Sunday, January 3, 2016

22 greinar á Eldmessu um Sýrlandsstríðið


Ég opnaði bloggsíðu mína, eldmessa.blogspot.is, árið 2012 og fór að færa þar inn nýbirtar greinar mínar úr blöðum og af netinu. Frá og með 2012 hef ég skrifað og birt 72 geinar um stjórnmál, innlend og þó einkum alþjóðleg (16 fyrstu greinarnar teljast hér ekki með, voru skrifaðar á tímabilinu 2009-2011). Þetta þýðir að meðaltali 18 greinar á ári. Alveg viðunadi afköst meðfram stálsmíðunum. 


Þegar þessar 72 greinar eru skoðaðar sést að algengasta atriðisorðið í þeim er SÝRLAND. Alls 22 þeirra hafa Sýrland sem atriðisorð. Í flestum tilfellum er verið að fjalla um stríðið í Sýrlandi. Fyrstu þrjár Sýrlandsgreinarnar eru frá árinu 2012, en áherslan á Sýrland hefur smám saman farið vaxandi og á árinu 2015 fjölluðu 15 af 22 greinum mínum eitthvað um landið og/eða stríðið (reyndar 7 greinar bara í nóvember). Það segir auðvitað allt um þá áherslu sem ég vil leggja á það stríð sem þar geysar. Ég á ekki von á  að aðrir Íslendingar hafi skrifað meira um Sýrlandsstríðið, auk þess sem ég vísa auðvitað mikið í greinar annarra manna sem eru heimildir mínar. Ég tel þess vegna ekki úr vegi að safna hér saman þessum greinum frá fjórum síðustu árum.

Erdóganfjölskyldan, ISIS og smyglolían  nóvember 2015
Tólf tesur um ISIS  nóvember 2015
Innrásin í Sýrland  ágúst 2015


No comments:

Post a Comment