Thursday, February 23, 2017

Reaganstjórn áformar - Obamastjórnin framkvæmir

(birt á fésbók SHA 22.2. 2017)


                                          Feðgarnir Bashar og Hafiz al-Assad
Brad Hoff, fyrrv. bandarískur hermaður, birti nýlega hjá The Libertarian Institute grein, vel studda rökum og heimildum, um leynileg bandarísk áform um valdaskipti í Sýrlandi. Greinin sýnir að slík áform urðu ekki til í „arabíska vorinu“ 2011. Áformin hafa haldið sér lítið breytt frá Reagan-tímanum.

Hoff birtir CIA-skjal frá 1986 sem nefnist „Syria: Scenarios of Dramatic Political Change“. Í inngangsorðum segir að skjalið fjalli um “a number of possible scenarios that could lead to the ouster of President Assad or other dramatic change in Syria.” Í skjalinu vonast menn eftir að trúarórói í hernum geti leitt til að súnníar snúist gegn stjórninni: „Although we judge that fear of reprisals and organizational problems make a second Sunni challenge unlikely, an excessive government reaction to minor outbreaks of Sunni dissidence might trigger large-scale unrest... we believe widespread violence among the populace could stimulate large numbers of Sunni officers and conscripts to desert or mutiny, setting the stage for civil war“. Sem sagt trú á að trúardeila gæti valdið ólgu (liðhlaupi eða uppreisn) 
sem mætti nýta. Er þetta ekki í ætt við það sem gerðist 2011? Ennfremur segir skjalið að Múslimska bræðralagið ætti að geta „með réttri forystu“ sameinað ólíka hópa til baráttu fyrir valdaskiptum. Sjá grein Hoffs.

Svo leið tíminn og helsti voldugi bandamaður Sýrlands, Sovétríkin, féll. Áform USA urðu þá raunhæfari. Í leynilegu símskeyti frá USA-sendiráðinu í Damaskus 2006 stendur m.a. þetta: „We believe Bashar’s [Assad] weaknesses are in how he chooses to react to looming issues, both perceived and real, such as... potential threat to the regime from the increasing presence of transiting Islamist extremists... The following provides our summary of potential vulnerabilities and possible means to exploit them…“ (Wikileaks)


Við vitum að bandarískar, breskar, franskar m.m. sérsveitir (og öryggisfyrirtæki) voru komin til Sýrlands 2011 til að þjálfa uppreisnaröfl (Wikileaks).


Árið 2012 sendi bandaríska leyniþjónustan DIA frá sér skýrslu um Sýrland. Þar segir: „salafistarnir, Músímska bræðralagið og AQI (Al-Qaeda í Írak) eru aðalöflin i uppreisninni í Sýrlandi... ISI [Islamic State of Iraq] gæti líka lýst yfir íslömsku ríki... Ástandið sýnir að það er möguleiki að stofna yfirlýst eða óyfirlýst furstadæmi salafista í Austur-Sýrlandi og það er einmitt það sem stuðningsveldin við andspyrnuna vilja.“ Hvað líka varð.


Opinberlega hafði USA engin afskipti. Erlendur stuðningur við uppreisn er óhjákvæmilega leynilegur. Skjalið frá 1986 er aðgengilegt vegna aldurs (31 ár). Skjalið frá DIA fékkst birt eftir dómsmál frá íhaldssömum bandarískum lögmannasamtökum, Jurdical Watch. Aðrar upplýsingarnar um gjörðir USA að tjaldabaki á fyrri stigum Sýrlandsstríðsins koma helst frá Wikileaks.

No comments:

Post a Comment