Monday, November 30, 2015

Erdóganfjölskyldan, ISIS og smyglolían

Hér hafa Rússara kveikt í smyglolíu

(athugasemdir mínar á fésbókarsíðu SHA 24. nóvember 2015)
Hér hafa Rússar bombarderað röð 500 olíubíla með smyglolíu fyrir ISIS. Sprengjuvélar hinna vestrænu "Bandamanna gegn ISIS" hafa alltaf látið þessar olíusölulestar alveg í friði! ISIS ræður (réð til skamms tíma) 70% af olíu Sýrlands. Olíusala er stærsta tekjulind þeirra, og enn meiri frá Írak en Sýrlandi. Mest gegnum Tyrkland. Rússar hafa farið að sýna myndir af rosa röðum olíubíla í smyglflutingi við tryknesku landamærin, sem þeir svo bombardea. Þetta hafa ekki Vestur-bandamenn gert undanfarið stríðsár, fyrr en nú aðeins eftir Parísaródæðin og eftir að hernaður Rússa fór á fullt. 

Ekki aðeins hafa "Bandamenn", og Tyrkir sjálfir, umborið að ISIS fái lífskraftinn gegnum þessa æð. Sonur forsetans, Bilal Erdogan, stórútgerðarmaður m.m. er á kafi í olíuviðskiptunum við hryðjuverkamennina, tengdasonur Erdogans er svo olíumálaráðherra og kemur að frekari meðferð olíunnar. Á samfélagsmiðlum í Tyrklandi gangamyndir af Bilal Erdogan í innilegum félagsskap með þekktum jíhadforingjum. Systir hans rekur leynilegt hersjúkrahús sem annast særða ISISmenn. Sjá hér:

No comments:

Post a Comment