(birtist á fésbókarsíðu SHA 12. október 2016)
WikiLeaks er farinn að birta tölvupósta John Podesta, kosningastjórna Hillary Clinton, til hennar frá 2014. Í pósti 19. ágúst þ.á. segir hann um ISIS/ISIL og Sýrlandsstríðið: „the governments of Qatar and Saudi Arabia,which are providing clandestine financial and logistic support to ISIL and other radical Sunni groups in the region.“ Rúmum mánuði seinna talaði Joe Biden varaforseti við Harvard-stúdenta, einnig um ISIS og bandamenn USA. Hann sagði að ISIS væri „sköpunarverk bandamanna okkar“ og nefndi sérstaklega Tyrkland, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Sádi Arabíu: “They were so determined to take down Assad and essentially have a proxy Sunni-Shia war, what did they do? They poured hundreds of millions of dollars and tens, thousands of tons of weapons into anyone who would fight against Assad—except that the people who were being supplied were al Nusra and al Qaeda and the extremist elements of jihadis coming from other parts of the world.” Það blasir við: Obamastjórnin hefur vitað frá upphafi hvaðan peningarnir streymdu til ISIS og Al Kaída. Hitt skiptir enn meira máli: Hvorki í Sýrlandi né í Jemen né annars staðar gætu Sádar og aðrir olíufurstar staðið fyrir stórstyrjöldum nema hafa til þess öruggan stuðning frá USA.
No comments:
Post a Comment