Hugtakið hnattvæðing verður æ fyrirferðarmeira í pólitískri umræðu. Í tvo áratugi hefur verið til á heimsvísu nokkuð sem nefnist "hreyfing gegn hnattvæðingu". En fylking hnattvæðingarsinna hefur breyst. Í hinum miklu mótmælum í Seattle í desember 1999 og í upphafi nýrrar aldar voru það einkum vinstri aðgerðarsinnar sem mótmæltu hnattvæðingunni og beindu spjótum gegn Heimsviðskiptastofnuninni (WTO), AGS og World Economic Forum og valdi fjölþjóðlegra risaauðhringa. Á síðustu árum ber svo við að lítið fer fyrir málflutningi mjög margra vinstri flokka gegn hnattvæðingunni en þeir sem mest gagnrýna fyrirbærið eru hægripopúlistar, sbr. Brexit, kosningabaráttu Trumps eða Marine le Pen í Frakklandi.
Eldmessa hefur fjallað talsvert um þetta mikilvæga efni. Hér að neðan eru skráðar 10 greinar sem að meira eða minna leyti fjalla um hnattvæðingu. Frá 2012 þar fyrstu og allt til þessa dags. Sú hnattvæðing sem um ræðir er efnahagsleg hnattvæðing sem ég kýs að kalla hnattvæðingu auðmagnsins. Nafna má að greinar um ESB mætti flokka hér undir en það er ekki gert nema þær hafi "hnattvæðingu" sem atriðisorð.
Einkavæðing - hnattvæðing - Goldman Sachs 4/5 2017
Vinstrimennskan, verkalýðurinn og hnattvæðingin 31/3 2017
Árið 2016 – ósigur hnattvæðingarinnar 18/3 2017
Sigur Trumps: viðbrögð gegn ríkjandi hnattvæðingarþróun og íhlutunarstefnu 15/11 2016
Það sem lesa má úr Brexit 21/6 2016
Stríð um heimsyfirráð - hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki 31/5 2016
TISA og lýðræði á undanhaldi 13/2 2016
Heimsvaldastefnan, þjóðríkið og Sýrlandsstríðið 15/11 2015
Þjóðernishyggja og alþjóðahyggja 24/11 2012
Andstæður hins evrópska markaðar 21/11 2012
No comments:
Post a Comment