(birtist á Fésbók SHA 6. júní 2017)
Af hverju stafar sú bylgja hryðjuverka sem geysar í Miðausturlöndum og teygir sig þaðan inn í Evrópu? Hún stafar af hernaðarútrás USA/NATO sem hófst 2001 undir merkjum „hnattræns stríðs gegn terrorisma“. En réttnefnið væri „sáning terrorisma“. Sáðvöllurinn er Afganistan, Írak, Líbía, Sýrland. Seríustríð. Vestrænir heimsvaldasinnar hafa kynt undir terrorismanum á a.m.k þrennan hátt: A) Í fyrsta lagi með beinum innrásum og meðfylgjandi samfélagsupplausn. Íslamska ríkið varð til í Íraksstríðinu, hét fyrst Al-Kaída í Írak, færði þaðan út kvíar og sérstaklega til Sýrlands. B) Í öðru lagi með því að vopna og manna hryðjuverkahópa beint. Dæmi: NATO-veldin vopnuðu og beittu fyrir sig hryðjuverkahópum í Líbíu 2011 (út frá Benghazi), m.a. hópnum LIFG sem varð hluti af Al-Kaída. LIFG starfaði líka líflega í Bretlandi, m.a. í Manchester. Faðir sprengjumannsins í Manchester, Salmans Abedi, gekk í LIFG. Árið 2011 var fjöldi líbísk-ættaðra jíhadista sendur af bresku leyniþjónustunni MI6 til Líbíu til að berjast við Gaddafí. C) Í þriðja lagi með því að „siga“ svæðisbundnum bandamönnum sínum á „skúrkana“. Þessir bandamenn – Sádar, Katar, Ísrael, Tyrkir mikilvægastir – að sínu leyti fjármagna, vopna og styrkja terrorista. Ekkert þessara svæðisvelda gæti þó ráðist þannig á nágranna sína nema hafa til þess grænt ljós og öruggan stuðning (vopnastuðning) frá USA og NATO. En samanlögð áhrif af þessu eru rokvöxtur hryðjuverkanna og um leið hafa USA/NATO skapað sér margfalda átyllu til að auka hnattrænan hernað sinn, „hnattrænt stríð gegn hryðjuverkum“. Djöfullinn bítur í skottið á sér og – bingó! Ég bendi á eigin grein, ársgamla, nokkuð ítarlega um einmitt þetta á Friðarvef.
Hér má lesa greinar eftir ÞÓRARIN HJARTARSON um þjóðfélagsmál úr mismunandi miðlum frá og með 2009 (bloggsíðan stofnuð 2012). Um yfirgang og hernaðarstefnu heimsvaldasinna og andófið gegn þeim. Um framrás hnattvædds kapítalisma og viðnámið gegn honum. Um aðkallandi verkefni verkalýðshreyfingarinnar. Um sögu og framtíð sósíalismans. Í febrúar 2017 eru greinarnar orðnar 134.
Showing posts with label Íslamska ríkið. Show all posts
Showing posts with label Íslamska ríkið. Show all posts
Sunday, June 11, 2017
Wednesday, May 27, 2015
Vestræna höndin í bagga ISIS
- [12. maí 2015 birti ég klausu á fésbókarsíðu Samtaka hernaðarandstæðinga:] Hin virta bandaríska fréttastöð Foreign Policy skrifar nú að "Syria's rebels are making sweeping gains, as foreign powers support and work with Islamist fighters." Greinin leggur út af sigursælli sókn uppreisnaraflanna við sýrlensku borgina Idlib í mars og apríl sl., og segir að lykillinn að sigursæld liggi í samvinnu ólíkra hópa "hófsamra" og harðskeyttari íslamista og svo stuðningi utanlands frá: "The operations also displayed a far improved level of coordination between rival factions, spanning from U.S.-backed Free Syrian Army (FSA) brigades, to moderate and conservative Syrian Islamists, to al Qaeda affiliate Jabhat al-Nusra and several independent jihadist factions." Opinbera lygasagan hefur verið að USA og Sádar styðji "hófsama" hópa en Katar og Tyrkir styðji frekar Al Kaída og ISIS (og að USA berjist gegn ISIS). En Foreign Policy skrifar nú beint frá hjartanu: Sameinaðir stöndum vér!
