Thursday, September 27, 2018

Hægripopúlisminn – helsta ógn við lýðræðið?

(birtist á Neistum.is 26. sept 2018)


                                           Marine Le Pen á útifundi

Ef hlustað er á RÚV fæst sú mynd að mesta vandamál í stjórnmálum Vesturlanda og jafnvel heimsins alls sé hægripopúlismi/ þjóðernispopúlismi.
Sem er ekki rétt, en stafar af því að RÚV er málgagn markaðsfrjálslyndrar, hnattvæddrar, kapítalískrar heimsvaldastefnu (vestrænnar).
Sem stafar aftur af því að markaðsfrjálslynd hnattvæðingarhyggja er RÍKJANDI HUGMYNDAFRÆÐI á heimsvísu nú um stundir.
„Ríkjandi hugmyndir á hverjum tíma hafa alltaf verið hugmyndir ríkjandi stéttar" segir í Kommúnistaávarpinu. Nú á dögum eru það hugmyndir auðstéttarinnar – nánar tiltekið hugmyndir EINOKUNARAUÐVALDSINS, sem verið hefur ríkjandi hluti stéttarinnar undanfarna öld, sem ráða. Og RÚV er málpípa ríkjandi hugmynda.
Þessar hugmyndir eru ríkjandi einfaldlega af því hnattvædd heimsvaldastefna undir merkjum markaðsfrjálshyggju er RÍKJANDI EFNAHAGSKERFI okkar daga – núverandi form heimsvaldastefnunnar og þróunarstig kapítalismans.
Það er þetta ríkjandi efnahagskerfi sem nú tröllríður mannkyninu og jörðinni. Það er MEGINVANDAMÁL OKKAR DAGA.
RÚV er kannski vorkunn af því ALLIR stjórmálaflokkar á Alþingi aðhyllast og styðja þetta efnahagskerfi og þessa hugmyndafræði. Engin raunveruleg stjórnarandstaða.
RÚV telur sig tilheyra „det gode selskap“. Þar á hægripopúlisminn/þjóðernispopúlisminn hins vegar ekki sæti. Af hverju ekki?
Af því hann rekur raunverulega stjórnarandstöðu, fer út fyrir meginstrauminn. Hann hafnar vissum þáttum í hinni ríkjandi hugmyndafræði: fyrst og fremst hnattvæðingarhyggjunni og að nokkru leyti markaðsfrjálshyggjunni. Hann gerir út á afleiðingar hnattvæðingarinnar – og hann gerir út á „flóttamannavandann“. Og hann þykist eiga góð svör og lausnir á þessum sviðum.
Sem hann á ekki.
Hægripopúlisminn/þjóðernispopúlisminn sækir margar hugmyndir sínar og lausnir til rasisma, þjóðrembu og fasisma – í mismiklum mæli. Sem er alveg nógu slæmt. Reynsla 20. aldar færir okkur órækar sannanir um það. Það er þó ekki það sama og að segja að umræddur popúlismi sé helsta ógn lýðræðisins nú um stundir. Því það er hann ekki.

