sýningu.
Thursday, March 15, 2018
Skrípal-leikur - May - Blair og efnaárásir á Bretland
(birt á fésbók SHA 15. mars 2018)
Skrípal-leikurinn stigmagnast. Viðbrögð Guðlaugs Þórs
fyrirsjáanleg: „Við höfum fram til þessa staðið
með vestrænum vinaþjóðum okkar og ég á ekki von á því að það verði nein
breyting þar á.“ Jæja, hafi Skripal verið svo hættulegur Rússum að þeir
séu tilbúnir að setja bæði forsetakosningar í næsta mánuði og HM í knattspurnu
í uppnám til að losna við hann af hverju í ósköpunum slepptu þeir honum þá í
fangaskiptum? Theresa May segir „allt bendir til“ að „rússneska ríkið“ standi á
bak við þessa „efnaárás gegn Bretlandi“. Ekki hefur hún haft fyrir að birta
sannanir. Eru þær sambærilegar við „sannanir“ Tony Blair 2002 fyrir því að
Saddam Hussain gæti gert efnaárás á Bretland á 45 mínútum? Sem hann svo
notaði til að byggja upp stemningu fyrir innrás í Írak.
Þegar Harold Pinter fékk
nóbelinn 2005 notaði hann ræðu sína á Íraksstríðið og bresk-bandaríska stjórnarfarið
og sagði: „Innrásin í Írak var verknaður brotamanna, blygðunarlaust ríkishryðjuverk
og lýsti fullkominni fyrirlitningu á hugtakinu alþjóðalög... Bandaríkin gefa
einfaldlega djöfulinn í SÞ, alþjóðalög eða ágreining og efasemdir annarra og
skoða þær sem vanmáttugar og málinu óviðkomandi. Þau hafa líka sitt eigið
jarmandi litla lamb sem eltir þau, hið aumkunarverða, afvelta Stóra-Bretland.“ (Sjá ræðuna)
Monday, June 12, 2017
Stríð 21. aldar og íslenska sjónarhornið
(birtist á vefsíðu Alþýðufylkingarinnar 12. júní 2017)
RÚV hafði í samvinnu við UNICEF á „Degi rauða nefsins“ (9. júní) þátt til að styrkja söfnun fyrir þjáð og snauð heimsins börn. Safnað var vegna hungursneyðar í Suður-Súdan, Jemen, Sómalíu og Nígeríu. Ekki var minnst á að vestræn stórveldi hafa staðið á bak við hernað í þremur þessara landa, sem ræður líklega mestu um hungrið. Svo kom „yfirlitsmynd yfir hörmungarnar í Sýrlandi“.
Fókusinn var á Aleppó – og spurningin um sökina var auðveld: Einn aðili var fundinn sekur, Sýrlandsstjórn/her, sem stundað hefði fjöldamorð á borgarbúum. Lyginni er dælt í okkur með sprautum. Yfirlitsmyndin var dæmigerð fyrir túlkun íslenskra fjölmiðla á styrjöldum okkar daga. Helstu fjölmiðlar Íslands – RÚV og dagblöðin tvö – eru alveg samstíga í túlkun á helstu styrjöldum 21. aldar. Skýringarmunstrið er u.þ.b. svona:
a) Stríðið í Sýrlandi er kallað „borgarastríð“ en sagt stafa af réttlátri „uppreisn“ gegn miskunnarlausum harðstjóra. Af ytri afskipum af stríðinu er einkum talað um þátt Rússa. Þagað er um peningana frá Sádi-Arabíu sem fjármagna „uppreisnina“ eða endalausa aðflutninga og þjónustu við hana frá Tyrklandi. Og fátt sagt um um þátt Bandaríkjanna allt frá viðskiptabanni á Sýrland til þjálfunar og vopnasendinga til „uppreisnarinnar“.
b) Stríðið í Jemen er kallað „borgarastríð“ og er þá alveg horft framhjá því að fyrir tveimur árum (júlí 2015) breyttist stríðið í innrásarstríð þegar Sádi-Arabía réðist á þetta fátæka land með 100 sprengjuflugvélum og her sem taldi 150 þúsund hermenn, aðallega málaliða. USA og NATO-veldin sjá Sádum fyrir vopnum, sbr. spánnýjan samning Trumps við Sáda, stærsta einstaka vopnasölusamning sem gerður hefur verið. Sl. haust hófu Bandaríkin svo beinan hernað gegn Jemen við hlið Sáda.
