Thursday, June 22, 2017

Katardeilan og klofningur innan sýrlensku "uppreisnarinnar"

(birtist á fésbókarsíðu SHA 22. júní 2017)


Hér er grein frá REUTERS sem greinir erlenda stuðninginn við sýrlensku "uppreisnina" og hvernig Katardeilan virkar kljúfandi á hann. Stuðningur Katar hefur farið á hópa sem standa nálægt Múslimska bræðralaginu og al-Kaida/Nusra, sem kalla sig nú Tahir al-Sham. Þessir aðilar tengjast jafnframt Tyrkjum og starfa mest í Norður-Sýrlandi. Sádar styðja aðallega sömu aðila og CIA (Jaish al-Islam o.fl) sem eru sterkari á suðursvæðinu. Það er ljóst að slæmt stríðsgengi veldur vaxandi klofningi meðal leiguherjanna - nokkuð sem hjálpar Sýrlandsher. Hins vegar stuðlar þetta líklega að auknum beinum hernaði USA-bandalagsins og um leið skýrist æ betur hver er hans raunverulegi andstæðingur.


Í pistli í febrúar sl.vísaði ég í uppfærð plön (eftir „fall“ Aleppo) strategistanna í bandaríska stjórnkerfinu um sundurlimun Sýrlands (í alavíta- tyrkneskan- kúrdískan og súnní- hluta) sem kljúfi allan austurhluta landsins undan yfirráðum Damaskus. Ofannefnd skipting er mjög í samræmi við það. Nýleg fleygsókn Sýrlandshers austur að landamærum Íraks ógnar hins plönum strategistanna. 

No comments:

Post a Comment