(Birtist á fésbók SHA 14. maí 2014)
Júlíu Samoylovu var ekki hleypti til Kænugarðs
Íslenska þjóðin hefur um sinn dvalið í Kænugarði. Tekið þátt í pólitískri orgíu. Þegar hinni rússnesku Júlíu Samoylovu var meinuð þátttaka í Evróvisjón varð söngvakeppnin að lið í umsátri og einangrun Rússlands. Stjórnarfarið í Úkraínu þróast áfram í átt til fasisma. Stjórnvöld heyja stríð gegn eigin þjóð. Gaddafí var tortímt fyrir að gera slíkt – sem þó var logið upp á hann – en Úkraínustjórn leyfist það af því hún er nú með Vestrinu í liði. Kommúnistaflokkur landsins er bannaður. Einnig er bannað, að viðlagðri refsingu, að gagnrýna hina fasísku úrkraínsku hægriþjóðernissinna (OUN/Banderaista) stríðsáranna 1941-45 sem unnu með Þjóðverjum og stóðu m.a. að morðum á hundruðum þúsunda gyðinga og Pólverja, en heita nú „föðurlandsvinir“. Sjórnin í Kiev hefur ákveðið að ekki skuli halda upp á sigurdaginn 9. maí. Í mörgum bæjum Úkraínu, meira þó austan til gerðu tugþúsundir það engu að síður, undir árásum og barsmíð fasista. M.a. í Dnepropetrovsk, en þar reyndi lögreglan að vernda göngufólk gegn árásum fasistanna. Það var ekki eftir bókinni og daginn eftir setti innanríkisráðherrann Arsen Avakov lögregluyfirvöld í Dnepropetrovsk af fyrir að óhlýðnast skipunum frá Kiev. Meðfylgjandi myndir eru þó einmitt frá Kiev, daginn sem Svala Björgvinsdóttir söng fyrir Íslands hönd.
No comments:
Post a Comment