Friday, April 26, 2019

Baráttan fyrir „nýju og betra ESB“

(umræða á Fésbók Sósíalistaflokksins 26 apríl 2019)


Ég set stórt spurningarmerki við hugmyndir um að sósíalistar geti breytt Evrópusambandinu. Efnahagsbandalagið/Evrópusamb hefur frá upphafi verið auðvaldsprósékt. Sérstaklega frá og með Maastricht er það blanda af annars vegar hnattvæðingarfrjálshyggju og hins vegar andlitslausu, ekki-kjörnu, yfirþjóðlegu skrifræðisvaldi. Sem er tengt efstu fjármála- og auðvaldselítum þúsund þráðum. Þetta vald keyrir samrunaþróunina stöðugt áfram. Árið 2015 mörkuðu hinir 5 sviðsforsetar ESB (Tusk, Schulz, Juncker, Dijsselbloem, Draghi) þá stefnu að fyrir 2025 skuli stofnanir ESB ákvarða fjárlög fyrir einstök aðildarlönd. Slík afgreiðsla lýðræðis virðist ekki bögglast fyrir hinum skriftlærðu „brahmínum“. 

Hins vegar er alþýðan miklu fullveldissinnaðari og skoðanakannanir sýna alltaf og alls staðar að hún er andvíg auknu valdi til stofnana ESB, ergó fær hún yfirleitt ekki að kjósa um slíkt. Þegar innleiða skyldi stjórnarskrá 2004 ætluðu aðeins 8 ESB-lönd að leggja það fyrir þjóðina. Þegar svo Frakkar og Hollendingar felldu var stjórnarskráin blásin af sem slík en 95% hennar lögð fram sem Lissabonsáttmáli. Þá hann afgreiddur eingöngu af þjóðþingum nema bara Írar fengu að kjósa. Þeir felldu en voru látnir kjósa aftur eftir örlitla andlitslyftingu samnings. Síðan voru engar þjóðaratkvæðagreiðslur um ESB-mál fyrr en Bretar fengu að kjósa um Brexit. Og á Íslandi mega Orkupakkamenn ekki heyra nefnt að alþýðan fái að kjósa um pakkann.

Guðmundur Auðunsson skrifar:  "Vissulega eru alþjóðastofnanir byggðar á grunni pólitískrar og efnahagslegrar hegemóníu frjálshyggjunnar.".. „Hugmyndafræðilega er nýfrjálshyggjan gjaldþrota. Stóri sigur Bramítanna hefur verið í félagslegum málum (mannréttindum, réttindum minnihlutahópa t.d. samkynhnegðra o.sv.fr.), því stríði er meira og minna lokið í okkar heimshluta, "hægrið" tapaði þeirri orusstu þó þeir hafi unnið efnahagsorusstuna. En nú eru miklar væringar. Stór hluti almennings er búinn að gefast upp á elítunni og stofnannapólitík og ef við byggjum ekki upp nýja vinstristefnu, sem byggir á sósíalískum og lýðræðislegum efnahagslegum gildum, er voðinn vís. Ef okkur tekst að vinna þá hugmyndabaráttu á alþjóðavísu þá getum við breytt alþjólegum stofnunum nýfrjálhyggjunnar eins og ESB og nýtt þær til að byggja upp nýjan heim, nýja Evrópu, byggða á sósíalískri félags- og efnahagsstefnu.“

Þórarinn svarar: Er það ekki svolítið tómt mál að segja að nýfrjálsyggjan sé „hugmyndalega gjaldþrota“ þegar þú segir jafnframt: „Vissulega eru alþjóðastofnanir byggðar á grunni pólitískrar og efnahagslegrar hegemóníu frjálshyggjunnar.“ Þær þurfa þá ekki að vera hugmyndalega frjóar þegar þær hafa yfirráðin. Að við getum breytt „alþjólegum stofnunum nýfrjálhyggjunnar eins og ESB“ í átt til sósíalisma tel ég mjög óraunsætt. Hverjum öðrum þá, fjandakornið ekki World Economic Forum, AGS, WTO, OECD...
Hægri hefur "unnið efnahagsorusstuna" segir þú, en "stóri sigur bramítanna hefur verið í félagslegum málum (mannréttindum, réttindum minnihlutahópa....)". Sammála. Þess vegna vilja brahmínar færa fókusinn frá efnahagsorustu og stéttastjórnmálum yfir á réttindi minnihluta og sjálfsmyndarstjórnmál. Hvaða stétt skyldi sú fókusfærsla þjóna?

No comments:

Post a Comment