(birtist á fésbók SHA 26. febrúar 2020)
Í þættinum Kveik í gær (RÚV) fjallaði Ingólfur Bjarni Sigfússon um nýjustu stríðin: netógnir, 
upplýsingaóreiðu, falsfréttir. Þarna voru línurnar hreinar og 
óvinamyndin skýr. Hann sótti sér sérfræðiaðstoð utanlands, einkum í 
konur tvær, Laura Galante og Anna Smith. A) Laura Galante var merkt sem 
„sérfræðingur í tölvuógnum og upplýsingaóreiðu“. Hér var undanskilið það
 mikilvæga atgriði hvar hún er sérfræðingur: hjá Atlantic Council (áður Atlantic Council of the
 United States), sem er strategísk þungaviktarhugveita í Washington
 og driffjöður í nýja kaldastríðinu, aðili að Atlantic Treaty 
Assosiation sem er hliðarbatterí í NATO þótt það sé formlega óháð. B) 
Hanna Smith er yfirmaður hjá European Centre of Excellencefor Countering
 Hybrid Threats. Wikipedia nefnir að sú stofnun í Helsinki sé „undir 
verndarvæng ESB og NATO“. 
Með aðstoð kvennanna tveggja sagði Ingólfur Bjarni að 
þjóðríki geti átt í starfsemi sem hafi ámóta afleiðingar og stríð án 
þess að lýsa yfir stríði. Nettröllin geta verið ein á báti en þau 
hættulegustu tengjast leyniþjónustum. Og Ingólfur Bjarni bætti við: „Rússar
 eru oftast nefndir á nafn í sambandi við tölvuárásir og 
upplýsingaóreiðu, og ekki að ástæðulausu.“ Hann nefnir að þeir hafi 
„þurkað út mörkin milli stríðs og friðar“ og að í vopnabúri þeirra séu 
„verkfæri til að hakka heil samfélög, slá út lykilstofnanir“. Rússar eru
 þó ekki alveg einir í þessu því Hanna Smith segir: „Kínverjar eru einnig nefndir í 
þessu sambandi, og í einhverjum tilfellum Íran. Samt þarf að hafa í huga
 að þess konar aðferðir eru hefðbundnar hjá alræðisríkjum.“ Galante 
segir að á bak við tölvuárásir á rafkerfi Úkraínu 2015 hafi verið „sami 
hópur rússneskra hakkara á ferð sem varð víðfrægur úr bandarísku 
forsetakosningunum 2016 frá leyniþjónustu hersins, GRU.“ Sem sagt, 
fullyrt er að rússneska leyniþjónustan hafi staðið á bak við leka eða 
hökkun í kosningakerfi Demókrata 2016, þótt enn hafi ekkert sannast í 
þeim efnum. Fullyrt var í þættinum án fyrirvara og rökstuðnings að Rússar hafi „ráðist 
inn í Austur –Úkraínu“.  Samanlagt: Höfuðstöðvar NATO í Brussel hefðu 
ekki getað teiknað óvinamynd sína skýrar en þarna er gert.
 
No comments:
Post a Comment