- [24. maí deildi Sölvi Jónsson grein á fésbókarsíðu SHA um nýbirta leyniskýrslu frá Pentagon með titilinn "The Islamic State is made in America" sem ég brást við:] Gagnleg grein. Rapportinn sýnir að DIA (systurstofnun CIA á sviði hermála) mat það svo árið 2012 að nú gilti að styrkja alla þá hópa trúarvígamanna af meiði salafista/wahabista sem uppdrífa mætti í Sýrlandi og etja gegn Assad-stjórnvöldum, "in order to isolate the Syrian regime, which is considered the strategic depth of the shia expansion (Iraq and Iran)". Skipuleggjendur DIA sjá jafnvel fyrir að umræddir staðgengilsherir muni stofna salafista-furstadæmi í Austur-Sýrlandi. Rapportinn nafngreinir einkum hópana ISI (Islamic State of Iraq) og AQI (al-Qaeda in Iraq) sem eru rætur núverandi ISIS. Eftir að ISIS-skrímslið steig fram fullskapað kasta þeir (Vestrið og fylgiríkin) sprengjum að því fyrir framan myndavélarnar en senda því vopn og peninga að tjaldabaki.
- [25. maí svaraði ég Halldóri Ásgeirssyni um hver væri tilgangurinn með að tendra svona bál sem ekkert réðist við.] Tilgangurinn? Frekar en að skoða baráttuna um einstök lönd sem efnahagslegan imperíalisma (um olíu m.m.) sem vissulega skiptir miklu máli, þarf umfram allt að sjá stríðið í Sýrlandi/Írak, og líka í Jemen, í ljósi vestrænnar heimsyfirráðastefnu, þ.e. baráttu USA og bandamanna við Kína og bandamenn þeirra (Rússar vega þar þyngst, siðan Íranir) og yfir höfuð gegn öllum sem ekki beygja sig undir gráðugan vilja USA og NATO-velda. Tyrkland er skotpallur NATO inn í Mið-Austurlönd. Og fremur en sjálfstæð ríki sem verja sína hagsmuni kjósa heimyfirráðamenn ástand eins og í Írak, Sýrlandi og Líbíu: lönd í upplausn þó það kosti nokkur af mestu flóttamannavandamálum sögunnar. Það er meðvitað.
- [Sama dag skrifaði Gísli Gunnarsson að ekki mætti ofmeta skynsemina í utanríkisstefnu Bandaríkjanna, hverju ég svaraði:]. Destabíliseríng, "constructive chaos", Bandaríkin sem styðja formlega sjíastjórnina í Bagdad en vopna um leið íslamistana sem þjarma að henni, kasta sprengjum að IS en fjármagna þá samtímis á laun. Ég segi alls ekki að þetta sé skynsemi en þetta er samt útpælt. Þetta er meðvituð pólitík til að ná svæðinu undir sig, sem sagt með illu, gegnum upplausn. Þetta er ekki velviljuð íhlutun og hjálp sem mistekst svona herfilega.
- [26. maí deildi Sölvi Jónsson annarri grein um sömu skjöl á fésbók SHA]. Fínt Sölvi, að fókusa á þessi nýbirtu DIA-skjöl frá 2012. Þarna kemur skýrt fram að Vestræn ríki styðji uppreisnaröflin í Sýrlandi sem séu borin uppi af salafistunum (ekki síst ISI) og Al Kaída í Írak. Einmitt það sem síðar varð ISIS. Enn meira sláandi er að þessir kommiserar DIA sjá fyrir sér að þessi andspyrnuölf geti stofnað "furstadæmi salafista" í Austur-Sýrlandi, örugga höfn undir stjórn andspyrnuafla: “safe havens under international sheltering, similar to what transpired in Libya when Benghazi was chosen as the command centre for the temporary government... and that is exactly what the supporting powers to the opposition want”. Svo mörg voru þau orð. Þetta gekk svo allt eftir þegar upp reis Íslamska ríkið (sem "kalífat") í Austur Sýrlandi og Norður Írak í júní 2014. Var einhver að tala um sjálfsprottna uppreisn alþýðunnar í Sýrlandi?