c) Stríðið í Írak er í íslenskum fjölmiðlum skilgreint sem „stríð gegn ISIS“ og „stríð gegn hryðjuverkum“. Góðu gæjarnir berjast við að „frelsa“ Mósúl. En „stríðið gegn ISIS“ í Mósúl og víðar í Írak er einfaldlega framhald Íraksstríðsins 2003-2011, innrásar og hernáms sem kostað hefur milljón Íraka lífið, og skóp m.a. fyrirbærið ISIS. Bandaríkin eru aldeilis ekki frelsandi afl heldur hernámsafl í Írak sem hefur enn sama markmið, að sundurlima landið og komast yfir auðlindir þess.
d) Stríðið í Úkraínu er kallað borgarastríð. Aldrei þessu vant er gert mikið úr utanaðkomandi íhlutun, þ.e.a.s. íhlutun og yfirgangi Rússa. Hins vegar er kyrfilega þagað um þátt CIA sem stjórnaði valdaráninu í Kiev 2014 eða um hernaðarlega innikróun Rússlands, af hálfu NATO-velda, fyrir og enn frekar eftir það valdarán.
Sem sagt, þessum helstu styrjöldum sem nú geysa lýsa fjölmiðlarnir okkar sem borgarastyrjöldum og/eða „stríði gegn hryðjuverkum“. Skipulega er horft framhjá hinum vestrænu afskiptum. Fjölmiðlarnir íslensku bergmála þær túlkanir sem stóru fréttastofurnar vestan hafs gefa en þær aftur tjá einfaldlega hagsmuni bandarískrar heimsvaldastefnu og hergagnaiðnaðar. Svo muldra menn gjarnan í skeggið eitthvað um það böl sem hlýst af „óumburðarlyndi“ og „trúarofstæki“.
Ofantaldar styrjaldir hanga saman. Stríðin eru öll betur skilin sem árásarstríð en sem borgarastríð. Yfirstjórn þeirra er í Washington. Árið 2001 lýstu USA og NATO yfir „stríði gegn hryðjuverkum“ (áður en þeir réðust inn í Afganistan). Það var yfirskrift og réttlæting hnattræns hernaðar og síðan hafa þeir stundað látlausar valdaskiptaaðgerðir, ýmist beint eða með hjálp svæðisbundinna bandamanna. Helsta þungamiðja stríðsrekstursins hefur verið í Miðausturlöndum og önnur þungamiðja á fyrrum yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Um er að ræða samhangandi íhlutunarstefnu Vestursins til að steypa „óþóknanlegum“ stjórnvöldum og koma að öðrum „þóknanlegum“. Svæðisbundnir bandamenn með eigin valdahagsmuni koma hér við sögu, og Sádi-Arabía er mikilvægasti bandamaður NATO í múslimaheiminum, í því verkefni Vestursins að ná yfirráðum í Miðausturlöndum. Og framan talin stríð öll eru liðir í heimsyfirráðastefnu þar sem aðalmeðulin eru hernaðarleg. Aðeins einn aðili rekur slíka stefnu í nútímanum: Vesturblokkin (NATO-blokkin) undir forustu Bandaríkjanna.
Þáttur íslenskrar utanríkisstefnu í þessu samhengi er hvorki saklaus né friðsamlegur. Ísland tekur þátt í valdaskipta- og yfirráðastefnu NATO-veldanna, eftir getu sinni. Alltaf. Óháð því hverjir skipa ríkisstjórn, enda heyrist engin andstaða við þá stefnu á Alþingi. Ísland var í bandalagi hinna viljugu þjóða gegn Írak (við það var reyndar andstaða á Alþingi). Ísland studdi árásarstríð NATO gegn Afganistan og gegn Líbíu. Íslenska vinstri stjórnin viðurkenndi árið 2012 „Þjóðareiningu“ uppreisnarhópa í Sýrlandi – National Coalition – sem lögmætt stjórnvald Sýrlands, og stillti sér þannig á bak við „uppreisn“ (kostaða, vopnaða og mannaða utanlands frá) gegn stjórnvöldum sem viðurkennd eru af SÞ sem lögmæt. Ísland tekur þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi, mótatkvæðalaust í utanríkismálanefnd og á Alþingi. Í málefnum stríðs og friðar fylgir Ísland þeirri línu sem lögð er í Washington, punktur. Og röklegt framhald þess: íslenskar fréttastofur eru í þeim málum endurvarpsstöðvar stóru fréttastofanna vestra sem eru hluti af stríðsvélinni.
