Sunday, September 4, 2016

Innrás Tyrkja sýnir: óhaggað stríðsbandalag og mögnun stríðs

Birt á fésbókarsíðu SHA 1. sept 2016
Tyrkland fótum treður þjóðarétt og sendir her sinn óboðinn inn í Sýrland. Þetta felur í sér grafalvarlega mögnun stríðsins og miklar nýjar hættur. Bandaríski flugherinn verndar innrásina úr lofti og tilkynnir að hann muni skjóta niður sýrlenskar flugvélar sem mögulega veitist að innrásarhernum! Bandarísk stjórnvöld halda á loft þeirri mynd að andstæðingur þeirra sé ISIS. En lífæðar ISIS liggja gegnum Tyrkland. Og m.a.s. NY Times skrifar að ISIS sé ekki aðalskotmark innrásarinnar: “Turkish officials made little secret that the main purpose of the operation was to ensure that Kurdish militias did not consolidate control over an area west of the Euphrates River.” Tyrkneska innrásin sýnir eftirfarandi:
A) NATO-tenging og bandalag Tyrklands við Bandaríkin standa óhögguð þrátt fyrir getgátur manna (m.a. mínar) um annað eftir valdaránstilraunina. Sú „tilraun“ leiddi af sér þær hreinsanir sem gerðu Erdogan kleift að fara í stríð, svo líklegast er að valdaránstiraunin hafi verið „framkölluð“.
B) Bæði Tyrkland og Bandaríkin eru staðföst í stríðsstefnu sinni gegn Sýrlandi, tilbúin að magna átökin, tilbúin að storka Rússum, tilbúin að hætta á stórstríð.
C) Stríðsmarkmið árásarlandsins og volduga bakmannsins eru ólík. Báðir vilja „valdaskipti“, steypa Sýrlandsstjórn. En á meðan Bandaríkin stefna á sundurlimun Sýrlands í þrennt eftir trúar- og þjóðernalínum – og nýta þjóðernishreyfingu Kúrda í því skyni – er fremsta markmið Tyrkja að stöðva framgang Kúrda. Strategískt mat Pentagon er að í núverandi stöðu sé framlag Tyrkja mikilvægara en framlag Kúrda

No comments:

Post a Comment