Monday, November 30, 2015

Rússnesk vél skotin niður - til að ögra Rússum eða NATO?



Erdogan
(athugasemdir mínar af fésbókarsíðu SHA 24. nóvember)
Hér bendi ég á tvær greinar frá vefritinu Counter Punch um þá stríðsaðgerð Tyrkja að skjóta niður rússneska sprengiflugvél. Fyrri greinin nefnist: „An Invisible US Hand Leading to War? Turkey´s Downing of a Russian Jet was an act of Madness." Greinin talar ekki aðeins um brjálæði af hendi Tyrkja heldur bandaríska vitneskju og stuðning: "Turkey’s action, using US-supplied F-16 planes, was taken with the full knowledge and advance support of the US." Samkvæmt því er þetta sennilegast örvæntingaraðgerð. Rússar eru langt komnir með að eyðileggja stríðið þeirra. Sýrlenski herinn gerir sig líklegan að skera á aðfangalínur ISIS frá Tyrklandi á Alepposvæðinu og m.a.s. Öryggisráðið samþykkti að nú ættu allir að snúa bökum saman gegn ISIS og þá eru okkar menn í vondum málum. Stoltenberg segir að NATO standi staðfast með Tyrkjum. En fyrstu viðbröð Rússa benda til yfirvegunar. Sjá hér: 


Mike Whitney skrifar vel grundaða grein, líka á Counter Punch, Hann gengur, ólíkt Lindorff, ekki út frá að Erdogan hafi fengið græna ljósið frá Sam frænda, heldur að hann reyni að draga USA/NATO dýpra inn í stríðið með þessari ögrunaraðgerð. Lakatíu-hérað (mikið byggt Túrkmenum) sem rússnesku vélarnar voru að fara inn í hugsar hann sem eitt af sínum "öryggissvæðum" inni í Sýrlandi en Sýrlandsher með hjálp Rússa sækir hratt að og getur afskorið Lakatíu að norðan. 

No comments:

Post a Comment