RÚV hafði í samvinnu við UNICEF á „Degi rauða nefsins“ (9. júní) þátt til að styrkja söfnun fyrir þjáð og snauð heimsins börn. Safnað var vegna hungursneyðar í Suður-Súdan, Jemen, Sómalíu og Nígeríu. Ekki var minnst á að vestræn stórveldi hafa staðið á bak við hernað í þremur þessara landa, sem ræður líklega mestu um hungrið. Svo kom „yfirlitsmynd yfir hörmungarnar í Sýrlandi“.
![]() |
Þórarinn Hjartarson stálsmiður á Akureyri |
a) Stríðið í Sýrlandi er kallað „borgarastríð“ en sagt stafa af réttlátri „uppreisn“ gegn miskunnarlausum harðstjóra. Af ytri afskipum af stríðinu er einkum talað um þátt Rússa. Þagað er um peningana frá Sádi-Arabíu sem fjármagna „uppreisnina“ eða endalausa aðflutninga og þjónustu við hana frá Tyrklandi. Og fátt sagt um um þátt Bandaríkjanna allt frá viðskiptabanni á Sýrland til þjálfunar og vopnasendinga til „uppreisnarinnar“.
b) Stríðið í Jemen er kallað „borgarastríð“ og er þá alveg horft framhjá því að fyrir tveimur árum (júlí 2015) breyttist stríðið í innrásarstríð þegar Sádi-Arabía réðist á þetta fátæka land með 100 sprengjuflugvélum og her sem taldi 150 þúsund hermenn, aðallega málaliða. USA og NATO-veldin sjá Sádum fyrir vopnum, sbr. spánnýjan samning Trumps við Sáda, stærsta einstaka vopnasölusamning sem gerður hefur verið. Sl. haust hófu Bandaríkin svo beinan hernað gegn Jemen við hlið Sáda.
c) Stríðið í Írak er í íslenskum fjölmiðlum skilgreint sem „stríð gegn ISIS“ og „stríð gegn hryðjuverkum“. Góðu gæjarnir berjast við að „frelsa“ Mósúl. En „stríðið gegn ISIS“ í Mósúl og víðar í Írak er einfaldlega framhald Íraksstríðsins 2003-2011, innrásar og hernáms sem kostað hefur milljón Íraka lífið, og skóp m.a. fyrirbærið ISIS. Bandaríkin eru aldeilis ekki frelsandi afl heldur hernámsafl í Írak sem hefur enn sama markmið, að sundurlima landið og komast yfir auðlindir þess.
d) Stríðið í Úkraínu er kallað borgarastríð. Aldrei þessu vant er gert mikið úr utanaðkomandi íhlutun, þ.e.a.s. íhlutun og yfirgangi Rússa. Hins vegar er kyrfilega þagað um þátt CIA sem stjórnaði valdaráninu í Kiev 2014 eða um hernaðarlega innikróun Rússlands, af hálfu NATO-velda, fyrir og enn frekar eftir það valdarán.
Sem sagt, þessum helstu styrjöldum sem nú geysa lýsa fjölmiðlarnir okkar sem borgarastyrjöldum og/eða „stríði gegn hryðjuverkum“. Skipulega er horft framhjá hinum vestrænu afskiptum. Fjölmiðlarnir íslensku bergmála þær túlkanir sem stóru fréttastofurnar vestan hafs gefa en þær aftur tjá einfaldlega hagsmuni bandarískrar heimsvaldastefnu og hergagnaiðnaðar. Svo muldra menn gjarnan í skeggið eitthvað um það böl sem hlýst af „óumburðarlyndi“ og „trúarofstæki“.
