Damaskus aftur örugg borg. Gleðilegt jólahald
„Stríðið langa“ í Stór-Miðausturlöndum hófst 2001. Helstu vígvellir: Afganistan, Írak, Líbía og Sýrland. Barist er um yfirráðin í heimshlutanum og er það hluti af tafli um heimsyfirráð. Nýjasta stóra lota stríðsins er háð í Sýrlandi og hún er langt komin. Miklar og gleðilegar breytingar urðu í Sýrlandsstríðinu á árinu og stórtíðindi nú síðast í desember:
1) Donald Trump boðaði 19. desember heimkvaðningu bandarískra herja frá Sýrlandi. Átök eru þó veruleg um málið í Pentagon, varnarmálaráðherra Mattis hefur sagt af sér og Trump hefur nú hægt á heimkvaðningunni miðað við fyrstu yfirlýsingar.
2) Tyrkir og Rússar funduðu á hæsta pólitíska plani 29. desember um samstilltar aðgerðir í Sýrlandi gagnvart bandarísku heimkvaðningunni. Þar skal „fullveldi Sýrlands“ haft að leiðarljósi. http://www.hurriyetdailynews.com
3) Sama dag barst sú fregn að kúrdnesku herirnir SDF/YPG (og flokkurinn PYD) sem haldið hafa hinum hernaðarlega mikilvæga bæ Manbij í norðri hefðu beðið Sýrlandsher um að koma og yfirtaka stjórn bæjarins. http://www.kurdistan24.net Aðskilnaðar-Kúrdar óttast tyrkneska innrás miklu meira en þeir óttast Assadstjórnina. Þetta boðar mjög trúlega að Kúrdarnir muni opna fyrir sömu lausn mála í Norðaustur-Sýrlandi.
4) Sameinuðu furstadæmin og Bahrain opna nú sendiráð sín aftur í Damaskus. Ennfremur er Sýrlandi víst boðið aftur í Arababandalagið sem landinu var vísað úr 2011. Írak til dæmis hefur lýst yfir stuðningi við það og Saudi Arabía hefur sagt að það muni ekki snúast gegn því. https://www.almasdarnews.com
Trump breytir stefnunni
Umskiptin hjá bandarísku herstjórninni eru
mikil og söguleg, gangi þau fram sem horfir. Sömuleiðis hjá Tyrkjum og
Sádum sem til þessa hafa notfært sér stríð Vestursins gegn Sýrlandi til
að þjóna eigin stórveldisdraumum (fyrir Sáda er stríðið gegn Sýrlandi
liður í veikingu Írans).
Hvað er í gangi? „Jólagjöf til Pútíns“? Hrossakaup við Rússa? Uppgjöf fyrir harðstjóranum Assad? Svik Trumps við bandamenn sína í NATO? Svik við lýðræði og mannréttindi? Svik við Kúrda? Skýringar stuðningsmanna stríðsins gegn Sýrlandi eru margar og margvíslegar. Fram stíga riddarar „vestrænna mannréttinda“ sem berja sér á brjóst og tala um svik við einhvern dularfullan málstað í Sýrlandi. En málið er einfaldara. Nærtækasta skýringin er að stefnubreyting Trumps sé „sigur raunsæis“ í Washington, m.ö.o. að um síðir sé horfst sé í augu við staðreyndirnar á vígvellinum: Hernaðarlega er stríðið töpuð skák.
Hvað er í gangi? „Jólagjöf til Pútíns“? Hrossakaup við Rússa? Uppgjöf fyrir harðstjóranum Assad? Svik Trumps við bandamenn sína í NATO? Svik við lýðræði og mannréttindi? Svik við Kúrda? Skýringar stuðningsmanna stríðsins gegn Sýrlandi eru margar og margvíslegar. Fram stíga riddarar „vestrænna mannréttinda“ sem berja sér á brjóst og tala um svik við einhvern dularfullan málstað í Sýrlandi. En málið er einfaldara. Nærtækasta skýringin er að stefnubreyting Trumps sé „sigur raunsæis“ í Washington, m.ö.o. að um síðir sé horfst sé í augu við staðreyndirnar á vígvellinum: Hernaðarlega er stríðið töpuð skák.