(Birtist á Friðarvefnum 10. sept 2014)
Rússarnir koma!
Fjölmiðlafárið undanfarið um „innrás“ Rússa og „fulla þátttöku“ í stríðinu í Úkraínu átti að skapa aðstæður fyrir nánari tengingu Úkraínu við NATO á leiðtogafundi bandalagsins í Bretlandi 4-5. september. Að sögn Camerons forsætisráðherra var verkefni fundarins einmitt að ákvarða tengsl Úkraínu við NATO og stefnu NATO gagnvart Rússlandi. Niðurstaða fundarins varð vissulega nánara samstarf NATO við Úkraínu og „full hernaðarleg samverkan“ þeirra á milli. Þá var samþykkt „aukin samstarfsaðild“ nokkurra landa að NATO, m.a. fyrrum Sovétlýðveldanna Georgíu og Moldóvu, ennfremur Finnlands og Svíþjóðar. Hins vegar settu miklar ófarir Úkraínuhers undanfarið gagnvart „aðskilnaðarsinnum“ í austurhéruðunum mark sitt á fundinn. Borgarastríð, klofið land og óskýr landamæri útilokar a.m.k. fulla NATO-aðild Úkraínu í bráð. Enn fremur varð vopnahléið sem samið var um milli stríðsaðila 5. september til þess að ögn hægði á refsiaðgerðunum ESB-ríkja gegn Rússlandi.
Hitler, Stalín og Chamberlain áttu sviðið 1939
Rússar lögðu undir sig Krímskagann í mars slíðastliðnum eftir afar andrússnesk valdaskipti/valdarán í Úkraínu. Yfirtaka Rússa varð að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu á skaganum sem tilheyrði Rússlandi frá 1783-1954 og er að mestu byggður Rússum. Þar hefur um aldir verið aðalflotastöð Rússa við Svartahaf. Leiðtogar NATO-landa fordæmdu aðgerð Pútíns sterklega, lýstu aftur á móti stuðningi við ný stjórnvöld í Kænugarði sem komu til valda í valdbyltingu og hafa síðan háð stríð gegn „aðskilnaðarsinnum“ í austurhluta landsins. Viðskiptabann og refsiaðgerðirnar gegn Rússum hafa þyngst stig af stigi. Hin meginviðbrögð Vestursins eru aukin hernaðarumsvif NATO í næsta nágrenni Rússlands og áköf umræða um nauðsyn þess að NATO þekki sinn vitjunartíma í Úkraínu. Vestrænir leiðtogar og vestræn pressa hafa leitað í ákafa að „smoking gun“ Pútíns í Úkraínudeilunni, leitað að sakarefnum til að hengja á hann sem árásaraðila, líkt og „gjöreyðingarvopnin“ voru hengd á Saddam Hussein 2003. Um tíma var það hollenska farþegaþotan, síðan NATO-myndir af rússneskum skriðdrekum í Úkraínu sem áttu að vera „smoking gun“.
Rússar lögðu undir sig Krímskagann í mars slíðastliðnum eftir afar andrússnesk valdaskipti/valdarán í Úkraínu. Yfirtaka Rússa varð að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu á skaganum sem tilheyrði Rússlandi frá 1783-1954 og er að mestu byggður Rússum. Þar hefur um aldir verið aðalflotastöð Rússa við Svartahaf. Leiðtogar NATO-landa fordæmdu aðgerð Pútíns sterklega, lýstu aftur á móti stuðningi við ný stjórnvöld í Kænugarði sem komu til valda í valdbyltingu og hafa síðan háð stríð gegn „aðskilnaðarsinnum“ í austurhluta landsins. Viðskiptabann og refsiaðgerðirnar gegn Rússum hafa þyngst stig af stigi. Hin meginviðbrögð Vestursins eru aukin hernaðarumsvif NATO í næsta nágrenni Rússlands og áköf umræða um nauðsyn þess að NATO þekki sinn vitjunartíma í Úkraínu. Vestrænir leiðtogar og vestræn pressa hafa leitað í ákafa að „smoking gun“ Pútíns í Úkraínudeilunni, leitað að sakarefnum til að hengja á hann sem árásaraðila, líkt og „gjöreyðingarvopnin“ voru hengd á Saddam Hussein 2003. Um tíma var það hollenska farþegaþotan, síðan NATO-myndir af rússneskum skriðdrekum í Úkraínu sem áttu að vera „smoking gun“.
Leiðtogar Norðurlanda láta ekki sitt eftir liggja. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar hefur lengi farið fyrir öðrum í harkalegum ummælumum Pútín: „Ég held að Krím sé bara upphitun… Ég er sannfærður um að eiginlegt markmið hans [Pútíns] er ekki Krím heldur Kíev, bætir Bildt við.“ Utanríkisráðherra Íslands fer í endurteknar heimsóknir til Kiev til að sýna stuðning sinn við stjórnvöld þar og lofar auknum framlögum til NATO. Á NATO-fundinum fengu Svíþjóð og Finnland, sem áður töldust hlutlaus ríki, viðurkennda „aukna samstarfsaðild“ landanna að NATO. Danmörk ákvað nýlega að taka beinan þátt í skotflauganeti NATO sem beinist auðvitað gegn Rússlandi, þó formelga beinist það gegn „ónefndum óvini“. Og ekki þarf að hvetja hinn herskáa Noreg sem hefur tekið þátt í 8 styrjöldum Bandaríkjanna og NATO frá 1990.
Hörð viðbrögð Vestursins gegn Rússum eru knúin áfram af Bandaríkjunum. Fyrir bandaríska þinginu hefur síðan í vor legið frumvarp, sk. The Russian Aggression Prevention Act sem gefur Úkraínu (og Georgíu og Moldóvu) stöðu sem de facto NATO-ríki. Verði frumvarpið samþykkt gerir það stríðið í Úkraínu að málefni NATO, eða eins og þar segir: “Provides major non-NATO ally status for Ukraine, Georgia, and Moldova for purposes of the transfer or possible transfer of defense articles or defense services.” Í tengslum við innlimun Krímskagans fóru áhrifamenn í bandarískum utanríkismálum, svo sem Zbigniew Brzezinski, John McCain og Hillary Clinton að líkja atburðinum við aðdraganda seinna stríðs, líkja innlimun Krím við innlimun Austurríkis 1937 og Tékkóslóvakíu 1938 og þar með líkja Pútín við Hitler. Framantalið áhrifafólk fólk er reyndar ekki við völd. Yfirmenn bandarískra hermála voru í fyrstu talsvert varkárari en í júlí kom yfirmaður bandaríska herráðsins (Joint Chiefs of Staff) með herskáar yfirlýsingar og líkti innlimun Krímskaga við innrás Sovétríkjanna í Pólland 1939.