Sunday, September 4, 2016

Vilja Tyrkir skipta um lið?

Birt á fésbókarsíðu SHA 3. ágúst 2016
Hreinsanir Erdógans hafa verið helstu fréttir frá Tyrklandi undanfarið. Valdaránstilraunin kom eins og „sending frá himnum“ sagði Erdógan og varð honum tilefni til að herða tök og berja niður andstöðu. Það sem hefur fengið minni athygli er að bandarísk-tyrknesk samskipti hafa snarversnað í kjölfarið. Föstudaginn 29 júlí sagði Reuter: „The director of US national intelligence, James Clapper, said on Thursday the purges were harming the fight against Islamic State in Syria and Iraq by sweeping away Turkish officers who had worked closely with the United States.“ Eitt af því sem mun hafa einkennt upphlaupið var að NATO-flugvöllurinn Incirlik (með helling af kjarnorkuvopnum) virðist hafa verið miðlægur. Í kjölfar valdaránstilraunarinnar var vellinum lokað um skeið af miklum lögregluher og mótmælendur í kringum völlinn kölluðu „dauða yfir USA“. Ásakanir Tyrkja að USA hafi staðið þarna á bak við (og gegnum Gullen-hreyfinguna) hafa ekki þagnað síðan, og spor liggja líka til Sáda og Persaflóaríkja. Ástæða upplausnarástands í Tyrklandi er umfram allt að landið hefur gert sig að verkfæri í stríði gegn Sýrlandi sem er að tapast. Helsta niðurstaða hins mislukkaða valdaráns getur orðið sú að Tyrkir skipti um lið og nálgist nú Rússa, sem mun sjálfsagt leiða af sér nýjar valdaránstilraunir.

No comments:

Post a Comment