Saturday, December 17, 2016

Sögulegur sigur í Aleppo

Birtist á fésbók SHA 13. og 15. des 2016 
                                                 

Frelsun Aleppo eru mikilvæg tímamót. Staðgengislsstríð og valdaskiptaaðgerð NATO-velda og bandamanna í Sýrlandi endar með skelfingu, f. o.fr. af því þjóðin styður hana ekki. Vestræn pressa grætur beisklega örlög þeirra hryðjuverkaherja sem áttu að vinna verkið. Miklu er búið að kosta til. RÚV grætur, Stöð 2 grætur, Frbl. grætur, Mbl. grætur. Hér á skerinu erum við í herkví vestrænnar pressu.

Þessi færsla olli mikilli umræðu á fésbókarsíðu SHA og sýndist sitt hverjum. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir skrifaði: "Mikið finnst mér ótrúlega dapurlegt að lesa þetta. Ég á satt að segja bágt með að skilja hvað nákvæmlega þú ert að vilja í samtökum sem leggja áherslu á afvopnun og herleysi", en nokkrir tóku undir með sjónarmiði færslunnar. Stefán Pálsson skrifaði: "En friðarsinnar eru komnir á verulega hálan ís (svo vægt sé til orða tekið) ef þeir fagna hernaðarsigrum. En að því sögðu veit ég vel að það eru ekki allir hér í þessari grúppu sem skilgreina sig sem friðarsinna (pacifista)." Guttormur Þorsteinsson sagðist ekki skilja af hverju "hernaðarandstæðingar ættu að styðja og fagna með stjórnvöldum sem vissulega hafa gerst sek um stríðsglæpi og pyntingar í stórum stíl." Því svaraði Stefán Pálsson: "Ég leyfi mér að fullyrða að þessi sjónarmið sem þú lýsir séu mikil minnihlutaskoðun innan SHA, en það heyrast vissulega ansi fjölbreytileg viðhorf á þessari síðu." Ég (ÞH) bætti þá við eftirfarandi færslu.

Eigum við að gráta yfir falli vígisins í Austur-Aleppo? Ég geri það ekki. Það var frekar við hæfi að gráta þegar aðvífandi uppreisnarherir tóku borgarhlutann 2012. Rétt hjá Stefáni Pálssyni, ég aðhyllist ekki friðarhyggju (pacifisma) eins og hann og stærstur hluti evrópskrar friðarhreyfingar gerir. Sem neitar að greina á milli réttláts og óréttláts stríðs (S.P. segist þó ekki leggja alla stríðsaðila að jöfnu, sem er gott). Frelsun Aleppo er sögulegur og frækilegur sigur Sýrlendinga yfir staðgengilsherjum NATO-velda og yfir vestrænni heimsvaldastefnu. Í flokki með sigrinum í Stalíngrad 1942, Díen Bíen Pú 1954 og Saigon 1975. Þegar Saígon féll fagnaði ég líka þó þeim sigri hafi örugglega fylgt grimmdarverk í borginni. Talandi um grimmd: Fjölmargar friðarhreyfingar hafa keypt hina skipulegu skrímslagerð heimsvaldasinna gagnvart Assadstjórninni, þá útpældu og skipulegu skrímslagerð sem er stór hluti af hernaðartaktík Vestursins. Hámark skrímslagerðarinnar hefur verið í fréttum af Aleppó og líklega aldrei meiri en undanfarna daga.   

Tuesday, December 6, 2016

... munum hætta að steypa stjórnvöldum...

(Birt á fésbókarsíðu SHA 5. des 2016)
                 

Skv. íslenskum fjölmiðlum er aðalatriðið í „fyrirbærinu Trump“ rasismi og kvenfyrirlitning, enda var það sú lína sem heimselítan á Austurströnd USA markaði – og tala hins vegar sem minnst um raunveruleg áhugaefni almennings, efni sem popúlistinn Trump spilaði á. Trump vann kosningarnar á að tala gegn hnattvæðingunni, eins og ég hef áður skrifað um. Hann sigraði líka út á það að hafna stríðsstefnu Clintonanna, Bushanna og Obama. Að því leyti eru kosningarnar merki um heilbrigði frekar en sjúkleika almenningsálitsins. En breytingin er auðvitað ekki orðin né björnin unninn. Obama vann líka kosningarnar 2008 út á friðsamlegri stefnu en mótherjinn, og sveik það allt rækilega. Ef dæma skal af reynslunni er líklegra en hitt að svipað gerist aftur. Vald „The Military Industrial Complex“ og Wall Street er óskert.

