Vestræn leyniþjónusta og fylgiríki Vestursins standa á bak
við ISIS. Fyrst samtökin sjálf: Þau voru stofnuð 2006, í Íraksstríðinu, kölluð Al-Kaída í Írak (AQI), voru þá studd af Sádum en ekki Vesturveldum. Þegar
uppreisn hófst í Sýrlandi fluttu þau sig yfir landamærin og sameinuðust Al
Kaída í Sýrlandi, Al Nusra, a.m.k. um nokkur ár, og náðu nú skyndilega
undraverðum árangri. Sjá hér: Svo víkur sögunni að vopnaaðstoðinni við sýrlensku uppreisnina. Upreisnin kom í
beinu framhaldi af NATO-studdu stríði og valdaskiptum í Líbíu. Miðstöð
uppreisnarinnar í Líbíu – og um leið miðstöð Al Kaída í Líbíu – var Bengazi.
Þar var bandaríska sendiráðið – og höfuðstöðvar CIA í landinu. Meðfylgjandi
grein í Business Insider
(meginstraumspressa) fjallar um miklar vopnasendingar fyrir tilstilli CIA frá
Líbíu til Sýrlands gegnum Tyrkland 2012 þegar opnuð höfðu verið vopnabúr
Gaddafístjórnarinnar. Nefnd eru 20 000 flugskeyti og önnur vopn upp á 40 000
tonn. Munar um minna. Fram kemur að Chris Stevens – sendiherra USA sem myrtur
var í Bengazi – hafi verið þar mikið innviklaður. Liður í því að frú Clinton
gæti vopnað uppreisnina beint var annars vegar að viðurkenna Bandalag
uppeisnarhópa sem lögmætt stjórnvald Sýrlands (Vestrið gerði það í nóvember og
desember 2012) og jafnframt stimpla Al Nusra og ISI formlega sem hryðjuverkahópa
(líka gert í desember). Þar með var var gulltryggt að styðja uppreisninga, og
hún varð opinberlega uppreisn Vestursins. Sjá nánar:
No comments:
Post a Comment