(birtist á fésbókarsíðu SHA 12. október 2016)
WikiLeaks er farinn að birta tölvupósta John Podesta, kosningastjórna Hillary Clinton, til hennar frá 2014. Í pósti 19. ágúst þ.á. segir hann um ISIS/ISIL og Sýrlandsstríðið: „the governments of Qatar and Saudi Arabia,which are providing clandestine financial and logistic support to ISIL and other radical Sunni groups in the region.“ Rúmum mánuði seinna talaði Joe Biden varaforseti við Harvard-stúdenta, einnig um ISIS og bandamenn USA. Hann sagði að ISIS væri „sköpunarverk bandamanna okkar“ og nefndi sérstaklega Tyrkland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi Arabíu: “They were so determined to take down Assad and essentially have a proxy Sunni-Shia war, what did they do? They poured hundreds of millions of dollars and tens, thousands of tons of weapons into anyone who would fight against Assad—except that the people who were being supplied were al Nusra and al Qaeda and the extremist elements of jihadis coming from other parts of the world.” Það blasir við: Obamastjórnin hefur vitað frá upphafi hvaðan peningarnir streymdu til ISIS og Al Kaída. Hitt skiptir enn meira máli: Hvorki í Sýrlandi né í Jemen né annars staðar gætu Sádar og aðrir olíufurstar staðið fyrir stórstyrjöldum nema hafa til þess öruggan stuðning frá USA.
Hér má lesa greinar eftir ÞÓRARIN HJARTARSON um þjóðfélagsmál úr mismunandi miðlum frá og með 2009 (bloggsíðan stofnuð 2012). Um yfirgang og hernaðarstefnu heimsvaldasinna og andófið gegn þeim. Um framrás hnattvædds kapítalisma og viðnámið gegn honum. Um aðkallandi verkefni verkalýðshreyfingarinnar. Um sögu og framtíð sósíalismans. Í febrúar 2017 eru greinarnar orðnar 134.
Showing posts with label íslamistar. Show all posts
Showing posts with label íslamistar. Show all posts
Sunday, October 16, 2016
Sunday, September 4, 2016
Í staðgengilsstríði þarf að ríða mörgum stríðshestum í einu
(Birt á fésbókarsíðu Samtaka hernaðarandstæðinga 4. sept 2016)
Langtímamarkmið USA – og bandamanna þeirra – er að steypa Sýrlandsstjórn (og Íranstjórn) og yfirvinna áhrif Rússa (og Kínverja) í Miðausturlöndum. Til þess þarf staðgöngu-stríðsmenn, og taktíkin gagnvart þeim er mjög flókin. Aðra vikuna hvetja þeir heri Kúrda til að sækja fram á Alepposvæðinu og hina vikuna skipa þeir Kúrdaherjum að hlýða kröfu Tyrkja að hverfa „austur fyrir Efrat“, enda styður USA tyrknesku innrásina sem beinist að stórum hluta gegn Kúrdum. Taktíkin gagnvart herskáum íslamistum er ennþá flóknari. USA og „Alþjóðlega bandalagið gegn ISIS“ senda sprengjur á stöðvar ISIS og drepa forystumenn þeirra fyrir framan fréttamyndavélar, en láta bandamenn sína fóðra og vopna ISIS bak við tjöldin og halda aðflutningsleiðunum frá Tyrklandi opnum. Formlega fordæma Bandaríkin Al Nusra fylkinguna, sem opinbera Al Kaída-deild, en styðja (ásamt Sádum, Tyrkjum...) „hófsama íslamista“ t.d. Faylaq Al-Sham sem er vopnabróðir Al Nusra og raunar nýtt vörumerki á sama liði eða hópinn Nour al-Din al-Zinki sem skemmdi „hófsömu“ myndina í sumar með því að dreifa mynd af sér hálshöggvandi palestískt barn. Í öðru orðinu greina þeir á milli hinna vondu „hryðjuverkamanna“ (ISIS...) og „uppreisnarmanna“ eða „hófsamra uppreisnarmanna“ en viðurkenna í hinu orðinu að hófsamir uppreisnarmenn séu ekki til í Sýrlandi. Íslensku fréttamiðlarnir hafa eðlilega ekki undan að útskýra þessa flóknu stöðu eins og hún er dregin upp af vestrænu fréttastofunum.
Langtímamarkmið USA – og bandamanna þeirra – er að steypa Sýrlandsstjórn (og Íranstjórn) og yfirvinna áhrif Rússa (og Kínverja) í Miðausturlöndum. Til þess þarf staðgöngu-stríðsmenn, og taktíkin gagnvart þeim er mjög flókin. Aðra vikuna hvetja þeir heri Kúrda til að sækja fram á Alepposvæðinu og hina vikuna skipa þeir Kúrdaherjum að hlýða kröfu Tyrkja að hverfa „austur fyrir Efrat“, enda styður USA tyrknesku innrásina sem beinist að stórum hluta gegn Kúrdum. Taktíkin gagnvart herskáum íslamistum er ennþá flóknari. USA og „Alþjóðlega bandalagið gegn ISIS“ senda sprengjur á stöðvar ISIS og drepa forystumenn þeirra fyrir framan fréttamyndavélar, en láta bandamenn sína fóðra og vopna ISIS bak við tjöldin og halda aðflutningsleiðunum frá Tyrklandi opnum. Formlega fordæma Bandaríkin Al Nusra fylkinguna, sem opinbera Al Kaída-deild, en styðja (ásamt Sádum, Tyrkjum...) „hófsama íslamista“ t.d. Faylaq Al-Sham sem er vopnabróðir Al Nusra og raunar nýtt vörumerki á sama liði eða hópinn Nour al-Din al-Zinki sem skemmdi „hófsömu“ myndina í sumar með því að dreifa mynd af sér hálshöggvandi palestískt barn. Í öðru orðinu greina þeir á milli hinna vondu „hryðjuverkamanna“ (ISIS...) og „uppreisnarmanna“ eða „hófsamra uppreisnarmanna“ en viðurkenna í hinu orðinu að hófsamir uppreisnarmenn séu ekki til í Sýrlandi. Íslensku fréttamiðlarnir hafa eðlilega ekki undan að útskýra þessa flóknu stöðu eins og hún er dregin upp af vestrænu fréttastofunum.
Subscribe to:
Posts (Atom)