Wednesday, March 15, 2017

Höfuðstöðvar Al Kaída og Hvítu hjálmanna hlið við hlið

Horfið á þessa litlu frönsku ræmu frá Austur-Aleppo. Samtökin á bak við heita Pierre Le Corf, frönsk hjálparsamtök sem hafa starfað í Sýrlandi í eitt ár. Hvítu hjálmarnir urðu í Vestrinu tákn um þjáningu íbúa Sýrlands af völdum hins djöfullega Assads. Hvítu hjálmarnir voru sterkir kandídatar bæði til nýlegra friðarverðlauna Nóbels og Óskarsverðlauna. Ég hef áður sýnt fram á að fyrirbærið Hvítu hjálmarnir eru fyrst og fremst auglýsingariðnaður sviðsettra atburða (barnabjörgun). Flestar myndirnar koma frá fréttastofnuninni Syrian Media Incubator í Tyrklandi sem einkum er kostuð af frönsku ríkissjónvarpi og ESB. Áróðursstríðið gegn Sýrlandi er "hin hlið" stríðsins, kannski jafn mikilvæg hinum beina hernaði. Þessi franska ræma sýnir að höfuðstöðvar Hjálmanna í Aleppo eru í næsta húsi við höfuðstöðvar Jabhat al-Nusra (al Kaída), og stöðvar þessara „hutlausu líknarsamtaka“ eru rækilega merktar lógóum og slagorðum al-Nusra, Frelsisher Sýrlands, Ahrar al-Cham og m.a.s ISIS. Þáttur Hvítu hjálmanna er lítið en glöggt dæmi sem varpar skýru ljósi á hlutverk vígasveita íslamista í stríðinu og á eðli þessa innrásarstríðs sem vestræn pressa matreiðir sem göfuga uppreisn eða í versta falli sem borgarastríð. Sjá hér rapport Frakkanna.

No comments:

Post a Comment