Showing posts with label loftferðabann. Show all posts
Showing posts with label loftferðabann. Show all posts

Wednesday, November 2, 2016

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Barnamyndirnar frá Aleppo þjóta um eterinn og steypast yfir okkur gegnum sjónvörp, dagblöð og samfélagsmiðla. Vaskir menn, gjarnan með hvíta hjálma, hlaupa út úr hrynjandi húsum með börn í fanginu. Myndunum fylgir jafnan sú skýring að þetta séu fórnarlömb loftárása Sýrlandshers („tunnusprengjurnar“) ellegar Rússa. Myndirnar þjóna nokkrum brýnum hlutverkum: a) að djöfulgera Assad forseta og hans menn, b) að vinna fylgi kröfunni um að dæma Sýrlandsstjórn og Rússa fyrir stríðsglæpi – í Öryggisráðinu og víðar og c) að kalla eftir „loftferðabanni“ á Sýrland sem í framkvæmd þýðir fullgildur lofthernaður og/eða innrás NATO-veldanna í Sýrland. Hér skiptir líka máli að Hillary Clinton hefur nú stillt sér kröftuglega á bak við hugmyndina um „loftferðabann“, andstætt bæði Donald Trump og Barak Obama.
"Drengurinn í sjúkrabílnum" - Omran litli í heimspressunni

Omran litli – „andlit Aleppo“
Ein mynd hefur farið öðrum meiri sigurför um heiminn síðan hún birtist í ágúst síðastliðnum: myndin af „drengnum í sjúkrabílnum“ sem ku heita Omran Daqnees. Sjá Wikipedíu um hann. Samkvæmt fréttinni bjó Omran litli á svæði uppreisnarmanna í Aleppo. Ljósmyndarinn Mahmoud Raslan bjó aðeins 300 metra þaðan frá, og vaknaði því upp við sprengjuárás stjórnarhersins svona nærri. Sem betur fór voru „Hvítu hjálmarnir“ nærstaddir og björguðu Omran og fjölskyldu hans.
Fyrir skemmstu fullyrti Assad Sýrlandsforseti í svissnesku sjónvarpsviðtali að umrædd mynd væri sett á svið og dró fram aðrar myndir af drengnum og systur hans í öðrum kringumstæðum annars staðar í borgarrústunum. Yfirleitt eru þau þar í fanginu á einhverjum „Hvítu hjálmanna“, og Assad fullyrti að þetta væru hannaðar sviðsmyndir.
Myndirnar hafa verið krítískt skoðaðar af fleirum, bæði áður og enn frekar eftir viðtalið við forsetann. Moon of Alabama hefur nú birt nokkrar og mismunandi myndir af þeim systkinum, og ekki fer á milli mála við skoðun og samanburð að börnin eru klessumáluð og förðuð, og eru í leiksýningum. Þarna er sem sé einhver auglýsingaiðnaður á bak við. Einhvers konar barnaklám sem fréttastofurnar styðja og fær því mikla dreifingu.

Sunday, October 23, 2016

Andlit Aleppo - Enn um "Hvítu hjálmana"

(birt á Fésbókarsíðu SHA 22. okt 2016)
Sýrlandsforseti segir systkinin klessumáluð

Moon of Alabama fjallar um afhjúpun Assads Sýrlandsforseta á frægri blaðaljósmynd af "drengnum í sjúkrabílnum" m.m. sem sagður var fórnarlamb tunnusprengjuárásar Assads. RÚV fjallaði um Assad-viðtalið sl fimmtudag. Moon of Alabama staðfestir að þessar stríðs- og hamfaramyndir eru framleiddar af "Hvítu hjálmunum" - sem kostaðir eru af bandarísku þróunarstofnuninni USAID - og vestrænum almannatengslafyrirtækjum. Þetta er iðnaður. Tilgangur sviðssetninganna er að djöfulgera Assad og kalla eftir "loftferðabanni" á Sýrland (sbr. Líbíu). Sjá umfjöllun Moon of Alabama.

Friday, September 30, 2016

Loftferðabann í Sýrlandi? (og umræða um gagnsemi SHA)

(birt á fésbókarsíðu SHA 26. september 2016)
Yfirmaður bandaríska herráðsins, Joseph Dunford, mælir með svæðisbundnu "loftferðabanni" yfir Sýrlandi, að kyrrsetja sýrlenskar og rússneskar flugvélar: “I do agree that Syrian regime aircraft and Russian aircraft should be grounded.” Og Kerry segir: "We must move forward to try to immediately ground all aircraft flying in those key areas..." Hverjir eru "we" sem eiga að framfylgja því? Jú Bandaríkin og bandamenn þeirra, enda tekur Dunford fram: “I would not agree that coalition aircraft ought to be grounded.” Fordæmin um "loftferðabann" eru ófögur. Bandaríkin, Bretar og Frakkar settu loftferðabann á Írak 1991 - sem var meginforsenda fyrir árangursríku árásarstríði gegn landinu - og héldu því svo til streitu allt fram að seinna Íraksstríði. Öryggisráðið setti á loftferðabann yfir Bosníu-Herzegóvínu 1993-95 gegn Bosníuserbum og flugher Serbíu. Því var framfylgt af NATO. NATO setti loftferðabann yfir Kosovo 1999 til að geta gert loftárásir á her Serba og síðan fullt stríð úr lofti gegn Serbíu. Meirihluti Öryggisráðsins samþykkti ályktun nr. 1973 um loftferðabann yfir Líbíu, sem NATO framfylgdi með fullu stríði úr lofti sem sprengdi Líbíu í tætlur. Dunford gerir sér grein fyrir að loftferðabann yfir Sýrlandi er alvörumál: “Right now… for us to control all of the airspace in Syria would require us to go to war against Syria and Russia.” Segir hann, án þess að flökra né ropa. Hvað þarf stríð Vestursins gegn Sýrlandi að ganga langt áður en t.d. SHA sjá ástæðu til að hreyfa legg eða lið?



Sölvi Jónsson SHA eru allt of lin samtök rétt eins og Rússar. Þeir samþykktu að draga sig að mestu út úr Sýrlandi þegar þeir áttu nánast bara eftir að greiða uppreisnaröflunum náðarhöggið. Ég veit ekki hvað þeir voru að spá. Þeir eru alltof dipló.

Halldor Carlsson SHA eru takmörkuð, eins og Kata (sem við viljum samt sem næsta forsætisráðherra): skilja hvað við erum að tala um, en þora að viðurkenna sirka helminginn.
hinir eru ekki hætishót betri, rússadindlarnir (Chossoudovsky td), bakka alltupp sem rússar gera, td gagnvart smáþjóðum. öh. same shit, take yr pick..

Björgvin Rúnar Leifsson SHA eru handónýt samtök, því miður