(birt á fésbókarsíðu SHA 24 september 2016)
Áróðursstríðið er grundvallarþáttur stríðsins, m.a. Sýrlandsstríðsins. Um skeið hefur í heimspressunni borið mjög á myndum tengdum samtökunum Syrian Civil Defence sk „Hvítu hjálmunum“. Einkum eru þar bjargvættirnir með hvítu hjálmana sýndir bjarga börnum úr rústum í Aleppó. Öll stærstu blöð og fréttastofurnar USA og Vestursins birta um þá lofgreinar. Holliwood tekur þátt í þessu enda þyrlast sterkar og hjartnæmar áróðursmyndir út um heimsbyggðina, hannaðar til að hitta fólk í hjartastað og mikil áhersla á barnamyndirnar. Ein slík var af Orman litla, „drengnum í sjúkrabílnum“ (sjá hér að ofan), sem „Hvítu hjálmarnir“ „björguðu“. Fréttastofan NBC News kallar „Hvítu hjálmana“ "Angels on the Front Line" og rekin er sterk herferð vestan hafs fyrir því að veita samtökunum friðarverðlaun Nóbels.
Samtökin kalla sig „frjáls félagasamtök" (non governmental, NGO) en fá samt opinbert fé frá a.m.k. fjórum NATO-löndum, USA, Bretlandi, Hollandi, Danmörku. Wikipedia skrifar að ein mikilvæg stofnun á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins „USAID now appears to be the largest donor, having contributed at least $23 million since 2013“
Það er mikilvægt er að gera sér grein fyrir að samtökin starfa bara á svæðum uppreisnarmanna (jíhadista) og birtar hafa verið myndir af hvíthjálmamönnum í bland við Al Nusramenn. Samtökin hafa sér líka pólitíska stefnu og foringjar þeirra krefjast „loftferðabanns“ gegn Assadstjórninni, sem þýðir fullan lofthernað Vestursins gegn Sýrlandi. Þetta minnir mjög á stúlkuna Nayira sem vitnaði um það 1991 hvernig hermenn Saddams Húseins hefðu ráðist á „súrefniskassabörnin“ í Kúvaít og svo hjartnæman vitnisburð Colins Powel hjá Öryggisráðinu 2003 um gjöreyðingarvopn Saddams, sem sagt hluti af stríðsæsingaáróðrinum.
No comments:
Post a Comment