Showing posts with label sundurlimun Sýrlands. Show all posts
Showing posts with label sundurlimun Sýrlands. Show all posts

Sunday, April 9, 2017

Trump lætur undan og óbifanleg hernaðarstefnan blífur


Þann 30 mars hafði Reuter eftir Haley sendiherra Trumps hjá SÞ að nú væri „U.S. priority on Syria no longer focused on 'getting Assad out'“. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Assadstjórnina, en að sama skapi vandræði fyrir bandaríska stjórnkerfið (í áratugi gírað á hernaðarstefnu í Miðausturlöndum) og herbúðir Vestursins. Þann 4-5. apríl var í Brussel friðar- og hjálparráðstefna fyrir Sýrland á vegum ESB. Þann 3. mars, skrifaði Guardian varðandi þá ráðstefnu: „EU at odds with Trump administration over Assad's role in Syria“. 

En næsta dag, 4. mars, kom eitugasárásin í Idlibhéraði, og Vestrænu fréttastofurnar settu einum rómi og án fyrirvara sökina á Sýrlandsher. Þar með snéru Trump og Tillerson afstöðu sinni leiftursnöggt og sögðu Assadstjórninni stríð á hendur, með einhliða hernaðarðagerðum. Kvöldið áður hafði Tillerson sagt að komandi aðgerðir Bandaríkjanna yrðu „á vegum Alþjóðasamfélagsins“. Þar með voru vandræði Vestursins líka leyst. Alþjóðasamfélagið – þ.e.a.s. Vesturlönd – brugðust vel við, engin mótmæli heyrðust þaðan við stríðsaðgerðunum. Guðlaugur Þór Þórðarson talar með munni þeirra allra og segir það sé eðlilegt að brugðist sé hart við beitingu eiturgass. Ekki þarf að spyrja hver sé gerandinn. Höfum ekki áhyggjur, hugsa þeir, CIA annast rannsóknina!

Það er líka eins og vandræði Trumps heima fyrir leysist snöggt og vel með þessum umsnúningi. Fréttastofurnar stóru taka allar viðbrögðum hans fagnandi. Washington Post var blaða skýrast í stuðningi sínum við Killary og hefur síðan hamnast gegn Trump, en segir nú í leiðara: "Perhaps most importantly, U.S. allies now have reason to hope that Mr. Trump could fill the leadership vacuum, in the Middle East and beyond" og bætir við að hann "brást djarflega við".

Mér finnst ekki við þurfum að ræða þá klikkuðu hugmynd að Assad hafi varpað eitursprengju. Sannleikurinn er sá að „djúpríkisvaldið“ vestan hafs hefur haldið sinni siglingu óbreyttri þótt nýi forsetinn talaði um tíma öðru máli. Hugveitan RAND sem er hluti af bandaríska sjórnkerfinu setti fyrir nokkrum vikum fram uppfærða áætlun um skiptingu Sýrlands í ljósi sóknar Stjórnarhersins: „..menn sjá fyrir sér stórveldalausn þar sem Tyrkir ráða norðlægum landamærasvæðum Sýrlands en öðrum svæðum austar haldi Syrian Democratic Forces þar sem kúrdneska YPG sé ráðandi afl og njóti vestrænnar verndar og loks komi súnní-ráðandi belti niður suðaustur Sýrland, kringum Raqqa og Deir Ezzor, nú undir ISIS, sem verði undir „alþjóðlegri stjórn““ Fall Aleppo hefur hins vegar bundið enda á raunhæfar vonir andstöðunnar um sigur í Vestur-Sýrlandi. (sjá eldmessa.blogspot.is 27. febrúar sl.). Flugvöllurinn Sharyat sem sprengdur var fellur inn í þessa strategíu. Macedonia online skrifar: „The Shayrat Military Airport is one of the Syrian Air Force’s most important installations in the fight against the Islamic State due to its proximity to the Palmyra and Deir Ezzor fronts. Has the US Government strike strategically assisted ISIS?“

Monday, February 27, 2017

Uppfærð áætlun um skiptingu Sýrlands

(Birt á fésbók SHA 26. febrúar 2017)



Strategistarnir vestra áforma óháð hávaðanum kringum Hvíta húsið. Hugveitan RAND Corporation er hluti af bandaríska stjórnkerfinu, nánar tiltekið sérhugveita fyrir herinn. Hún hafði birt „Peace plan for Syria“ 2015 og 2016 og birti nú í febrúar „Peace plan III“. Hún viðurkennir nýleg áföll í Sýrlandsstríði, tapaða orustu í Aleppo, en aðlagar strategíu heildarstríðsins að því. Það tekst ekki að fella Assad í bráð, en strategían um skiptingu landsins (oft kölluð plan B) blífur: „ Aleppo’s fall thus effectively ends any realistic threat the opposition posed to Assad’s grip on power and consolidates the regime’s control over most of western Syria, with the exception of much of Idlib province, the Damascus suburb of Eastern Ghouta, and some isolated pockets elsewhere... it is likely that the sort of outcome we propose would develop as a hybrid of broad, top-down agreements negotiated by diplomats and local understandings reached by parties on the ground. In this sense, like in Bosnia in the mid-1990s, peace will have been facilitated by demographic changes on the ground, external agreement to those changes, and the exhaustion of the fighting parties.“ RAND birtir þarna kort sem sýnir hvernig menn sjá fyrir sér stórveldalausn þar sem Tyrkir ráða norðlægum landamærasvæðum Sýrlands en öðrum svæðum austar haldi Syrian Democratic Forces þar sem kúrdneska YPG sé ráðandi afl og njóti vestrænnar verndar og loks komi súnní-ráðandi belti niður suðaustur Sýrland, kringum Raqqa og Deir Ezzor, nú undir ISIS, sem verði undir „alþjóðlegri stjórn“: ...We therefore recommend that the United States propose to put Raqqa province, once liberated, under an interim international administration, thereby creating a neutral area held by neither the regime nor the opposition, pending the ultimate resolution of the civil war.“ Þetta er einmitt svæðið þar sem leyniþjónustan DIA sá 2012 fyrir sér framtíðar „furstadæmi salafista“ og sá það „jákvæðum augum“. Ofanskráð sundurlimun Sýrlands er er uppfærsla á áætluninni frá 2012.