Monday, June 26, 2017

Seymour Hersh og sarínið í Sýrlandsstríðinu

Stefán Pálsson deildi á fésbókarsíðu SHS grein eftir Seymour Hersh sem birtist á Welt am Sonntag 25. júní (2017). Hér að neðan er athugasemd mín eftir lestur greinarinnar.

Gott. Hraðlas greinina. Hersh hefur mikil tengsl inn í CIA. Heimildarmenn hans þar hallast að fyrstu tilgátu Rússa, að sýrlensk hefðbundin sprengja hefði hitt eiturefni í Khan Sheikhoum. Næsti liður í skýringunni sem Hersh gefur er gríðarleg hvatvísi Donalds Trump. Þriðji liður er svo bandaríska pressan sem skellti auðvitað skuldinni á Assad einum rómi. Þar með er dómurinn fallinn a.m.k. um allan hinn vestræna heim, „Sýrlandsher kastaði sarínsprengju“, og mönnum þykir forsetinn loksins sanna sig með hröðum og snöggum viðbrögðum!

Hefðbundin sprengja sem sagt, sjálfstýrandi reyndar. Og CIA vissi það allan tímann. Henni var beint á hús í Khan Sheikhoum þar sem fór fram fundur toppmanna úr al-Nusra og Ahrar al-Sham en verslunarlager var á neðri hæð. Bendir ákveðið til að þar hafi eiturefnin verið. Ennfremur: Rússar höfðu látið bandaríska herstjórn í Doha vita af skotmarkinu og tegund árásar fyrirfram.


Neðanmáls: Seymour Hersh er með virtari rannsóknarblaðamönnum Bandaríkjanna og Pulitzer-verlaunahafi. Hersh varð heimsfrægur er hann afhjúpaði fjöldamorðin í My Lai í Víetnam 1969. Árið 2007 skrifaði hann grein í The New Yorker um stefnubreytingu bandarískra strategista í hernaðinum í Miðausturlöndum, um það hvernig Bush-stjórnin veðjaði á „trúardeilutrompið“, að styðja hernað súnní múslima gegn sjía múslimum. Þetta var ekki breyting á markmiðum strategistanna, meinti Hersh, heldur ný taktík þeirra Hann reyndist algjörlega sannspár. Sjá greinina í The New Yorker. Í desember 2013 gerði Hersh í London Review of Books úttekt á gasárásinni í Ghouta nærri Damaskus í ágúst sama ár sem nærri nærri hafði sett af stað stórstríð Vestursins og bandamanna gegn Sýrlandsstjórn. Hann færði öflug rök að því að sarínið hefði komið frá "uppreisnarmönnum" og hefði borist þeim frá Tyrklandi. 

No comments:

Post a Comment