Tuesday, July 4, 2017

Seymour Hersh afhjúpar enn og aftur lygar um eiturgas

(birtist á fésbók SHA 27. júní 2017)

Það er skammt stórra högga á milli hjá Seymour Hersh. Stefán Pálsson deildi hér á síðunni greininni "Trumps' Red Line" 25/6 þegar hún birtist í Welt am Sonntag. Sjá hér. Og sama dag birti Hersh aðra grein í sama blaði: „We got a fuckin‘ problem“. Þar birti hann "chat protocol" á milli öryggisráðgjafa úr leyniþjónustunni og manns úr bandarískri herstöð í Miðausturlöndum rétt eftir gasárásina í Khan Sheikhoun. Í samtalinu kemur fram pirringur úr leyniþjónustunni með samráðsleysi forsetans. Þarna kemur skýrt fram að leyniþjónustan vissi alltaf að eiturgasið kom ekki frá Sýrlandsher. Einhverjir úr leyniþjónustunni sýndu þennan pirring í verki með því að leka upplýsingunum til Seymour Hersh.

Í samtalinu segir öryggisráðgjafinn um frammistöðu CIA: "You may not have seen Trumps press conference yesterday. He's bought into the media story without asking to see the Intel. We are likely to get our asses kicked by the Russians. Fucking dangerous. Where are the godamn adults? The failure of the chain of command to tell the President the truth, whether he wants to hear it or not, will go down in history as one of our worst moments."


Skriffinnar sem verja hin hörðu viðbrögð USA gegn Sýrlandsstjórn gagnrýna Seymour Hersh einkum fyrir að nota nafnlausa heimildarmenn. Við því er þetta að segja: Slík viðtöl og slíkir lekar út úr bandarísku leyniþjónustunni, lekar sem stríða gegn opinberri línu, fást aldrei birtir nema með skilyrðum nafnleyndar. Á sínum tíma snéri Hersh öllum öðrum blaðamönnum fremur bandarísku almenningsáliti á Vietnamstríðinu með afhjúpun sinni á fjöldamorðunum í My Lai 1969 og fékk Putitzer Prize árið eftir. Lesið aftur samtalið hér að ofan, samtalið sem Hersh birti í Welt am Sonntag. Það nægir. Samtalið fór fram og því var lekið til Hersh. Hann myndi aldrei hætta sínum fjalltrausta blaðamennskuferli á að birta leka sem væri fleipur eða samtal sem ekki hefði farið fram.

No comments:

Post a Comment