Hnattvæddur kapítalismi

Helsti og mesti óvinur raunverulegs lýðræðis nú er áðurnefndur MARKAÐSFRJÁLSLYNDUR, HNATTVÆDDUR, HEIMSVALDASINNAÐUR KAPÍTALISMI. Nokkur einkenni hans eru eftirfarandi:
  • Gríðarleg einokun í efnahagslífinu: Hnattrænir auðhringar ráða ríkjum og ráða þróun efnahagslífsins. Þeir verða stöðugt færri og voldugri og eru samtengdir gegnum fáeinar bankasamsteypur. Þeir eiga áróðursmaskínurnar.
  • Að heimurinn verði eitt opið fjárfestingasvæði: Markmið hnattrænna auðhringa er að heimurinn verði eitt opið fjárfestingasvæði með frjálst flæði fjármagns og vinnuafls milli landa og heimshorna. Verkfæri hnattvæðingar eru m.a. yfirþjóðleg svæðisbundin ríkjabandalög eins og ESB/ EES (eftir Maastricht-samkomul 1992), NAFTA, ASEAN, stofnanir eins og WTO, AGS, OECD og samningar eins og TISA og TTIP sem öll hafa það meginhlutverk að tryggja frjálst flæði fjármagns og takmarka sem mest möguleika þjóðríkja og þjóðþinga til að stjórna eigin efnahagsmálum. Markaðsfrjálshyggjan fordæmir allt sem „truflar flæðið“.
  • Útvistun iðnaðarframleiðslunnar: Auðhringarnir flytja hana til lágkostnaðarlanda í suðri og austri (séð frá Vesturlöndum). Tilgangurinn er að auka arðránið, með ofurarðráni á réttindasnauðu vinnuafli þróunarríkja. Á Vesturlöndum og í gömlu iðnríkjunum veldur útvistunin annars vegar atvinnuleysi er störfin flytjast burt, og hins vegar miklum þrýstingi á kaupgjald og réttindi launafólks.
  • Átök heimsvelda og auðvaldsblokka um heimsmarkaðinn: Bandaríkin (í bandalagi við ESB og Japan) hafa haft drottnandi stöðu en eru nú efnahagslega víkjandi á meðan einkum Kína (í bandalagi við Rússland og BRICS-ríki) er rísandi. Bandaríkin lýsa þá yfir viðskiptastríði og Kína svarar.
  • Hnattræn vígvæðing: Til að hnattvæðingin virki, til að tryggja að lönd séu auðhringum og fjármálavaldi opin og „frjáls“ og séu ekki í „vitlausu liði“ þurfa heimsvaldasinnar að beita valdi. Síðan „múrinn“ féll hefur NATO undir forustu Bandaríkjanna verið í hernaðarútrás. Sú útrás birtist m.a. í samhangandi „stríði gegn hryðjuverkum“, „mannúðarinnrásum“ og staðgengilsstríðum (með hryðjuverkahópa sem meginverkfæri heimsvaldasinna) í Stór-Miðausturlöndum, a.m.k. frá 2001, í hrikalegri vígvæðingu gegn Rússlandi og umkringingu nýja áskorandans, Kína.
  • Umhverfisvá: Kapítalisminn er drifinn áfram af gróðasókn, upphleðslu auðmagnsins. Þensla eða kreppa. Þenslukrafan þýðir rányrkja. Í viðbót þýðir hnattvæddur kapítalismi endalausa flutninga milli heimshorna sem margfaldar hnattræna sóun og mengun.

Monday, September 24, 2018

"Sannanirnar" sem tengdu Afganistan við 11. september voru núll

(birt á "Stríðið í Miðausturlöndum" og fésbók SHA 21. sept 2018)
Hinn kanadíski Corbett Report sendir út afar vel gerða, skýra og skorinorða mynd um "lagalega grunninn" undir Afganistanstríðinu 2001 og öllu "stríðinu gegn hryðjuverkum" sem fylgdi. NATO nýtti þarna í fyrsta sinn grein 5 í stofnsáttmála sínum til stríðs á þeim grunni að ráðist væri á aðildarland og árásinni stjórnað utanlands frá. Utanríkisráðherrar NATO byggðu þá afstöðu á rapport Frank Taylors sendiherra frá bandaríska State Department um tengsl Afganistanstjórnar við árásina 11 sept. Leynd af rapportnum var "aflétt leynilega" 2008. Danski prófessor Niels Harrit opinberaði rapportinn: Það sýnir sig að í honum er nákvæmlegta EKKERT sem sýnir fram á slík tengsl. Bara þessi fullyrðing: "The facts are clear and compelling." Nýtt fyrir mig í myndinni voru vitnisburðir frú Rice og Rumsfelds um hin miklu bandarísku plön og undirbúning hernaðaraðgerða í Afganistan allt árið 2001. https://www.youtube.com/watch?v=Moz8hs2lJik&feature=youtu.be