Friday, May 8, 2020

Donald Trump, haukurinn og dúfan

(birtist á Heimsvaldastefnan - Umræður 7. maí 2020)

Trump sagði í gær "kórónuveirufaraldurinn verra högg fyrir Bandaríkin en árásin á Pearl Harbor og hryðjuverkaárásin á Tvíburaturnana" og bætti strax við að "Kínverjar hafi haft möguleikann á að stöðva veiruna" (sjá RÚV). Þetta fer langt í átt að stríðsyfirlýsingu gegn Kína. Tveimur dögumn áður sagði Trump í viðtali við New York Post um ákvörðun George W. Bush um að ráðast á Írak 2001: "..við notuðum 8 trilljónir dollara á verstu ákvörðun sem tekin hefur verið þegar við fórum inn í Miðausturlönd, líklega verstu ákvörðun í sögu landsins. Milljónir manna drepnar frá báðum hliðum." Hann hælir sér fyrir að vera friðarins maður. Það er hann augljóslega ekki en mögulega hefur hann hreinskilnina sér til tekna á dómsdegi.

No comments:

Post a Comment