Samkvæmt Junaid Ahmad vakir fyrir
þessu bandalagi sem hann kallar „US-Saudi-Israeli-UAE nexus“ að magna deiluna
við Írani og vill það þvinga Katar til að slíta sinni orkumálasamvinnu við þá.
Og í þinginu í Washington er hafin umræða um að setja aftur refsiaðgerðirnar á Íran. En eldsmaturinn í deilunni sést á því að Tyrkir
taka afstöðu með Katar og bjóða þeim bæði mat og hernaðaraðstoð. Þarna er þá
samtímis alvarleg deila risin innan NATO (Innan sviga sjást önnur merki um
alvarlegar sprungur innan NATO þegar Þjóðverjar draga 260 manna her sinn fráIncirlik-herstöðinni í Tyrklandi)
Ég hef ákveðið á tilfinningunni
að þessi klofningur innan fylgiríkja Vestursins í Miðausturlöndum tengist mikið
því að stríðin þeirra þar ganga mjög
illa. Líbíustríðið gekk „vel“ og varð til að þétta raðirnar og menn fylktu sér
fullir bjartsýni á bak við valdaskipta-"uppreisn" í Sýrlandi. En
lengi hefur allt gengið á afturfótum í Sýrlandi og líka í Jemen og þá fer
samstaðan að bila.
No comments:
Post a Comment