Saturday, November 10, 2012

Söguendurskoðun og fullveldi

(Birtist á eggin.is 23. mars 2010)


Víðsjá útvarpsins föstudaginn 5. febrúar lagði fyrir fjóra fræðimenn spurninguna „hvort gamlar og úreltar hugmyndir um sögu þjóðarinnar stjórni umræðu um brýn málefni“. M.ö.o. hvort þjóðernishyggjan þvælist fyrir Íslendingum. Hluti af sama vandamáli var spurningin af hverju svo mikið bæri á milli söguvitundar þjóðarinnar og söguskoðunar fagsagnfræðinga. Þau fjögur, sagnfræðingarnir Guðmundur Hálfdanarson, Sverrir Jakobsson og Ragnheiður Kristjánsdóttir og svo Úlfar Bragason íslenskufræðingur, voru mjög samstíga í svörum sínum. Já, þjóðin er enn í hugarhlekkjum þjóðernishyggju sem torveldar henni að fást við vandamál nútímans. Það var ekkert óvenjulegt við málflutning þessa fólks, ég bregst einmitt við honum af því hann er dæmigerður fyrir stóra hópa menntamanna.
Hvernig þvælist þjóðernishyggjan fyrir? Jú, segja menn, í góðærinu var óheft þjóðremba virkjuð í þágu útrásarkapítalista og í eftirköstunum nota menn sömu þjóðernisorðræðu, tala um „umsátur“ útlendinga, æsa þjóðina til að hafna Icesave-samningnum o.s.frv. Okkur hefnist fyrir þetta en Íslendingar læra aldrei neitt, vaða alltaf áfram í stað þess að leita samvinnu við önnur lönd. Ragnheiður Kristjánsdóttir hélt að því miður hefðum við (væntanlega þjóðin) enn ekki „lært að skammast okkar“.
            Þjóðrembingsleg afstaða Íslendinga, segja þau, hvílir á þjóðernislegri söguskoðun. Hún byggir aftur á goðsögnum eins og þeirri að frelsi og fullveldi hafi skapað framfarir Íslands og að sjálfstæðið hafi verið afurð mikillar baráttu. Sannleikurinn sé hins vegar sá að sjálfstæðisbaráttan hafi byggst meira á afturhaldi en framfarahugmyndum og fullveldið hafi komið sem gjöf eða söguleg tilviljun. 
            Í ofanskráðu verða tvær hugmyndastefnur að einni: annars vegar ákveðin útgáfa af svonefndri „íslenskri söguendurskoðun“ sem sló í gegn um og upp úr 1990 og hins vegar það sem ég kalla kratíska afstöðu til íslensks sjálfstæðis og fullveldis. Kratíska afstaðan felst í að taka sterklega undir söguendurskoðunina og ganga langt í henni.
Það er óhjákvæmilegt að skoða söguendurskoðunina í tengslum við þjóðfélagsumræðu sem fram fór á sama tíma. Þá stóð yfir mikil sóknarlota í Evrópusamrunanum og leiddi af sér sameiginlegan „innri markað“ og einnig inngöngu Norðurlandanna (í kjölfar Danmerkur) í ESB og EES árin 1992–1994.  Umrædd breyting á ESB, ennfremur tilkoma NAFTA í Ameríku og Úrúgvælota GATT (1994) snérust um eitt og sama hnattvæðingarprinsipp: um frjálst flæði fjármagns og fjárfestinga milli landa. Stóauðvaldið leit nú á fullveldi þjóðríkja sem alvarlegan hemil á athafnafrelsi, og þessi boðskapur sló óðara í gegn hjá efnahagselítu, hagfræðingum og stjórnmálamönnum á Vesturlöndum. Á Íslandi urðu línur aðeins flóknari vegna spurningarinnar um yfirráð yfir fiskimiðunum. Hérlendis urðu því markaðskratar meiri málpípur ESB en gamaldags hægrimenn.
Svo kom íslenska hrunið, AGS og ESB-umsókn nýrra stjórnvalda. Var þá fullveldi Íslands afskrifað enn ákafar en áður, ekki síst af fjölmiðlafólki. Almenningur hefur ekki tekið undir það og virðist bara forherðast í sjálfstæðisvilja sínum og fúlsar við Icesave-samningnum sem aðgöngumiða að ESB. Þá grípa evrópusinnar – fræðimenn jafnt sem aðrir – til þeirra undarlegu röksemda að kenna íslenskri þjóðernishyggju um útrásina og hrunið. Það er þó reginfirra. Meginstef þjóðernishyggju er að ríki skuli fylgja þjóðernislínum og vera sjálfstæð. Þjóðir sem samfélagsheildir með sameiginlega menningu séu hinn eðlilegi grundvöllur stjórnmála og ríkisvalds. Hugmyndafræði útrásarmanna var hins vegar aljóðahyggja auðstéttarinnar. Fyrsta boðorðið þar er frjálst flæði fjármagnsins milli landa.
            Í íslenskri söguendurskoðun er marxískri stéttgreiningu stundum beitt til að stimpla sjálfstæðisbaráttuna afturhaldssama. En þegar sama fólk talar um ESB og AGS sem nú hafa svínbeygt íslenska ráðherra í röðum þá hverfur öll róttæk greining og talað er um þær sem „alþjóðasamfélagið“ eins og um óháða aðila væri að ræða.  Stórveldapólitík, heimsvaldastefna og valdahlutföll heimskapítalismans eru einkennilega fjarverandi í þessari vinstriorðræðu. Yfirgangurinn er víst einkum Íslands megin!
            Fjármálakerfi og regluverk Evrópska efnahagssvæðisins hefur reynst Íslendingum ofurdýrt og ógnar fullveldi landsins. Íhlutun AGS í íslensk stjórnmál sömu leiðis. Skilyrði þjóða til sjálfsákvörðunar er vissulega vandamál sem þarf að ræða. En sjálfstæðisvilja þjóðarinnar get ég ekki litið á sem vandamál. 

