Fréttamynd um fórnarlamb saríns í Khan Sheikhoun
Meðhöndlun
vestrænnar pressu á nýlegum eiturgas-skrifum Seymour Hersh segir sitt um
fjölmiðlafrelsið í hinum vestræna heimi. Heimildarmenn hans í bandarískri
leyniþjónustu sögðu honum að opinbera útgáfan af eiturárás í sýrlenska bæinn Khan
Sheikhoun – sem gaf Trump yfirvarp til að hefja opið stríð gegn Sýrlandsstjórn
– væri fals. Hersh gat ekki komið greinum sínum í neitt útbreitt blað í
Bandaríkjunum eða Bretlandi. Um síðir kom hann þeim í þýska vikublaðið Welt am Sonntag. Þá kom næsti leikur meginstraumspressunnar: Hún hefur síðan fylgt
SKIPULEGRI ÞÖGGUN gagnvart þessum afhjúpunum. Þegjum manninn í hel! Þögnin nær
þó ekki til mótstraumsmiðla, og um þá ratar Hersh vel. Um þetta fjallar
Jonathan Cook á Counterpunch: sjá heimild.
Aðra
glufu í sama lygahjúp gerir Bandaríkjamaður að nafni Scott Ritter. Hann var
æðsti vopnaeftirlitsmaður SÞ í Írak frá 1991 til 1998, þ.e.a.s. á undan Hans
Blix, og staðhæfði þá staðfastlega að ásakanirnar um gjöreyðingarvopn Íraka
væru fals. Þungaviktarmaður m.ö.o. Hann skrifaði núna grein í The American Conservative 29/6. Þarna
kannar hann skipulega þau gögn sem lögð hafa verið fram um Khan Sheikhoun, að
Sýrlandsher hafi „kastað sarínsprengju“. Gögnin eru myndir frá „Hvítu
hjálmunum, myndir sem einkum hafa verið greindar af Human Rights Watch sem hafa
dreift þeim áfram gagnrýnislaust. Ritter sýnir fram á að þessi gögn eru
víðsfjarri öllu sem kenna má við vísindalega könnun. Engin óháð rannsókn hefur
enn farið fram í Khan Sheikhoun. Ritter er ennfremur alveg ómyrkur í máli í
afgreiðslu sinni á aðferðum „Hvítu hjálmanna“ sem hann kennir við
„leikhúsbrellur“, enda fengu þeir Óskarinn í flokki „heimildarmynda“. Sjá heimild
No comments:
Post a Comment