Thursday, December 1, 2016

Frelsun Aleppo (2)

(Birtist á fésbókarsíðu SHA 30. nóv 2016)
[sjá grein með sömu yfirskrift frá febrúar sl.

Frelsun Aleppo gerist nú hraðar. Þessi stærsta borg Sýrlands hefur verið klofin í Vestur og Austur frá 2012 þegar „uppreisnarmenn“ náðu austurhlutanum á sitt vald. Nú býr um 1,5 milljón í vesturhlutanum sem Sýrlandsstjórn hefur alltaf haldið. Um hálf milljón hefur áður flúið frá austurhluta til vesturhluta borgarinnar. Eftir að austan eru 200-300 þúsund íbúar, þ.m.t. vígamennirnir (meirihlutinn líklega erlendur). Vígahóparnir – studdir NATO-veldum, Tyrklandi og Persaflóaríkjum – reyndu í október að hefja nýja sókn, en mistókst. Sýrlandsher hefur mikið til tekist að loka aðflutningsæðunum frá Tyrklandi og tekur nú eitt hverfið af öðu austan til í borginni, og nýjum hópum þjáðra íbúa hefur tekist að flýja. „Signs that the dogged resistance to the Syrian Army and Russian airforce in eastern Aleppo may be crumbling have started to appear as thousands of people fled to areas under government control...“ skrifaði Guardian sl. sunnudag. Þessir flóttamenn munu segja jafn ljóta sögu og flóttamennirnir frá Mosul sem fengið hafa gott pláss í íslenskri pressu undanfarið (UN Women: „Konum blæðir“). Mosul hefur verið á valdi ISIS á meðan „it's primarily al-Nusra who holds Aleppo“ eins og Steve Warren talsmaður Pentagon hefur viðurkennt. Við kunnum söguna um hina grimmu heri Assads og Rússa sem einkum herja á skóla og sjúkrahús og gegn þeim illa vopnuð „alþýðuuppreisn“, og loks um fulltrúa mannúðarinnar: mennina með hvítu hjálmana. En sú saga og sú mynd var sviðsett fyrir Vestrið. Stríð Vestursins gegn Sýrlandi tapast, og spilaborg lyganna hrynur.


No comments:

Post a Comment