4 comments:

 1. Lán allt að $ 500.000 og lánslínur allt að $ 100.000
  Einföld umsókn, ákvarðanir í mínútum
  Finnst eins hratt og einn virkur dagur ef þú ert samþykktur
  Sölutrygging byggð á sjóðstreymi viðskipta, viðskipta og persónulegra lána Hafðu samband við okkur Netfang: atlasloan83@gmail . com whatsapp / hangout + 14433459339 Atlasloan.wordpress.com

  ReplyDelete
 2. Kveðjur dömur mínar og herrar ég er herra Thomas Walters sem er löglegur eigandi einkafyrirtækis, við gefum út lán með lágum vöxtum allt að 3% við gefum lán til fyrirtækja í fjárhagslegri þörf, við lánum líka peninga til einstaklinga sem eru í neyð og til þeirra sem þurfa líka hjálp við að greiða reikninga sína, kaupa hús, bíla og greiða leigu, og við lánum líka peninga til banka sem eru í þörf fyrir fjárhagslega aðstoð fjármuna líka, Ef þú hefur slæmt lánstraust eða þarft peninga til að greiða reikninga? Ekki vera hræddur, við erum með leyfisbundna peningalánveitendur og við veitum skammtímalán / langtímalán. Fljótur samþykki, 100% ábyrgð hafðu samband í gegnum: walterthomas4440@gmail.com
  Netfang: walterthomas4440@gmail.com

  Ég hlakka til brýnni svars þíns eins fljótt og auðið er svo við getum haldið áfram í viðskiptum þakka þér

  Bestu kveðjur
  Mr Thomas Walters

  ReplyDelete
 3. Požádejte o bezplatnou půjčku a získejte půjčku zdarma do 72 hodin předem. Výše půjčky se pohybuje mezi 300 000 a 950 000 Kč. marekpeik57@gmail.com

  ReplyDelete
 4. Dnes můžete mít rychlou půjčku od 30 000 do 97 000 000 Kč. Online aplikace telefonickým podpisem smlouvy v kanceláři. Vážná nabídka platí pro zaměstnance, důchodce, zaměstnance na částečný úvazek, matky na veřejném vzdělávání, samostatnou výdělečnou činnost, běžnou dobu zpracování do 30 minut. Peníze čerpáte vždy podpisem smlouvy. Rychlá jednání, jasné vypořádání smlouvy, jasné podmínky. Řešíte půjčky, směnky, půjčky, konsolidace, exekuce, podnikání, bydlení, rekonstrukce. Z pohodlí domova volejte pro více informací kontaktujte e-mailovou adresu: obermajerjosef701@gmail.com

  ReplyDelete