(Birt á fésbókarsíðu SHA 21. okt 2016)
Horfði í gærkvöld á frambjóðendur tala um umheiminn (Ísland og umheimurinn, 20. okt). Þar var ekki mikið fjallað um ófriðarútlitið mikla í heiminum árið 2016. Sókn NATO í austur, inn að stofuglugga Rússa? - Ha? Stofuglugga? Um innikróun Kína með perlufesti kjarnorkuherstöðva og flotauppbyggingar á Kyrrahafi? - Perlufesti hvað? Eða um styrjaldaseríu og valdaskiptaaðgerðir Bandaríkjanna og Vestursins í Miðausturlöndum? Nei, þáttastjórnendur nefndu aðeins styrjaldirnar sem einn þátt í því að skapa flóttamannavanda en tóku fram að ekki þyrfti að tala um þær. Ekki var heldur minnst á þá yfirvofandi ógn að fá einn harðvítugasta hernaðarsinna okkar daga, Hillary Clinton, í Hvíta húsið?
Sko, þáttastjórnendurnir gáfu sér þær forsendur að helsta ógn í alþjóðamálum stafaði af framferði Rússa á Krím. Þessu mótmælti enginn þátttakandi. Þeir studdu allir viðskiptaþvinganirnar gegn Rússum, nema Inga Sæland, Flokki fólksins, sem hafnaði okkar þátttöku í þeim á grundvelli viðskiptahagsmuna okkar. Í samhengi við "meiri fyrirferð Rússa en áður" og "loftrýmisgæsluna", var Ari Trausti (VG) spurður,um þá afstöðu VG að vilja slíta samstarfinu við NATO. Hann sagði ekkert ljótt um NATO en bara: "Það hefur verið á dagskránni, já." Bætti svo við: "En klárt mál að það er meirihlutaafstaða innan VG og þar við situr." Aumlegt var það og tannlaust. Það er greinilega engin stjórnarandstaða í utanríkismálum meðal flokkanna á Alþingi. Og að frátalinni Alþýðufylkingunni, er engin andstaða heldur hjá nýju framboðunum,
No comments:
Post a Comment