(birt á fésbók SHA 21. jan 2017)
Obama herti refsiaðerðirnar gegn Rússum í desember og fullyrti þá að „á grundvelli samhljóða leyniþjónustumats báru Rússarnir ábyrgð á að hakka sig inn hjá DNC (landsnefnd Demókrataflokksins)... upplýsingarnar komust í hendur Wikileaks“. Engar slíkar sannanir hafa þó verið lagðar fram, og fyrrverandi CIA-sérfræðingur Ray McGovern tekur hér fyrir yfirlýsingu Obama frá 18. jan þar sem forsetinn viðurkennir að út frá því efni sem leyniþjónustan situr með sé „ekki hægt að álykta“ hvort Wikileaks hafi fengið efnið frá Rússum. Og í yfirlýsingunni talar Obama líka um „leka“ ekki „hakk“. Og þar með er grunnurinn fyrir ákærunni gegn Rússum (og þar með gegn Donald Trump) dottin dauð. Þó mun meginstraumspressan varla láta málið niður falla. Sjá hér.
Þegar Obama kallar það "leka" hefur það þýðingu þar sem það er í samræmi við staðfastar fullyrðingar Julian Assange frá byrjun að þetta hafi verið innri leki og komi ekki frá Rússum (Obama vill kannski samvisku sinnar vegna ekki að síðasta orð hans í málinu sé lygi). En CIA og valdaelítan ákváðu að búa til mál um árás frá Pútin sem vildi koma að "sínum manni", Trump. Tilgangurinn: að grafa undan Trump strax við innsetningu. Kvennagöngurnar "Women´s March on Washington" gætu verið efni í bandaríska"litabyltingu". Frá sjónarhóli valdaelítunnar eru glæpir Trumps þó ekki karlrembutaktarnir alræmdu. Reginglæpur hans er að tala eins og hann ætli að aflýsa stríðsundirbúningnum við Rússa. Hann hefur líka sagt að það sé ekkert að marka CIA sem hafi logið vísvitandi um gjöreyðingavopn Iraka. Slíkt tal verðandi forseta verður ekki fyrirgefið.
No comments:
Post a Comment