Ofantaldar styrjaldir hanga saman. Stríðin eru öll betur skilin sem árásarstríð en sem borgarastríð. Yfirstjórn þeirra er í Washington. Árið 2001 lýstu USA og NATO yfir „stríði gegn hryðjuverkum“ (áður en þeir réðust inn í Afganistan). Það var yfirskrift og réttlæting hnattræns hernaðar og síðan hafa þeir stundað látlausar valdaskiptaaðgerðir, ýmist beint eða með hjálp svæðisbundinna bandamanna. Helsta þungamiðja stríðsrekstursins hefur verið í Miðausturlöndum og önnur þungamiðja á fyrrum yfirráðasvæði Sovétríkjanna. Um er að ræða samhangandi íhlutunarstefnu Vestursins til að steypa „óþóknanlegum“ stjórnvöldum og koma að öðrum „þóknanlegum“. Svæðisbundnir bandamenn með eigin valdahagsmuni koma hér við sögu, og Sádi-Arabía er mikilvægasti bandamaður NATO í múslimaheiminum, í því verkefni Vestursins að ná yfirráðum í Miðausturlöndum. Og framan talin stríð öll eru liðir í heimsyfirráðastefnu þar sem aðalmeðulin eru hernaðarleg. Aðeins einn aðili rekur slíka stefnu í nútímanum: Vesturblokkin (NATO-blokkin) undir forustu Bandaríkjanna.
Þáttur íslenskrar utanríkisstefnu í þessu samhengi er hvorki saklaus né friðsamlegur. Ísland tekur þátt í valdaskipta- og yfirráðastefnu NATO-veldanna, eftir getu sinni. Alltaf. Óháð því hverjir skipa ríkisstjórn, enda heyrist engin andstaða við þá stefnu á Alþingi. Ísland var í bandalagi hinna viljugu þjóða gegn Írak (við það var reyndar andstaða á Alþingi). Ísland studdi árásarstríð NATO gegn Afganistan og gegn Líbíu. Íslenska vinstri stjórnin viðurkenndi árið 2012 „Þjóðareiningu“ uppreisnarhópa í Sýrlandi – National Coalition – sem lögmætt stjórnvald Sýrlands, og stillti sér þannig á bak við „uppreisn“ (kostaða, vopnaða og mannaða utanlands frá) gegn stjórnvöldum sem viðurkennd eru af SÞ sem lögmæt. Ísland tekur þátt í refsiaðgerðum gegn Rússlandi, mótatkvæðalaust í utanríkismálanefnd og á Alþingi. Í málefnum stríðs og friðar fylgir Ísland þeirri línu sem lögð er í Washington, punktur. Og röklegt framhald þess: íslenskar fréttastofur eru í þeim málum endurvarpsstöðvar stóru fréttastofanna vestra sem eru hluti af stríðsvélinni.
Labels:
Aleppó,
Bandaríkin,
hungursneyð,
Írak,
Jemen,
NATO,
RÚV,
Sýrland,
Úkraína,
valdaskiptaaðgerð
Wednesday, November 18, 2015
Tólf tesur um ISIS
(Birtist á fésbók Samtaka hernaðarandstæðinga 17. nóv 2015)
Tólf tesur um ISIS: 1) Innrásarstríðið í Írak 2003-2011 tókst illa. Þess vegna ákváðu vestrænir strategistar og hugveitur að dulbúa komandi innrásir og taka vígin frekar „innan frá“. 2) Í Miðausturlöndum þýddi nýja aðferðin að styðja ákveðnar fylkingar herskárra íslamista (af súnní-meiði) til uppreisnar gegn óæskilegum stjórnvöldum, út frá trúarbragðalínum. 3) Heimsvaldasinnar beittu fyrir sig uppreisnaröflum fjandsamlegum Vestrinu – sem fullkomnaði dulbúninginn, en reyndar eru herskáir íslamistar sjaldnast vestrænt sinnaðir. 4) Áður hafði CIA beitt svipaðri taktík í Afganistan gegn Sovétmönnum og þá skapað m.a. Al Kaída. 5) Eftir það höfðu Washington og NATO einkum notað Al Kaída sem yfirvarp „stríðs gegn hryðjuverkum“. 6) En í Líbíu 2011 þótti nýja aðferðin sanna sig með glans. 