Samt er eitthvað að gerast í utanríkisstefnu sem e.t.v. er raunverulegt. Í ræðu í Cincinnati 1. desember lagði Trump ennþá áherslu á að valdaskiptaaðgerðum USA yrði að linna. M.a. sagði hann: „ We will pursue a new foreign policy that finally learns from the mistakes of the past. We will stop looking to topple regimes and overthrow governments, folks... 6 trillion dollars [wasted] in the Middle East. Our goal is stability, not chaos. We want to rebuild our country. We will partner with any nation that is willing to join us in the effort to defeat ISIS and radical Islamic terrorism. In our dealings with other countries, we will seek shared interests wherever possible and pursue a new era of peace, understanding, and good will.“ Donald Trump er enginn spámaður, og markmið hans er imperíslískt: „Make America great again!“ En sennilega má skoða „raunsæi“ hans sem aðvörunarljós í mælaborðinu, m.ö.o. merki um að hluti yfirstéttarinnar sjái og viðurkenni að skrjóðurinn er orðinn lélegur en ekur bara lengra og lengra út á fenjasvæðið.


Trump nefnir í ofanskráðri klausu mikilvæga ástæðu til þess að breyta þurfi um stefnu, nefnilega kostnaðinn. Á þessari öld er stríðskostnaður Bandaríkjanna sex þúsund milljarðar dollara. Obama hefur í sinni stjórnartíð varpað sprengjum á 7 lönd og staðið að valdaránum í Líbíu og Úkraínu, og hefur að stórum hluta rekið stríðin á lánum svo skuldir USA eru hrollvekjandi á flesta mælikvarða. Og þessar he
rnaðarlegu valdaskiptaaðgerðir eru ekki bara dýrar, þær hafa flestar gengið mjög brösuglega eða illa. Og sú síðasta, Sýrland, er að tapast á vígvellinum. „Raunsæið“ sem Trump sýnir a.m.k. í orði – og þar með hluti elítunnar vestur þar – felst í því að sjá að þetta getur ekki gengið óbreytt áfram, horfast í augu við að staða USA er breytt.

Thursday, December 1, 2016

Frelsun Aleppo (2)

(Birtist á fésbókarsíðu SHA 30. nóv 2016)
[sjá grein með sömu yfirskrift frá febrúar sl.

Frelsun Aleppo gerist nú hraðar. Þessi stærsta borg Sýrlands hefur verið klofin í Vestur og Austur frá 2012 þegar „uppreisnarmenn“ náðu austurhlutanum á sitt vald. Nú býr um 1,5 milljón í vesturhlutanum sem Sýrlandsstjórn hefur alltaf haldið. Um hálf milljón hefur áður flúið frá austurhluta til vesturhluta borgarinnar. Eftir að austan eru 200-300 þúsund íbúar, þ.m.t. vígamennirnir (meirihlutinn líklega erlendur). Vígahóparnir – studdir NATO-veldum, Tyrklandi og Persaflóaríkjum – reyndu í október að hefja nýja sókn, en mistókst. Sýrlandsher hefur mikið til tekist að loka aðflutningsæðunum frá Tyrklandi og tekur nú eitt hverfið af öðu austan til í borginni, og nýjum hópum þjáðra íbúa hefur tekist að flýja. „Signs that the dogged resistance to the Syrian Army and Russian airforce in eastern Aleppo may be crumbling have started to appear as thousands of people fled to areas under government control...“ skrifaði Guardian sl. sunnudag. Þessir flóttamenn munu segja jafn ljóta sögu og flóttamennirnir frá Mosul sem fengið hafa gott pláss í íslenskri pressu undanfarið (UN Women: „Konum blæðir“). Mosul hefur verið á valdi ISIS á meðan „it's primarily al-Nusra who holds Aleppo“ eins og Steve Warren talsmaður Pentagon hefur viðurkennt. Við kunnum söguna um hina grimmu heri Assads og Rússa sem einkum herja á skóla og sjúkrahús og gegn þeim illa vopnuð „alþýðuuppreisn“, og loks um fulltrúa mannúðarinnar: mennina með hvítu hjálmana. En sú saga og sú mynd var sviðsett fyrir Vestrið. Stríð Vestursins gegn Sýrlandi tapast, og spilaborg lyganna hrynur.