Tuesday, July 8, 2014
Stutt færsla um nýja Íraksstríðið
(færslur á fésbókarsíðu Samtaka hernaðarandstæðinga. Nokkur innlegg mín í umræðuna eftir að ISIS-islamistar hertóku stór svæði í Írak 10. og 11. júní)
Færsla Þ. Hj. 16. Júní: Fall Mósúl og
Tíkrit fyrir litlum sveitum ISIS er óeðlilegt og gruggugt. Hersveitir ISIS eru
aldar undir handarjaðri vestrænnar leyniþjónustu og er einkum stefnt gegn
Sýrlandi, Hizbolla og Íran. Vissulega eru lönd þau sem sem vestrænir
heimsvaldasinnar ráðast á (beint eða með staðgenglum) - Írak, Afganistan,
Líbía, Sýrland, bráðum Úkraína - skilin eftir í rúst og upplausn. Sannleikurinn
er þó enn ljótari - það stóð alltaf til. Ef vestrænt-hlýðin stjórn kemst ekki á
þarna öðru vísi vilja heimsvaldasinnar heldur losa sig alveg við sjálfstæð
ríki. Þeim hentar betur niðurbotin samfélög - svæði alveg opin fyrir
hnattvæðingu auðhringanna - en fullvalda ríki (sjá hér).Þriðja Íraksstríðið er því ekki
hlægilegt "klúður" heldur nýtt útspil þessum djöflapóker. Eins og stjörnublaðamaðurinn Seymour
Hersh benti á 2007 (í "The Redirection") hafði Pentagon þá nýbreytt
um aðferð í Miðausturlöndum. Herskáir súnnímúslimar (Al Kaída og tengdir) sem
áður voru notaðir sem yfirvarp til íhlutana og átyllur til "stríðs gegn
hryðjuverkum" voru í auknum mæli vopnaðir beint til að grafa undan óæskilegum stjórnvöldum. Þeim var stefnt
gegn helstu andstæðingunum Vestursins, Íran/Sýrlandi/Hizbolla... með stefnu á „valdaskipti"...
Stefán Pálsson skrifaði 17. júní: „Ókey, nú er ég orðinn ringlaður: Bandaríkin og Íran eru í deilu á barmi styrjaldar. Þau eru þó saman í liði með Íraksstjórn á móti uppreisnarhernum í Írak - sem er reyndar sami uppreisnarherinn og Bandaríkin styðja í Sýrlandi gegn stjórnvöldum sem Íranir styðja. Þetta óvinalið er hins vegar fjármagnað af Sádi Aröbum sem Íranir hata en Bandaríkjamenn telja sinn besta bandamann...“
Svar Þ.Hj. 18. Júní. Já þetta hljómar kaótískt, af því
veruleiki og yfirskin heimsvaldasinna er mjög sitt hvað - en veruleikinn hangir
þó saman: a) fréttir um samvinnu USA-Íran eru uppspuni b) sjía-sinnuð
stjórnvöld Íraks hafa styrkt sig (sigruðu í kosningum í apríl sl.) og eiga nú orðið vingott við Íran c) USA (gegnum Sáda o.fl.) stendur á bak við ISIS. Eins og ég
skrifaði í fyrradag (vitnandi í Hersh) breyttu Bandaríkin um aðferð
(Rederiction) um 2007. Af taktískum ástæðum höfðu þau stutt sjía gegn Saddam.
Síðan hafa þau snúist af krafti gegn Íran og breytt um taktík. Rökrétt afleiðing er að
þau yfirgefa Al Maliki. Loforð þeirra núna um stuðning við hann eru júdasarkoss
á meðan þau stunda óformlegan en massífan stuðning við ISIS og skylda hópa.
Færsla
Þ.Hj. 4. júlí. Án afláts leita heimsvaldasinnar átyllu til íhlutana. Árið 2001 hófu
þeir á loft víorðið um alþjóðlegt „stríð gegn hryðjuverkum“ sem varð átylla
þeirra til innrása í Afganistan og Írak og hernaðarbrölts og ihlutana vítt og
breitt um hnöttinn. Síðan kemur æ betur á daginn að alræmdustu flokkar
hryðjuverkamanna – oftar en ekki tengdir
Al Kaída – eru fótgönguliðar heimsvaldasinna í staðgenglastríðum þeirra þar og
hér, með Líbíu og Sýrland sem skýr dæmi. Þegar hryðjuverkamenn eru meginátyllur
íhlutana er afar hentugt fyrir heimsvaldasinna að hafa þá á sínum snærum. Hér er grein sem bendir á það hvernig núverandi þróun í Írak, með stofnun sérstaks
kalífats súnnía í miðhluta landsins og uppskipting þess, er nokkurn veginn í
samræmi við það sem bandarískir strategistar, National Intelligence Council (NIC), sögðu fyrir í áætlunum
sínum árið 2004. Sjálfuppfylltur spádómur, má segja.
Subscribe to:
Posts (Atom)