7) Sýrland var næsta lota og uppþotin þar í „arabíska vorinu“ 2011 urðu strax afar blóðug. Ári síðar var „Þjóðareining“ uppreisnaraflanna stofnuð og USA og Vesturlönd viðurkenndu hana strax sem hið „lögmæta stjórnvald“ Sýrlands. 8) ISIS byrjaði sem „Al Kaída í Írak“ sem barðist gegn innrás USA þar. Hópurinn naut ekki stuðnings utanlands frá og óx því ekki neitt. 9) Hins vegar þegar uppreisnin hófst í Sýrlandi 2011 fór hreyfingin yfir landamærin frá Írak, blandaðist þarlendum Al Kaída-hópi (Al Nusra) og spratt nú sem arfi á mykjuhaug. 10) Í leyniskýrslu bandarísku Leyniþjónustu hermála (DIA) frá 2012 segir um hreyfinguna sem nú kallaði sig ISI: „Ástandið sýnir að það er möguleiki að stofna yfirlýst eða óyfirlýst furstadæmi salafista í Austur-Sýrlandi og það er einmitt það sem stuðningsveldin við andspyrnuna vilja.“ 11) Árið 2014 stökk ISIS fullskapað inn á sviðið sem stórveldi í krafti gríðarlegs vopnavalds, lýsti yfir kalífati og lagði undir sig sístækkandi huta Sýrlands og Íraks. Af því hún naut nú massífs stuðnings utanlands frá. 12) ISIS er skilgetið barn vestrænnar heimsvaldastefnu. Það er hinn forboðni sannleikur sem ekki má nefna, og enginn nefndi heldur í umræðunni um Parísarhryðjuverkin á Alþingi í dag.
Tólf tesur um ISIS: 1) Innrásarstríðið í Írak 2003-2011 tókst illa. Þess vegna ákváðu vestrænir strategistar og hugveitur að dulbúa komandi innrásir og taka vígin frekar „innan frá“. 2) Í Miðausturlöndum þýddi nýja aðferðin að styðja ákveðnar fylkingar herskárra íslamista (af súnní-meiði) til uppreisnar gegn óæskilegum stjórnvöldum, út frá trúarbragðalínum. 3) Heimsvaldasinnar beittu fyrir sig uppreisnaröflum fjandsamlegum Vestrinu – sem fullkomnaði dulbúninginn, en reyndar eru herskáir íslamistar sjaldnast vestrænt sinnaðir. 4) Áður hafði CIA beitt svipaðri taktík í Afganistan gegn Sovétmönnum og þá skapað m.a. Al Kaída. 5) Eftir það höfðu Washington og NATO einkum notað Al Kaída sem yfirvarp „stríðs gegn hryðjuverkum“. 6) En í Líbíu 2011 þótti nýja aðferðin sanna sig með glans. 7) Sýrland var næsta lota og uppþotin þar í „arabíska vorinu“ 2011 urðu strax afar blóðug. Ári síðar var „Þjóðareining“ uppreisnaraflanna stofnuð og USA og Vesturlönd viðurkenndu hana strax sem hið „lögmæta stjórnvald“ Sýrlands. 8) ISIS byrjaði sem „Al Kaída í Írak“ sem barðist gegn innrás USA þar. Hópurinn naut ekki stuðnings utanlands frá og óx því ekki neitt. 9) Hins vegar þegar uppreisnin hófst í Sýrlandi 2011 fór hreyfingin yfir landamærin frá Írak, blandaðist þarlendum Al Kaída-hópi (Al Nusra) og spratt nú sem arfi á mykjuhaug. 10) Í leyniskýrslu bandarísku Leyniþjónustu hermála (DIA) frá 2012 segir um hreyfinguna sem nú kallaði sig ISI: „Ástandið sýnir að það er möguleiki að stofna yfirlýst eða óyfirlýst furstadæmi salafista í Austur-Sýrlandi og það er einmitt það sem stuðningsveldin við andspyrnuna vilja.“ 11) Árið 2014 stökk ISIS fullskapað inn á sviðið sem stórveldi í krafti gríðarlegs vopnavalds, lýsti yfir kalífati og lagði undir sig sístækkandi huta Sýrlands og Íraks. Af því hún naut nú massífs stuðnings utanlands frá. 12) ISIS er skilgetið barn vestrænnar heimsvaldastefnu. Það er hinn forboðni sannleikur sem ekki má nefna, og enginn nefndi heldur í umræðunni um Parísarhryðjuverkin á Alþingi í dag.
