Tuesday, December 6, 2016

... munum hætta að steypa stjórnvöldum...

(Birt á fésbókarsíðu SHA 5. des 2016)
                 

Skv. íslenskum fjölmiðlum er aðalatriðið í „fyrirbærinu Trump“ rasismi og kvenfyrirlitning, enda var það sú lína sem heimselítan á Austurströnd USA markaði – og tala hins vegar sem minnst um raunveruleg áhugaefni almennings, efni sem popúlistinn Trump spilaði á. Trump vann kosningarnar á að tala gegn hnattvæðingunni, eins og ég hef áður skrifað um. Hann sigraði líka út á það að hafna stríðsstefnu Clintonanna, Bushanna og Obama. Að því leyti eru kosningarnar merki um heilbrigði frekar en sjúkleika almenningsálitsins. En breytingin er auðvitað ekki orðin né björnin unninn. Obama vann líka kosningarnar 2008 út á friðsamlegri stefnu en mótherjinn, og sveik það allt rækilega. Ef dæma skal af reynslunni er líklegra en hitt að svipað gerist aftur. Vald „The Military Industrial Complex“ og Wall Street er óskert.

Samt er eitthvað að gerast í utanríkisstefnu sem e.t.v. er raunverulegt. Í ræðu í Cincinnati 1. desember lagði Trump ennþá áherslu á að valdaskiptaaðgerðum USA yrði að linna. M.a. sagði hann: „ We will pursue a new foreign policy that finally learns from the mistakes of the past. We will stop looking to topple regimes and overthrow governments, folks... 6 trillion dollars [wasted] in the Middle East. Our goal is stability, not chaos. We want to rebuild our country. We will partner with any nation that is willing to join us in the effort to defeat ISIS and radical Islamic terrorism. In our dealings with other countries, we will seek shared interests wherever possible and pursue a new era of peace, understanding, and good will.“ Donald Trump er enginn spámaður, og markmið hans er imperíslískt: „Make America great again!“ En sennilega má skoða „raunsæi“ hans sem aðvörunarljós í mælaborðinu, m.ö.o. merki um að hluti yfirstéttarinnar sjái og viðurkenni að skrjóðurinn er orðinn lélegur en ekur bara lengra og lengra út á fenjasvæðið.


Trump nefnir í ofanskráðri klausu mikilvæga ástæðu til þess að breyta þurfi um stefnu, nefnilega kostnaðinn. Á þessari öld er stríðskostnaður Bandaríkjanna sex þúsund milljarðar dollara. Obama hefur í sinni stjórnartíð varpað sprengjum á 7 lönd og staðið að valdaránum í Líbíu og Úkraínu, og hefur að stórum hluta rekið stríðin á lánum svo skuldir USA eru hrollvekjandi á flesta mælikvarða. Og þessar he
rnaðarlegu valdaskiptaaðgerðir eru ekki bara dýrar, þær hafa flestar gengið mjög brösuglega eða illa. Og sú síðasta, Sýrland, er að tapast á vígvellinum. „Raunsæið“ sem Trump sýnir a.m.k. í orði – og þar með hluti elítunnar vestur þar – felst í því að sjá að þetta getur ekki gengið óbreytt áfram, horfast í augu við að staða USA er breytt.

No comments:

Post a Comment