Sunday, April 9, 2017

Bandaríkin ráðast á Sýrland - milliliðalaust

(birtist á fésbókarsíðu SHA 7.apríl 2027)
                             Hvítu hjálmarnir að störfum Í Idlibhéraði. Assadstjórnin - fullyrti Trump - gerði
                             svívirðilega árás á konur og börn "and even beautiful little babies". Þetta virkaði.           

Stríðstrommurnar gjalla. Bandaríkin segja Sýrlandi stríð á hendur og skjóta 59 eldflaugum að sýrlenskum flugvelli. Trump og Tillerson segja „engan vafa“ á að Assad standi að baki eiturgasárásinni í Idlib-héraði, og bregðast við með einhliða hernaði. Þetta er viðsnúningur frá nokkurra daga gamalli yfirlýsingu Trumps um að „Assad er ekkert forgagnsatriði“. 
Sviðsmyndin var endurtekning á atburðarásinni frá 2013 þegar Vestrið var á barmi lofthernaðar gegn Assad, þá eins og nú eftir eiturgasárás (í Ghouta, nærri Damaskus), þar til Obama hætti við á síðustu stundu. Báðar eiturárásirnar bera mörg merki sviðsetningar.
Spyrja má: Af hverju í ósköpum ætti Assadstjórnin að fara að nota eiturgas í stríði þar sem hún hefur náð öllu frumkvæði og yfirhönd? Lausn eiturgasdeilunnar 2013 var að Sýrlandsstjórn undirgekkst að eyða öllum eiturvopnum. Brot á því myndi kalla á íhlutun „alþjóðasamfélagsins“ gegn henni. Bandaríkin hafa margsagt að beiting eitugass sé „rautt strik“ sem kalli á íhlutun. Ekkert vill Sýrlandsstjórn síður en slíka íhlutun. CIA og al-Nusra hafa hins vegar þráfaldlega kallað eftir íhlutun og „loftferðabanni“. Já, hver græðir á íhlutun nú? Augljóslega Al-Nusra og aðrir hryðjuverkahópar sem berjast aðþrengdir í Idlibhéraði.
Gasársin 2013 kom þegar vopnaeftirlitsnefnd SÞ var nýlent í Damaskus. Mjög ólíklegt að Assad hafi talið rétt að kasta eitursprengjum akkúrat þá! En eftir það sagðist Carla Ponti, formaður eftirlitsnefndarinnar hafa fengið „strong, concrete suspicions“ um að uppreisnarmenn í Sýrlandi hefðu notað sarin eiturgas. Og verðlaunablaðamaðurinn Seymour Hersh komst að þeirri niðurstöðu eftir m.a. samtöl við sérfróða menn úr her og leyniþjónustu að ólíklegt væri að sarin-gasið gæti komið frá Sýrlandsher.
Það er sem sé ólíklegasti möguleikinn að Sýrlandsher hafi beitt eiturgasi núna. Aðrir möguleikar eru að stjórnarherinn hafi varpað sprengjum á vopðnabúr uppreisnarmanna sem hafi geymt eiturgas og hins vegar að jíhadistarnir hafi sjálfir sleppt eitrinu. En CIA vissi að Assad væri sekur, án þess að rannsaka þyrfti málið – og virðist auðveldlega hafa sannfært forsetann sem óspart hafði gagnrýnt fyrri forseta fyrir að flækja sig í endalausan hernað í Miðausturlöndum. En nú geta NATO-veldin aftur fylkt sér um sinn æðsta mann.

No comments:

Post a Comment