Hér má lesa greinar eftir ÞÓRARIN HJARTARSON um þjóðfélagsmál úr mismunandi miðlum frá og með 2009 (bloggsíðan stofnuð 2012). Um yfirgang og hernaðarstefnu heimsvaldasinna og andófið gegn þeim. Um framrás hnattvædds kapítalisma og viðnámið gegn honum. Um aðkallandi verkefni verkalýðshreyfingarinnar. Um sögu og framtíð sósíalismans. Í febrúar 2017 eru greinarnar orðnar 134.
Wednesday, March 15, 2017
Höfuðstöðvar Al Kaída og Hvítu hjálmanna hlið við hlið
Horfið á þessa litlu frönsku ræmu frá Austur-Aleppo. Samtökin á bak við heita Pierre Le Corf, frönsk hjálparsamtök sem hafa starfað í Sýrlandi í eitt ár. Hvítu hjálmarnir urðu í Vestrinu tákn um þjáningu íbúa Sýrlands af völdum hins djöfullega Assads. Hvítu hjálmarnir voru sterkir kandídatar bæði til nýlegra friðarverðlauna Nóbels og Óskarsverðlauna. Ég hef áður sýnt fram á að fyrirbærið Hvítu hjálmarnir eru fyrst og fremst auglýsingariðnaður sviðsettra atburða (barnabjörgun). Flestar myndirnar koma frá fréttastofnuninni Syrian Media Incubator í Tyrklandi sem einkum er kostuð af frönsku ríkissjónvarpi og ESB. Áróðursstríðið gegn Sýrlandi er "hin hlið" stríðsins, kannski jafn mikilvæg hinum beina hernaði. Þessi franska ræma sýnir að höfuðstöðvar Hjálmanna í Aleppo eru í næsta húsi við höfuðstöðvar Jabhat al-Nusra (al Kaída), og stöðvar þessara „hutlausu líknarsamtaka“ eru rækilega merktar lógóum og slagorðum al-Nusra, Frelsisher Sýrlands, Ahrar al-Cham og m.a.s ISIS. Þáttur Hvítu hjálmanna er lítið en glöggt dæmi sem varpar skýru ljósi á hlutverk vígasveita íslamista í stríðinu og á eðli þessa innrásarstríðs sem vestræn pressa matreiðir sem göfuga uppreisn eða í versta falli sem borgarastríð. Sjá hér rapport Frakkanna.
Labels:
Al Kaída,
al-Nusra,
Aleppo,
Hvítu hjálmarnir,
Sýrland
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment