Sunday, October 23, 2016

Andlit Aleppo - Enn um "Hvítu hjálmana"

(birt á Fésbókarsíðu SHA 22. okt 2016)
Sýrlandsforseti segir systkinin klessumáluð

Moon of Alabama fjallar um afhjúpun Assads Sýrlandsforseta á frægri blaðaljósmynd af "drengnum í sjúkrabílnum" m.m. sem sagður var fórnarlamb tunnusprengjuárásar Assads. RÚV fjallaði um Assad-viðtalið sl fimmtudag. Moon of Alabama staðfestir að þessar stríðs- og hamfaramyndir eru framleiddar af "Hvítu hjálmunum" - sem kostaðir eru af bandarísku þróunarstofnuninni USAID - og vestrænum almannatengslafyrirtækjum. Þetta er iðnaður. Tilgangur sviðssetninganna er að djöfulgera Assad og kalla eftir "loftferðabanni" á Sýrland (sbr. Líbíu). Sjá umfjöllun Moon of Alabama.

Saturday, October 22, 2016

Ísland og umheimurinn - engin andstaða

(Birt á fésbókarsíðu SHA 21. okt 2016)
Horfði í gærkvöld á frambjóðendur tala um umheiminn (Ísland og umheimurinn, 20. okt). Þar var ekki mikið fjallað um ófriðarútlitið mikla í heiminum árið 2016. Sókn NATO í austur, inn að stofuglugga Rússa? - Ha? Stofuglugga? Um innikróun Kína með perlufesti kjarnorkuherstöðva og flotauppbyggingar á Kyrrahafi? - Perlufesti hvað? Eða um styrjaldaseríu og valdaskiptaaðgerðir Bandaríkjanna og Vestursins í Miðausturlöndum? Nei, þáttastjórnendur nefndu aðeins styrjaldirnar sem einn þátt í því að skapa flóttamannavanda en tóku fram að ekki þyrfti að tala um þær. Ekki var heldur minnst á þá yfirvofandi ógn að fá einn harðvítugasta hernaðarsinna okkar daga, Hillary Clinton, í Hvíta húsið? 

Sko, þáttastjórnendurnir gáfu sér þær forsendur að helsta ógn í alþjóðamálum stafaði af framferði Rússa á Krím. Þessu mótmælti enginn þátttakandi. Þeir studdu allir viðskiptaþvinganirnar gegn Rússum, nema Inga Sæland, Flokki fólksins, sem hafnaði okkar þátttöku í þeim á grundvelli viðskiptahagsmuna okkar. Í samhengi við "meiri fyrirferð Rússa en áður" og "loftrýmisgæsluna", var Ari Trausti (VG) spurður,um þá afstöðu VG að vilja slíta samstarfinu við NATO. Hann sagði ekkert ljótt um NATO en bara: "Það hefur verið á dagskránni, já." Bætti svo við: "En klárt mál að það er meirihlutaafstaða innan VG og þar við situr." Aumlegt var það og tannlaust. Það er greinilega engin stjórnarandstaða í utanríkismálum meðal flokkanna á Alþingi. Og að frátalinni Alþýðufylkingunni, er engin andstaða heldur hjá nýju framboðunum,

Sunday, October 16, 2016

Mosul og Aleppo - veruleiki og tungutak

(Birt á fésbókarsíðu SHA 16. okt 2016
Í frétt RUV núna 15. október segir: "Massud Barzani, leiðtogi Kúrda í Írak, segir að undirbúningi fyrir árás á borgina Mosul sé lokið og ekkert til fyrirstöðu að láta til skarar skríða... Allt að ein milljón manna kunni að hrekjast á vergang vegna þeirra. Barzani sagði að forystumenn Kúrda og ráðamenn í Bagdad hefðu ákveðið að skipa sameiginlega aðgerðastjórn sem annast myndi skipulag og hafa umsjón með þróun mála í Mosul eftir að vígamenn hefðu verið hraktir þaðan. Barzani kvaðst vona að allt færi vel og að íbúar Mosul yrðu frelsaðir undan harðstjórn Íslamska ríkisins." Íhugum þetta. Ein milljón mun fara á vergang! Við heyrum lítið af vorkunnsemi Vestursins gagnvart íbúum Mosul. Þó er neyðin þarna stærri í sniðum en í Austur-Aleppo þar sem aðeins um 200 þúsund íbúar eru eftir. Það hefur trúlega með það að gera að í Mosul er það ekki hinn illi Assad sem reynir að sigrast á uppreisnaröflunum heldur Íraksstjórn og sérstaklega kúrdneski USA-leppurinn Barzani.

Það sem við heyrum af sannleik um Íraksstríðið í vestrænni pressu er helst það sem ráðamenn hermála stöku sinnum „missa út úr sér“. Nú snýst fréttaflutningurinn mest um borgina Aleppo. Ráðamenn á Vesturlöndum reyna að höfða mál gegn Assad/Rússum fyrir stríðsglæpi í Aleppo. Við fáum að heyra að þar séu hófsöm uppreisnaröfl og saklausir borgarar undir stöðugu regni af tunnusprengjum frá Assad með aðstoð Rússa. En við hverja berst Assad í Aleppo? Á fréttamannafundi í apríl í vor talaði Seve Warren ofursti, talsmaður Pentagons, um Aleppo og „missti út úr sér“ mikilvægt atriði, að það væri hin opinbera Al Kaídadeild, Al-Nusra, í Sýrlandi sem væri aðalaflið í andspyrnunni gegn Assad í borginni: „That said, it's primarily al-Nusra who holds Aleppo.“ Einu sinni (2001) þótti sjálfsagt að fara í stórstríð við heilt land, Afganistan, til að jafna um Al Kaída, en öðru máli gegnir ef Sýrlandsstjórn vill endurheimta stærstu borg sína frá sömu öflum. Svona er réttlætið teygjanlegt.

Sýrlandsstríðið er innrásarstríð

(Birt á fésbókarsíðu SHA 13. okt 2016)
Rætt er um eðli Sýrlandsstríðsins. Ég segi, það er DULBÚIÐ sem borgarastríð en er fjölhliða INNRÁS Vestursins (undir forustu USA) og svæðisbundinna bandamanna - má líka kalla það fjölhliða valdaskipta-aðgerð. Nokkrar hestu hliðar innrásarinnar eru: 1) Það að leyfa Persaflóaríkjum að vopna trúarvígamenn (langtífrá "hófsama") frá 100 löndum til uppreisnarstríðs. 2) Það að NATO leyfi meðlim sínum, Tyrklandi, að halda opnum ótal aðflutnings- og þjónustuæðum til hryðjuverkahópanna. 3) Vesturblokkin öll, viðurkenndi árið 2012 „Þjóðareiningu“ uppreisnarhópa – National Coalition – sem hið lögmæta stjórnvald Sýrlands, sem þýðir auðvitað það að Vestrið stillir sér á bak við uppreisnina. 4) Viðskiptabann. Bandaríkin lögðu viðskiptabann á Sýrland frá 2004 (hafa hert það síðan) en ESB gerði hið sama 2013. 5) "Bandalagið gegn ISIS" (stóru NATO-veldin plús Persaflóaríki) hefur nú gert 111 þúsund sprengjuárásir (sorties, tölur frá Pentagon) á Sýrland og Írak, 147 árásir á dag í rúm 2 ár. 6) Þó Persaflóaríkin séu í aðalhlutverkum í að vopna sýrlensku uppreisnina stunda Bandaríkin (gegnum CIA) líka verulegan vopnaflutning til hennar. Breska hermála-upplýsingaþjónustan Jane´s greindi t.d. frá einum skipsfarmi með um 1000 tonn af austur-evrópskum léttavopnum, skipað út frá borginni Constanta í Rúmeníu og til Sýrlands gegnum Tyrkland og Jórdaníu í desember sl. Kostað af CIA. Borgarastríðs-dulbúningurinn nær ekki að fela hið rétta eðli þessa svívirðilega innrásarstríðs.

Clinton og bandarísk yfirvöld hafa alltaf vitað að vinir þeirra fjármagna ISIS og Al Kaída

(birtist á fésbókarsíðu SHA 12. október 2016)
WikiLeaks er farinn að birta tölvupósta John Podesta, kosningastjórna Hillary Clinton, til hennar frá 2014. Í pósti 19. ágúst þ.á. segir hann um ISIS/ISIL og Sýrlandsstríðið: „the governments of Qatar and Saudi Arabia,which are providing clandestine financial and logistic support to ISIL and other radical Sunni groups in the region.“ Rúmum mánuði seinna talaði Joe Biden varaforseti við Harvard-stúdenta, einnig um ISIS og bandamenn USA. Hann sagði að ISIS væri „sköpunarverk bandamanna okkar“ og nefndi sérstaklega Tyrkland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi Arabíu: “They were so determined to take down Assad and essentially have a proxy Sunni-Shia war, what did they do? They poured hundreds of millions of dollars and tens, thousands of tons of weapons into anyone who would fight against Assad—except that the people who were being supplied were al Nusra and al Qaeda and the extremist elements of jihadis coming from other parts of the world.” Það blasir við: Obamastjórnin hefur vitað frá upphafi hvaðan peningarnir streymdu til ISIS og Al Kaída. Hitt skiptir enn meira máli: Hvorki í Sýrlandi né í Jemen né annars staðar gætu Sádar og aðrir olíufurstar staðið fyrir stórstyrjöldum nema hafa til þess öruggan stuðning frá USA.