Birtist á fésbók SHA 13. og 15. des 2016
Frelsun Aleppo eru mikilvæg tímamót. Staðgengislsstríð og valdaskiptaaðgerð NATO-velda og bandamanna í Sýrlandi endar með skelfingu, f. o.fr. af því þjóðin styður hana ekki. Vestræn pressa grætur beisklega örlög þeirra hryðjuverkaherja sem áttu að vinna verkið. Miklu er búið að kosta til. RÚV grætur, Stöð 2 grætur, Frbl. grætur, Mbl. grætur. Hér á skerinu erum við í herkví vestrænnar pressu.
Þessi færsla olli mikilli umræðu á fésbókarsíðu SHA og sýndist sitt hverjum. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir skrifaði: "Mikið finnst mér ótrúlega dapurlegt að lesa þetta. Ég á satt að segja bágt með að skilja hvað nákvæmlega þú ert að vilja í samtökum sem leggja áherslu á afvopnun og herleysi", en nokkrir tóku undir með sjónarmiði færslunnar. Stefán Pálsson skrifaði: "En friðarsinnar eru komnir á verulega hálan ís (svo vægt sé til orða tekið) ef þeir fagna hernaðarsigrum. En að því sögðu veit ég vel að það eru ekki allir hér í þessari grúppu sem skilgreina sig sem friðarsinna (pacifista)." Guttormur Þorsteinsson sagðist ekki skilja af hverju "hernaðarandstæðingar ættu að styðja og fagna með stjórnvöldum sem vissulega hafa gerst sek um stríðsglæpi og pyntingar í stórum stíl." Því svaraði Stefán Pálsson: "Ég leyfi mér að fullyrða að þessi sjónarmið sem þú lýsir séu mikil minnihlutaskoðun innan SHA, en það heyrast vissulega ansi fjölbreytileg viðhorf á þessari síðu." Ég (ÞH) bætti þá við eftirfarandi færslu.
Eigum við að gráta yfir falli vígisins í Austur-Aleppo? Ég geri það ekki. Það var frekar við hæfi að gráta þegar aðvífandi uppreisnarherir tóku borgarhlutann 2012. Rétt hjá Stefáni Pálssyni, ég aðhyllist ekki friðarhyggju (pacifisma) eins og hann og stærstur hluti evrópskrar friðarhreyfingar gerir. Sem neitar að greina á milli réttláts og óréttláts stríðs (S.P. segist þó ekki leggja alla stríðsaðila að jöfnu, sem er gott). Frelsun Aleppo er sögulegur og frækilegur sigur Sýrlendinga yfir staðgengilsherjum NATO-velda og yfir vestrænni heimsvaldastefnu. Í flokki með sigrinum í Stalíngrad 1942, Díen Bíen Pú 1954 og Saigon 1975. Þegar Saígon féll fagnaði ég líka þó þeim sigri hafi örugglega fylgt grimmdarverk í borginni. Talandi um grimmd: Fjölmargar friðarhreyfingar hafa keypt hina skipulegu skrímslagerð heimsvaldasinna gagnvart Assadstjórninni, þá útpældu og skipulegu skrímslagerð sem er stór hluti af hernaðartaktík Vestursins. Hámark skrímslagerðarinnar hefur verið í fréttum af Aleppó og líklega aldrei meiri en undanfarna daga.
Hér má lesa greinar eftir ÞÓRARIN HJARTARSON um þjóðfélagsmál úr mismunandi miðlum frá og með 2009 (bloggsíðan stofnuð 2012). Um yfirgang og hernaðarstefnu heimsvaldasinna og andófið gegn þeim. Um framrás hnattvædds kapítalisma og viðnámið gegn honum. Um aðkallandi verkefni verkalýðshreyfingarinnar. Um sögu og framtíð sósíalismans. Í febrúar 2017 eru greinarnar orðnar 134.
Showing posts with label friðarhyggja. Show all posts
Showing posts with label friðarhyggja. Show all posts
Saturday, December 17, 2016
Friday, February 12, 2016
Frelsun Aleppo
(Stutt stöðufærsla á Fésbókarsíðu SHA 7. febr 2016 og lífleg umræða sem fylgdi)
Frelsun Aleppo, stærstu borgar
Sýrlands, nálgast hratt. Það er hart að vita, kæru friðarsinnar, en úrslitin
ráðst á vígellinum. Ekki í Genf. Takist þetta má segja að sjaldan hafi jafn
einangruð þjóð unnið meiri sigur á heimsvaldasinnum. Hún er þó ekki alein meðan
hún hefur stuðning Rússa. Straumurinn hefur snúist og verður varla snúið aftur
nema með massífri vestrænni innrás. Vestrið á þó óhægt með að beita sér þar sem
það þykist vera að berjast við ISIS og Al Kaída. Líklegra er að Tyrkir, Sádar,
Katar, Furstadæmin o.s.frv. ráðist inn en þá er stuðningurinn við jíhadistana
líka æpandi ljós. Illt að SHA og friðarhreyfingin treystir sér ekki til að taka
afstöðu. Lesið Robert Fisk um málið.
Jonas Thor Gudmundsson Nú skil ég ekki nákvæmlega hvaða afstöðu þú vilt að SHA og
friðarhreyfingin taki í þessu máli. Ég myndi halda svo að friðarhreyfingar
almennt myndu aldrei taka afstöðu með vopnuðum átökum. Þetta er og verður áfram
martröð fyrir íbúa svæðisins. Sama hvernig útkoman verður í Raqqa, þá verður
aldrei nokkur "frelsun" í gangi - heldur áframhaldandi eymd og
hörmung. Átökin verða ekki leyst með vopnum. Kannski er þetta barnalegur
hugsanarháttur hjá mér.
Þórarinn
Hjartarson Friðarhreyfing, Jónas, sem getur ALDREI tekið afstöðu í
vopnuðum átökum, jafnvel ekki í þjóðfrelsisstríði gegn innrás heimsvaldasinna,
er vængstífð og lömuð.Stefán Pálsson Á friðarhreyfing að velja sér lið í styrjöldum í fjarlægum löndum? Um það geta menn deilt. - En varðandi þetta tiltekna stríð þá deili ég einfaldlega ekki þeirri skoðun Þórarins að hér sé um að ræða andstæðurnar þjóðfrelsislið vs. heimsvaldasinnað innrásarlið.
Þegar stríðið byrjaði lenti maður ótaloft í deilum við fólk sem vildi draga upp þá mynd að í Sýrlandi ættust við einræðisstjórn og lýðræðiselskandi almenningur. Það fór ekki lítill tími í að reyna að rökræða það mál og benda á að átakalínurnar væru fyrst og fremst eftir þjóðernis-, ættbálka og trúarbragðalínum. Að uppreisnarmenn væru upp til hópa súnníar á móti shíamúslimum, alavítum, kristnum, kúrdum og drúsum.
Subscribe to:
Posts (Atom)