Sunday, September 6, 2015
Flóttamannasprengjan – á ekki að ræða orsakirnar?
(birtist í Fréttablaðinu 5. sept 2015)
Evrópa fær nú smjörþef af flóttamannavandanum. Fjölmiðlarnir
ræða einkum hvernig stöðva megi strauminn, snúa honum við eða hvernig dreifa
megi hælisleitendum um álfuna. Forðast hins vegar að tala um ORSAKIRNAR. Oft er
gefið í skyn að þetta séu einkum efnahagslegir flóttamenn í leit að betri
lífskjörum. Rangt. Langflestir flóttamenn nútímans flýja STRÍÐSÁSTAND. Skýrsla
Flóttamannastofnunar SÞ um flóttamannastrauminn til Evrópu hefst svo: „Mikill
meirihluti þeirra 130 þúsunda sem komu yfir Miðjarðarhaf til Evrópu sex fyrstu
mánuði ársins 2015 flýja stríð, átök og ofsóknir.“
– SÝRLAND er
stærsta uppspretta flóttamanna á heimsvísu með 4 milljóir flóttamanna, og 7
milljónir á flótta innan landsins sjálfs. Ástæðan? Jú, stríðið sem geysað hefur
í landinu frá 2011, stríð Vesturveldanna og helstu bandamanna þeirra í
Miðausturlöndum gegn Sýrlandi. Áður en það hófst var einfaldlega enginn flóttamannastraumur frá Sýrlandi.
Stríðið hófst 2011 jafnhliða lokakafla Líbíustríðsins. Eins og í Líbíu hefur
uppreisnin í Sýrlandi frá upphafi verið mönnuð af harðlínu-jíhadistum en studd,
fjármögnuð og vopnuð af Vesturlöndum með bandamönnum, Persaflóaríkjunum,
Tyrklandi... Staðgengilsstríð. Árið 2012 viðurkenndu USA og ESB bandalag
uppreisnarhópa sem réttmætan fulltrúa sýrlensku þjóðarinnar og beita sér fyrir „valdaskiptum“ í landinu. Sú afstaða var studd bæði af Össuri
Skarphéðinssyni og Gunnari Braga Sveinssyni. Þetta er sem sagt okkar
stríð.
Labels:
Afganistan,
flóttamenn,
Írak,
Jemen,
Líbía,
Sómalía,
Sýrland
Tuesday, November 4, 2014
Miðausturlönd - eyðilegging samkvæmt áætlun
(Birtist á Friðarvefnum 3. nóv. 2014)
Styrjaldargnýrinn í fjarlægð er óslitinn. Þessa stundina er stríð Vestursins háð úr lofti – gegn Íslamska ríkinu svokallaða innan Sýrlands og Írak. Íslamska ríkið er vígahópur sem einkum á rætur í uppreinsinni gegn Assadstjórninni í Sýrlandi. Þar hefur hann að mestu verið vopnaður og fjármagnaður af CIA og af helstu bandarmönnum USA í Miðausturlöndum, s.s. Sádi-Arabíu og Katar. Þetta er aðeins nýjasta stríðið í seríu styrjalda sem Bandaríkin og bandamenn þeirra í NATO og Arabalöndum auk Ísraels standa að. Stríðið er samfellt, en brennipunkturinn flyst til. Samfellt stríð er orðin opinber bandarísk stefna: http://www.globalresearch.ca/war-winds-near-gale-force/5402406
Styrjaldargnýrinn í fjarlægð er óslitinn. Þessa stundina er stríð Vestursins háð úr lofti – gegn Íslamska ríkinu svokallaða innan Sýrlands og Írak. Íslamska ríkið er vígahópur sem einkum á rætur í uppreinsinni gegn Assadstjórninni í Sýrlandi. Þar hefur hann að mestu verið vopnaður og fjármagnaður af CIA og af helstu bandarmönnum USA í Miðausturlöndum, s.s. Sádi-Arabíu og Katar. Þetta er aðeins nýjasta stríðið í seríu styrjalda sem Bandaríkin og bandamenn þeirra í NATO og Arabalöndum auk Ísraels standa að. Stríðið er samfellt, en brennipunkturinn flyst til. Samfellt stríð er orðin opinber bandarísk stefna: http://www.globalresearch.ca/war-winds-near-gale-force/5402406
