Thursday, February 2, 2017

Trump og Obama - ferðabann og sprengjuregn

(birtist sem almennur fésbókarstatus 1. febrúar 2017)

Tilskipun Trumps um ferðabann 7 þjóða til USA í 3 mán. er eðlilega fordæmd innan og utan USA. En lof mér benda á að það er SAMFELLA í bandarískum stjórnmálum. Nefna ber að Obamastjórnin setti nákvæmlega sömu 7 lönd á lista yfir "countries of concern" gagnvart vegabrésfáritun til USA í fyrra vegna "hryðjuverkahættu". Fjögur þessara landa (Írak, Íran, Líbía, Sýrland) voru á lista Bush yngra yfir "öxulveldi hins illa" og Bandaríkin eru að vinna sig niður þann lista með styrjöldum. Á alls 5 (Sýrland Írak, Jemen, Líbíu, Sómalíu) af 7 þessara múslimalanda var varpað sprengjum í stjórnartíð Obama, af USA og bandamönnum. Sjá hér. Kannski er verra fyrir þjóð að fá á sig sprengjuregn en svona ferðabann? Pólitíski jarðskjálftinn í USA núna stafar að hluta af réttmætri hneykslun almennings, en hitt ræður meiru að við sjáum nú alvarlegan klofning í bandarísku elítunni þar sem þungvægasti hlutinn, hergagnaiðnaðurinn, tækniiðnaðurinn og fjármálaelítan (sem ráða stærstu fjölmiðlum), blæs til orustu gegn forsetanum sem er fulltrúi léttvægari hluta elítunnar. Alvarlegasti glæpur Trumps í augum þungavigtarmanna er líklega friðartal hans gagnvart Rússum og Sýrlandi. Lýðræðið í USA stendur ekki sterkt, en ef valdarán er í uppsiglingu er líklegra að það verði gegn Trump en með honum.

Obama talar í austur, Hillary í suður en Trump í vestur en það eru sömu klíkur og peningaöfl sem ráða mestu á bak við þessar fígúrur og af því stafar samfellan. Valdið í skugganum verður hins vegar herskárra með hverju ári svo vísast munu skammir Trumps gegn hernaðarstefnunni og NATO brátt hljóðna. En þessi djúpi klofningur og stympingar Trumps við að yfirvinna viðnám stjórnkerfisins gerir USA líklega erfiðara en áður að beita sér út á við. Útkoman gæti því orðið aukin einangrunarhyggja vestur þar. Theresa May sagði eftir fund þeirra tveggja: "US and UK will no longer invade foreign countries 'to remake the world in their own image'" Eigum við ekki bara að vona að það gæti orðið þróunin?

No comments:

Post a Comment