Friday, July 29, 2016

Hillary Clinton forsetaefni

Birtist á fésbókarsíðu SHA 28. júlí 2016

James Corbett hjá Global Research setur saman skilvirka bútasaums-ræmu um Hillary Clinton. Skv. honum er hún neo-con, kjarnorkustríðshaukur og Wall Street-leikbrúða. Sem er satt og rétt. Wall Street hefur fast grip um tögl og hagldir hvort sem D eða R situr í ökusæti. Vald stórbanka og vopnaframleiðenda reyndar enn beinna og traustara með Hillary. Ímyndað lýðræði dulbúið sem veruleiki, kjósendur án áhrifa á stjórnunina. Fólk í gildru valdsins og sýndarveruleikans. Orðrétt skrifar Corbett. „Heimurinn horfir á í hryllingi þegar Hillary Clinton er útnefnd sem forsetaefni Demókrataflokksins... Hillary Clinton er tilvistarógn við mannkynið... Samt halda leiðarvitar sk. „framsækinnar“ hreyfingar að það sé skylda vinstri manna að kjósa þennan stríðsæsingamann."

Margt bendir á mikla trú H. Clinton á hernaðarlegum lausnum. Skv Washington Times var ágreiningur innan Óbamastjórnarinnar gagnvart stríði gegn Líbíu 2011 Hillary beitti sér persónulega í málinu og dreifði því viðhorfi að Gaddafí undirbyggi þjóðarmorð á eigin þegnum, og tókst að sannfæra bæði Obama og NATO um að rétt væri að hefja stríð.

Vil svo nefna annað dæmi. The Intercept bendir á að H.Clinton standi hægra megin við George W Bush gagnvart Palestínu: "the Clinton-led Democratic Party’s hostility toward the most basic precepts of equality and dignity for Palestinians, and their willingness – their eagerness – to support and cheer for the most extremist Israeli acts of oppression, racism and decades-long occupation, is nothing short of despicable."

No comments:

Post a Comment