Enduruppskipting áhrifasvæða frá 1990
Heimsvaldakerfið leyfir ekki valdatómarúm. Saga kapítalískrar heimsvaldastefnu sannar það aftur og aftur. Græðgin í auð og völd er óseðjanleg. Eftir fall Sovétríkjanna raskaðist jafnvægið milli heimsveldanna mjög. Alþjóðastjórnmálin urðu einpóla vegna yfirburðavalds Bandaríkjanna. Margir hinir einföldu töldu að fall Múrsins boðaði frið. En vestrænir heimsvaldasinnar sáu fyrir sér allt annað en frið, nefnilega enduruppskiptingu áhrifasvæða út frá nýjum styrkleikahlutföllum. Og þar sem hægt er að sækja fram sækir maður fram! Frá falli Múrsins varð viðmið Bandaríkjanna heimsyfirráð. Helstu svæði til enduruppskiptingar eftir fall Sovétríkjanna voru Austur-Evrópa og Miðausturlönd. Wesley Clark fyrrum yfirhershöfðingi NATO sagði frá fundi sínum árið 1991 með Paul Wolfowitz, þá vararáðherra og síðar varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Hann sagði þar að Bandaríkin hefðu nú 5-10 ár til að „hreinsa upp þessi gömlu skjólstæðingsríki Sovétríkjanna, Sýrland, Íran og Írak, áður en næsta risaveldi kemur og skorar okkur á hólm.“ Wolfowitz fókusaði á Miðausturlönd af því þaðan streymir olían. Þessi þrjú lönd settu Bandaríkin nú á listann „öxulveldi hins illa“ (og þrjú í viðbót: Líbíu, Norður-Kóreu og Kúbu) og settu í gang stríðsvélar sínar eins og brátt mun sagt verða.
Keppinautar skora risaveldið á hólm
En kapítalísk þróun er ójöfn, gömlu heimsveldin eru hnignandi og kreppuhrjáð. Þrátt fyrir sigur Bandaríkjanna í kalda stríðinu, þrátt fyrir einstæða valdastöðu þeirra og trausta hirð bandamanna hafa ný heimsveldi siglt upp að hlið þeirra í kepninni um heimsmarkaðinn. Dollarinn er að missa stöðu sína sem allsherjargjaldmiðill í alþjóðaviðskiptium og það mun hafa mjög alvarlegar afleiðingar fyrir bandaríska hagkerfið. Bandaríska vefritið Business Insider skrifaði núna 8. október síðastliðinn: „Því miður, Ameríka, Kína var að fara fram úr Bandaríkjunum sem stærsta hagkerfi heims, skv. útreikningum AGS.“
Saturday, November 10, 2012
Nýju stríðin og heilaþvottavélin mikla
(Birtist á attac.is 25. október 2012)
Voðaleg slagsíða er í fréttaflutningi íslenskra fjölmiðla
frá átaka- og styrjaldarsvæðum. Túlkun átakanna í Líbíu og Sýrlandi undanfarið
eitt og hálft ár minnir hastarlega á upphaf stríðsins í Írak 2003. Þá löptu íslensku fjölmiðlarnir upp
lygasúpuna frá Bush og Blair um hættuna sem stafaði af Saddam Hússein og
útheimti vestræn afskipti. Sjónvarpsstöðvarnar tvær sendu svo fall Bagdad í
beinni með því að tengja sig inn á CNN og BBC World (líkt og gert var í Persaflóastríðinu 1991).
Subscribe to:
Posts (Atom)