(Birt á fésbókarsíðu SHA 14. september 2016)
Ekki þarf að búast við að Bandaríkin standi heil á bak við vopnahléssamkomulagið (um Sýrland) sem þeir gerðu við Rússa um daginn. Að einhverju leyti vegna mótsagna í stjórnkerfinu (hermálaráðuneytið virkar herskárra en utanríkisráðuneytið) en ennþá frekar af því allt stríðið er blekkingarleikur af þeirra hálfu. Það er fyrir hendi ákveðin býsna algeng tilhneiging til að gera Obama að friðelskandi manni í andsnúnu stjórnkerfi. Þrátt fyrir allt hans mjúka orðfæri er hann herskár heimsvaldasinni. Það þýðir þó ekki að vont geti ekki versnað, og endurkoma Hillary Clinton í Hvíta húsið verður vissulega enn eitt skref bandaríska stjórnkerfisins inn í sívaxandi hernaðarstefnu.
Það eru ýmsir í USA miklu herskárri í tali en Obama, rétt er það. Obama hefur annan talsmáta en Bush og nýhægrimenn (og Hillary), Hann hefur lært "soft power" af því það þjónar heimsvaldastefnunni betur. Stefnuna sjáum við ekki af orðum hans heldur gerðum. Stjórn hans hefur smíðað fleiri atómsprengjur en fyrirrennararnir og staðið að meiri hernaðaruppbyggingu í Austur-Evrópu en nokkur þeirra sem og miklu meira hernaðarumsátri um Kína en þeir... Og Sýrlandsstríðið er enn eitt valdaskiptastríð Bandaríkjanna, gangsett í valdatíð hans, dulbúið sem uppreisn. Markmið USA er valdaskipti/sundurlimun landsins, ekki friður. Fordæming á al-Nusra er orð (sem Assad vissulega getur nýtt sér), en gjörðirnar eru vopnun (leynd eða ljós) þessara samtaka og vopnabræðra þeirra með önnur nöfn (Jabhat al-Sham, Jays al-Islam..). Samningur við Rússa er auðvitað bara ný friðsamleg orð, ný taktík Obama/Kerrys, líka taktík af Rússlands hálfu. Raunveruleikinn verður ekki eins friðsamlegur.
No comments:
Post a Comment