Thursday, July 27, 2017

Merki um bandaríska stefnubreytingu í Sýrlandi?

(birtist á fésbók SHA 24. og 26. júlí 2017)
Í vikunni sáust a.m.k. tvenn merki um mögulega stefnubreytingu Bandaríkjanna í Sýrlandsstríði.

I. Fyrir viku greindi RÚV frá að CIA ætlaði að hætta stuðningi við hópa uppreisnarmanna í Sýrlandi og snúa þannig við stefnu sem Obamastjórnin tók 2012. Í framhaldinu greindi Finacial Times frá skiljanlegum áhyggjum sýrleskra uppreisnarhópa (og John McCain) af þessum sökum. En í barlómi þeirra kemur skýrt fram merkilegt atriði sem ekki er daglega fjallað um í vestrænum fjölmiðlum, að jíhadistarnir eru ekki bara vopnaðir af CIA, þeir eru á LAUNASKRÁ CIA: "Einn uppreisnaryfirmaður sem vildi ekki láta nafns síns getið sagði að stuðningur Bandaríkjanna hefði verið minnkandi mánuðum saman, en gat þess að uppreisnarmenn hefðu þó fengið laun sín eins og venjulega síðasta mánuð." Jíhad-málaliðar sumsé. Flökt og umsnúningar Trumps í Sýrlandi, milli "raunsæis" og aukinnar hörku endar mögulega á viðurkenningu þess að þetta stríð geta þeir ekki unnið. Sjá heimild.

II. Generáll Raymond Thomas yfirmaður bandarískra sérsveita í Sýrlandi (Special Operations) á fundi um öryggismál hjá Aspen Institute segir skýrt að Bandaríkin hafi ekki neina þjóðréttarlega heimild fyrir herliði í Sýrlandi. Ef Rússar spyrja okkur: Hvað hafið þið þar að gera? er okkur ekki stætt þar: "Hér er ráðgáta: Við störfum í fullvalda ríkinu Sýrlandi. Rússarnir, stuðningsmenn og bakmenn þeirra, hafa þegar gert Tyrki óboðna í Sýrlandi. Við erum einn slæman dag frá því að Rússar spyrji: Af hverju eruð þið, Bandaríkin, enn i Sýrlandi." Heimild. 

No comments:

Post a Comment