Veður skipast ört í lofti yfir Sýrlandi. Það
sem Donald Trump boðaði fyrir tveimur vikum virðist síðan hafa gerst:
Hann dregur bandarískan her burt af flestum átakasvæðum Sýrlands. Eftir
nokkurra daga reiptog í stjórnkerfinu kom Trump samt aftur fram og
útskýrði að herinn ætlaði þó ekki að yfirgefa sýlensku olíusvæðin. Í því
sambandi er hann ekki með neitt froðusnakk um „lýðræði og mannréttindi“
í anda Obama, heldur segir hann einfaldlega: „Við
höfum tryggt olíuna, og þess vegna munum við halda eftir litlum fjölda
bandarískra hermanna á því svæði þar sem þeir [Sýrlendingar] hafa
olíuna.“ Trump segist sem sagt hafa „tryggt olíuna“ svo hvorki ISIS
né Sýrlandsstjórn komist í hana – og sendir þangað síðan aukinn
liðstyrk. Það bendir til einhverrar framlengingar á þessu ránsstríði.
Brottkvaðning bandarísku hermannanna gerðist samhliða innrás Tyrkja („Friðarvorið“) á landræmu sunnan tyrknesku landamæranna 9. Október, sem Erdogan kvaðst ætla að gera að „öryggissvæði“ gegn hersveitum Kúrda. En Trump segist líka hafa komið fram sem „sáttasemjari“, hann hafi samið við Erdogan um að ganga ekki „of hart fram“ gegn Kúrdum. Þá segir hann að útkoman sé sigur fyrir Bandaríkin.
Trump getur vissulega sagt að það samræmist stefnu hans um um „America first“ að draga sig úr „endalausum íhlutunum“ vítt um veröld, að það sé gott fyrir Bandaríkin að losna úr „endalausum stríðum“ sem hafi kostað ríkið 8 billjónir dollara. Hann hefur líka sagt nýlega að stríðin í Írak og Sýrlandi hafi verið „tilgangslaus“ og „byggð á lygum“. Brottkvaðningu úr Sýrlandi er hins vegar mætt með víðtækri gagnrýni úr bandaríska „djúpríkinu“, frá haukum beggja flokka. Þar er Trump fordæmdur fyrir að svíkja bandaríska hagsmuni, svíkja Kúrda og „endurlífga ISIS“. Það hefur blasað við lengi að Bandaríkin eru alvarlega klofin í afstöðunni til Sýrlandsstríðsins. Hernaðariðnaðar-batteríið (military-industrial complex) ræður ennþá „djúpríkinu“ og CIA er nátengd því.
Brottkvaðning bandarísku hermannanna gerðist samhliða innrás Tyrkja („Friðarvorið“) á landræmu sunnan tyrknesku landamæranna 9. Október, sem Erdogan kvaðst ætla að gera að „öryggissvæði“ gegn hersveitum Kúrda. En Trump segist líka hafa komið fram sem „sáttasemjari“, hann hafi samið við Erdogan um að ganga ekki „of hart fram“ gegn Kúrdum. Þá segir hann að útkoman sé sigur fyrir Bandaríkin.
Trump getur vissulega sagt að það samræmist stefnu hans um um „America first“ að draga sig úr „endalausum íhlutunum“ vítt um veröld, að það sé gott fyrir Bandaríkin að losna úr „endalausum stríðum“ sem hafi kostað ríkið 8 billjónir dollara. Hann hefur líka sagt nýlega að stríðin í Írak og Sýrlandi hafi verið „tilgangslaus“ og „byggð á lygum“. Brottkvaðningu úr Sýrlandi er hins vegar mætt með víðtækri gagnrýni úr bandaríska „djúpríkinu“, frá haukum beggja flokka. Þar er Trump fordæmdur fyrir að svíkja bandaríska hagsmuni, svíkja Kúrda og „endurlífga ISIS“. Það hefur blasað við lengi að Bandaríkin eru alvarlega klofin í afstöðunni til Sýrlandsstríðsins. Hernaðariðnaðar-batteríið (military-industrial complex) ræður ennþá „djúpríkinu“ og CIA er nátengd því.
Sochi-samningur og Kúrdaspurningar
Trump talar valdsmannslega en hann er í raun ekki í aðstöðu til að ákvarða neina friðarskilmála í landi sem hann sýnist vera að hröklast út úr. Ef brottkvaðningin er meira en sjónhverfingar. Hins vegar var gerður annar samningur 22. október sl., í Sochi í Rússland, milli Pútíns og Erdógans. Samningsviðræðurnar voru harðar en ákvæðin í þeim samningi eru alveg áþreifanleg: Samkvæmt þeim á Tyrkland að stöðva árás sína á Sýrland. Landræma við landamærin skal vera „öryggissvæði“ þar sem Sýrlandsher mun taka stjórn en Tyrkir og Rússar gæta þess að skilmálum sé fylgt.
Varnarsveitir Kúrda (YPG, hluti af SDF-hernum) verða að hverfa frá landamærunum. Sýrlandsher skal taka stjórn í Norðaustur-Sýrlandi. Einingu og friðhelgi Sýrlands skal virða, öll sundurlimun úr sögunni. Í samningnum frá Sochi er ekki Bandaríkjunum ætlað neitt hlutverk. En reyndar var þar ekki heldur neitt minnst á olíusvæðin.