(Birt á fésbókarsíðu Samtaka hernaðarandstæðinga 4. sept 2016)
Langtímamarkmið USA – og bandamanna þeirra – er að steypa Sýrlandsstjórn (og Íranstjórn) og yfirvinna áhrif Rússa (og Kínverja) í Miðausturlöndum. Til þess þarf staðgöngu-stríðsmenn, og taktíkin gagnvart þeim er mjög flókin. Aðra vikuna hvetja þeir heri Kúrda til að sækja fram á Alepposvæðinu og hina vikuna skipa þeir Kúrdaherjum að hlýða kröfu Tyrkja að hverfa „austur fyrir Efrat“, enda styður USA tyrknesku innrásina sem beinist að stórum hluta gegn Kúrdum. Taktíkin gagnvart herskáum íslamistum er ennþá flóknari. USA og „Alþjóðlega bandalagið gegn ISIS“ senda sprengjur á stöðvar ISIS og drepa forystumenn þeirra fyrir framan fréttamyndavélar, en láta bandamenn sína fóðra og vopna ISIS bak við tjöldin og halda aðflutningsleiðunum frá Tyrklandi opnum. Formlega fordæma Bandaríkin Al Nusra fylkinguna, sem opinbera Al Kaída-deild, en styðja (ásamt Sádum, Tyrkjum...) „hófsama íslamista“ t.d. Faylaq Al-Sham sem er vopnabróðir Al Nusra og raunar nýtt vörumerki á sama liði eða hópinn Nour al-Din al-Zinki sem skemmdi „hófsömu“ myndina í sumar með því að dreifa mynd af sér hálshöggvandi palestískt barn. Í öðru orðinu greina þeir á milli hinna vondu „hryðjuverkamanna“ (ISIS...) og „uppreisnarmanna“ eða „hófsamra uppreisnarmanna“ en viðurkenna í hinu orðinu að hófsamir uppreisnarmenn séu ekki til í Sýrlandi. Íslensku fréttamiðlarnir hafa eðlilega ekki undan að útskýra þessa flóknu stöðu eins og hún er dregin upp af vestrænu fréttastofunum.
No comments:
Post a Comment